Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Page 28

Fálkinn - 28.06.1961, Page 28
Nótt í skóginum - Frh. af bls. 8. við drengina mína standa hjá því. Þeir voru alls ekki klæddir í þessa undarlegu búninga, sem ég hafði séð á öllum mynd- um, en þeir voru með geymi á bakinu og einhvers konar gríma hékk niður á brjóstin á þeim. Þeir voru augsýnilega í miklu upp- námi, og það var eitthvað, sem þeir voru ósammála um. Drengirnir mínir stóðu í miðöum hópnum. Þegar ég kom nær, sá ég, að þeir voru síður en svo hrifnir af kringumstæðunum, og það var ég reyndar alls ekki heldur. — í hvers konar ógöngur hafði þessi hræði- lega forvitni þeirra komið þeim, og hvernig gat ég, aðeins vesæll maður, bjargað þeim úr þessari hræðilegu klípu? Ekki gat ég talað við geimbúa — Ja, ef til vill gat ég það? Eitthvað varð að minnsta kosti að gera. Þeir voru allir svo uppteknir af drengjunum, að enginn þeirra stóð vörð. Þeir veittu mér því enga athygli, fyrr en ég var kominn inn í miðjan hópinn. Óhugnanlega djúp og kæfandi þögn lagðist yfir okkur. Hún hélzt, þangað til ég rauf hana í fullkominni örvæntingu, því ég þoldi ekki lengur ástandið. Ég gekk til drengjanna, án þess að þeir hindruðu mig í því. Ég staðnæmdist mitt á milli þeirra og lagði hendurnar á kollana á þeim. Þeg- ar ég leit yfir þungbúinn hópinn, þá fannst mér ég verða svo óumræðilega lítill og máttvana þrátt fyrir það, að mér bæri höfuð og herðar yfir þá alla. Ég neyddist blátt áfram til að segja eitthvað til að rjúfa þögnina. Ég hróp- aði því það fyrsta, sem mér datt í hug, án þess að gera mér nokkra grein fyrir, hvort þeir skildu mig eða ekki: — Hvað hefur komið fyrir? Hvað viljið þið drengjunum? Þögn ... Eftir eilífðartíma, að því er mér virt- ist, fór einn þeirra að þokast í áttina til mín. Hann tók lítið áhald úr vasa sínum og sneri einhverjum takka á þvi, þá heyrði ég hann segja með greini- legri hljómþýðri röddu, sem ég skildi mér til mikillar undrunar: — Meðan þetta áhald er í gangi, getum við skil- ið hugsanir hve.rs annars og talað þannig saman. En varaðu þig á hugs- unum þínum. Ég var grafkyrr og drengirnir líka. Þetta voru staðreyndir. Andspænis okk- ur stóð geimbúi og við gátum talað við hann, með aðstoð lítils en dásamlegs tækis, sem hann hélt á í hendinni. Nú tók að losna um málbeinin, sér- staklega hjá geimbúanum. Við sögðum lítið. Með sínum fallegu og hljómmiklu röddum ákærðu þeir drengina hver í kapp við annan, eða réttara sagt annan hvorn þeirra, fyrir að hafa fiktað við „diskinn" þeirra, svo að þeir komu hon- 28 FALKINN um ekki í gang. Orsökin fyrir innbyrðis deilum þeirra var einmitt sú, að þeir gátu ekki á nokkurn hátt fundið það út, hvor drengjanna væri sá seki. Ég undraðist stórlega. — Hvers vegna notuðu þeir ekki áhaldið til að lesa hugsanir þeirra? Þegar ég hafði hlustað á ásakanir þeirra nokkra stund, varð mér litið á dreng- ina, þá varð ég fyrst fyrir alvöru undr- andi. Þeir stóðu þarna sakleysislegir á svip og hugsuðu í sífellu: — Við segjum ekkert. Ég var nærri því farinn að hlæja. Þetta var þó líkt þeim. Ég gat ekki ann- að en dáðst að þeim. — En hvað þeir voru nú alltaf traustir — og þó. Reiði geimbúanna var vissulega réttlát. Þeir voru hér staddir á framandi hnetti og gátu átt það á hættu að vera uppgötv- aðir á hverri stundu. Hvaða afleiðing- ar mundi það hafa? Það var ekki gott að segja. En það mátti ekki mikið út af bera til þess að skemma eða jafnvel eyðileggja svona viðkvæmt geimfar, og það var alveg áreiðanlegt, að fjöldi for- vitinna áhorfenda mundi þyrpast í kringum það. Það var einnig hugsan- legt, að þeir yrðu settir undir nokkurs konar vernd, og ef til vill yrðu þeir neyddir til að afhenda allan sinn