Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Síða 30

Fálkinn - 28.06.1961, Síða 30
Nótt í skóginum - Framh. af bls. 28. komu þeir auga á einkenmlega mann- veru, sem kom í áttina til þeirra neð- an frá ströndinni. í fátinu, sem á þá kom, greip annar þeirra smáhlut, sem hékk niður úr loftinu. Hann ætlaði að nota hann sem sönnunargagn, þegar þeir segðu félögum sínum frá þessu. Síðan, þegar ég fór með þá í þetta næturferðalag, gátu þeir engan veginn ráðið við forvitni sína, þó hún væri nærri því búin að kosta okkur lífið. Áframhald sögunnar þekkti ég allt of vel. Og þó — þegar allt var hjá liðið og við vorum úr allri hættu, þá sá ég, að við höfðum ratað í mjög óvenjulegt ævintýri, sem við yrðum öfundaðir af, þegar frásagnir kæmu af því í blöð- unum. En það kom aldrei í blöðunum. Litli hluturinn, sem drengirnir tóku í skip- inu, kom í veg fyrir það með vægast sagt mjög einkennilegri hegðun í hvert skipti, sem við gerðum tilraun til að koma þessu í blöðin. Einu sinni þegar ég var að ljúka við handrit af þessum atburðum, kom hann fljúgandi úr hill- unni, þar sem hann lá, og velti blek- byttu yfir það. í annað skipti kom hann fljúgandi í höfuðið á eiganda sínum, þegar hann ætlaði að hringja til blaða- manns. í þriðja skiptið braut hann lins- una í ljósmyndavélinni minni. Þá gáf- umst við upp við það, að verða frægir menn. Við urðum ásáttir um, að gleyma ævintýrinu og gera enga tilraun til að koma því í blöðin. Þá fengum við líka að vera í friði. Dag nokkurn fundum við aðeins fíngert ryk, þar sem hlutur- inn hafði legið. Nú er liðið meira en ár síðan þetta gerðist. Við höfum ekki minnzt á þetta við nokkurn mann, svo að ég bíð í mikilli eflýrvæntingu, hvort geimbú- arnir hafi fyrirgefið okkur. — Að morgni dags - Framh. af bls. 13. kvað við af formælingum og stígvéla- traðki. Ég flaug fremur en gekk upp stig- ann og út á þilfar. Fyrir tangann sá maður nú koma skip fremur lítið og meinleysislegt en grái liturinn boðaði ekki gott. Sigurjón, sem hafði rifið alla glugg- ana í stýrishúsinu upp á gátt, virtist mjög órólegur. „Er ekki bezt að láta það fara, sleppa því?“ spurði hann nú. Og ekki stóð á svarinu hjá Gunnari. „Vitanlega,“ öskraði hann og hrækti á tærnar á sér. Sigurjón setti á fulla ferð, og Einar skrúfaði frá spilinu. Ég horfði til skips- ins, sem nú stefndi til okkar á mikilli ferð. Svartflekkótt súla, sem fylgdi okkur eftir, gargaði í sífellu til okkar hvellum tóni. Það var eins og hún væri að reka á eftir okkur. „Strákur!“ skrækti Sigurjón til mín hás af æsingi, „náðu í tvær handfæra- rúllur.“ Ég hljóp niður í þann mund, sem víraendarnir smullu í borðstokknum. Um leið gall við skot frá varðskipinu. Ég heyrði, að Sigurjón dró niður í vél- inni með miklum flýti og lét gluggana upp hvern á fætur öðrum. Við höfðum AERO - Frh. af bls. 17 Hraði hljóðsins er 340 metr- ar á sekúndu í stöðluðu lofti við sjávarmál, eða 1224 km/ klst. Hitaaukning veldur aukn- um hljóðhraða, sem nemur um 0,61 m/sek. fyrir hverja Celsí- usgráðu. Staðlað loft (I.S.A. '= „International Standard Atmosphere“) merkir, að hit- inn sé t. d. 15°C við sjávar- mál og loftþrýstingur 1013,3 millibarar (760 mm kvikasili- ursþr.). f veðrahjúpi („tropo- sphere“) jarðar lækkar hitinn um 2°C við hverja 305 m upp, og getum við þannig fengið staðlað loft í 3048 m hæð, þar sem loftþrýstingurinn er 697 millib. (um 523 mm) og hit- inn rH 4,8°C. Þegar um er að ræða afköst vélflugna, er venjulegast miðað við staðlað loft, I.S.A., við sjávarmál. Mach-tala (M) vélflugna er hlutfallið