út- búnað. Skyndilega varð ég bálreiður. Ég skyldi fá einhvern enda á þetta allt saman. Ef til vill færu þeir að grípa til einhverra vopna gegn okkur, ef þeir héldu áfram að æsast upp. Þeir virtust orðnir mjög órólegir. Tal þeirra og hugsanir urðu sífellt meir og meir ógnandi. Ég var bæði reiður og hrædd- ur. — Ó, þessir hræðilegu drengir og forvitnin í þeim, ég hugsaði þeim þegj- andi þörfina, ef við skyldum sleppa lif- andi frá þessu. En nú urðu þeir að segja sannleikann, og ég skyldi láta þá gera. það. Ég greip í axlirnar á þeim og gerði ýmist að ógna þeim eða grátbiðja þá um að segja sannleikann, viðurkenna afbrot sitt og skila því aftur, sem þeir höfðu tekið. — Nei, við þorum það ekki, svöruðu þeir einum munni, og ég sá að angistin skein út úr svip þeirra. Geimbúinn, sá er fyrstur hafði ávarp- að mig, lagði nú hönd sína á öxl mér og sagði ofboð hægt og rólega — óhugn- anlega hægt og rólega: — Við höfum gert við bilunina, en við komumst aðeins ekki í burtu, áður en hvessti vegna skemmdarverka barnanna. Leiðtogi okkar, sem er staddur í öðru geimfari, er mjög reiður. Hann hefur hótað því að afmá okkur, ef við finnum ekki sökudólginn. Engin jarðnesk hönd hef- ur leyfi til að snerta farartæki okkar, án þess að verða refsað. Leiðtogi okkar ákveður refsinguna. Ég gef ykkur frest í fimm mínútur, ef sökudólgurinn gefur sig ekki fram á þeim tíma, þá neyðist ég til að taka ykkur alla með — eða þá . . . Hann lauk ekki setningunni, en bandaði frá sér hendinni. Þögn . .. Ein mínúta leið í óhugnanlegri þögn — síðan önnur. Þrátt fyrir storminn og brimhljóðið, fannst mér kyrrð tómsins vera farin að umlykja okkur. Þriðja og fjórða mínútan liðu í óbærilegri eftir- væntingu og ég hafði kvatt móður jörð að eilífu í huga mínum, þá loksins ... Annar tvíburinn fór að gráta. Það var sá seki. Á samri stundu var þögnin rof- in, og margir atburðir gerðust á sama augnablikinu. Geltandi hundahópur kom þjótandi út úr skóginum og nokkr- ir menn, vopnaðir byssum, komu rétt á eftir þeim. Þessi óvænta truflun vakti geysilegt uppnám meðal geimbúanna. Þeir voru augsýnilega lafhræddir við hundana, sem dönsuðu urrandi og gelt- andi í kring um þá. Ef til vill var það grannvaxinn skógarvörðurinn og hjálp- armenn hans, sem voru ærið tortryggi- legir í augum hinna smávöxnu manna — eða ef til vill var það óttinn við að verða uppgötvaðir og jafnvel hand- samaðir, sem gerði þá alvarlega skelk- aða. Hver svo sem orsökin var, þá hurfu þeir allir sem einn inn í „diskinn“, og lokuðu honum á eftir sér. Því næst heyrðum við veikt suð, sem á næstu sekúndum breyttist í ýlfrandi öskur. Áður en við gætum áttað okkur, lyftist geimfarið frá jörðinni og hvarf út í náttmyrkrið, líkast því sem stjörnu- hrap væri. Við stóðum eins og þvörur og gónd- um á eftir því. Skógarvörðurinn varð fyrstur til að rjúfa þögnina. Hann klór- aði sér í hnakkanum og sagði hugsandi: — Hver skrattinn var þetta .. . við vor- um að svipast um eftir veiðiþjófum, en finnum í þeirra stað hóp af geimbúum ásamt geimfari og öllu tilheyrandi. Þeir hættu við frekari leit í þetta skiptið, en komu í þess stað heim með okkur. Á heimleiðinni sögðu drengirn- ir okkur alla söguna. — Daginn áður höfðu þeir farið út í skóg eins og svo oft áður. Þeir höfðu reikað fram og aftur um skóginn, þang- að til þeir rákust á geimfarið. Reknir áfram af sinni venjulegu forvitni, gengu þeir að skipinu, þar sem þeir urðu sam- mála um, að fara um borð og rannsaka það nánar. Þeir undruðust yfir því, hvaðan það hefði komið og hvert eig- endur þess hefðu farið. Skyndilega Frh á bls. 30. — Úr því að við erum trúlofuð, Villi, œtla ég að kynna þig fyrir henni systur minni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.