milli hraða flugn- nana (V) áfram og hljóðhrað- ans (a) í loftinu umhveríis þær. Yfirhljóðhraði („super- sonic speed“) er því hraði vél- flugu, sem flýgur svo hratt, að Mach-talan er hærri en einn heill, og miðað við stalað loft við sjávarmál myndi hraðinn þá vera meiri en 1224 km/klst. '30 éXlkinn Samkvæmt ofansögðu getur sama M-tala táknað mismun- andi hraða í km/klst. eftir flughæðinni. M 0,75 er t. d. 920 km/klst. miðað við sjáv- armál, en 800 km/klst. í 11000 m hæð. Sömuleiðis er t. d. M 0,97 1200 km/klst. við sjá- arvál, en 1150 km/klst. í 3050 m hæð. Allar Aero Commander flugurnar hafa verið hávængj- ur, en á þessari nýju þotu verður vængurinn lækkaður nokkuð. Aero Commander hafa, eins og Cessna o. fl., lagt mikla áherzlu á hið mikla jafnvægi hávængjunnar, og í því sambandi gjarnan vitnað til fuglanna. Með nýrri stað- setningu hreyfla getur þó við- horfið breytzt nokkuð. Til dæmis segir Sud-Aviation, að vegna þess, að Caravelle sé lágvængja, geti blökurnar var- ið loftinnsogsop hreyflanna fyrir grjótkasti frá vænghjól- unum. Þetta er auðvitað ekki ástæðan fyrir lágvængjubygg- ingu, og Aero Commander hef- ur heldur ekki yfirgefið há- vængjulagið alveg. Eldhætta er nú svo til úr sögunni vegna fjarlægðar hreyflanna frá eldsneytisgeymunum, sem eru í vængjunum. Frá flugéðlisfræðilegu sjón- armiði virðist afturvik vængj- anna (eða vængsins, „sweep- back“) á Aero Commander 1121 vera lítið miðað við M. Að vísu er M „1121“ ekki hærri en 0,80, og Aero Com- mander hafa líklega hugsað sér að samræma einfaldan væng litlum og miklum hraða. Hins vegar er ekki úr vegi að drepa stuttlega á afturvik vængja yfirleitt: Afturvik vængjanna er til þess að vinna á móti hinni miklu loftviðnámsaukningu vegna áfallsaldna („shock waves“), sem myndast, þegar flogið er með hraða nærri hljóðhraðanum („transonic speed“). Við þennan hraða er M nærri því að vera einn heill, venjulega á milli 0,8 og 1,2, en ölduloftviðnámið („wave drag“) eykst sérstaklega mik- ið við M 0,7. Öll horn og veru- legar ósamfellur, sem hindra loftstreymi um hlut, er hreyf- ist með hljóðhraða, valda á- fallsöldum eða útþensluöldum („expansion waves“). Þegar áfallsöldurnar frá vélflugu berast til jarðarinnar, geta menn hey<rt eða fundið allt að þrjá hvelli eða hljóðhögg („sonic bangs“). Venjulega verða menn aðeins varir við eitt og þykir nóg. Því meira sem vængirnir eru látnir vita aftur, þeim mun meira lækkar loftvið- námsstuðullinn („drag coeff(- cient“). Vængir fjarstýrðra flugvopna hafa venjulega ekk- ert afturvik, því að við M 2 og þar yfir, eru þeir vængir, sem hafa strengfjórðungslínu („quarter-chord line“) horn- rétt á miðlínu skrokksins, betri en hinir, nema þá aftur- vikið sé mjög mikið (> 60°). Strengfjórðungslínan er dreg- in í gegnum strengfjórðungs- punkta („quarter-chord po- ints“), sem eru fjórðung af lengd (lofthrifs-)strengjanna (,,aerodynamic)-chords“) eða breidd vængsins frá frambrún hans. Það er ekkert launungamál, að þotur eins og Aero Com- mander 1121 eru nú hinir mestu munaðargripir, en markaðurinn fyrir þær engu að síður mikill. Mörg fyrir- tæki áætla smíði svipaðra flugna, að sjálfsögðu hverja með sínu lagi, en Caravelle- stíllinn, með mismunandi há- um stélfleti, mun verða ríkj- andi. Bandaríkjamenn hafa verið dálítið tregir til að hafa hreyflana sitt hvorum megin á skrokknum aftanverðum, en það er mikið að breytast, hvað sem byggingarlaginu líður að öðru leyti. Að lokum má geta þess, að söluverð Aero Commander 1121 með öllum fullkomnustu siglingatækjum, er áætlað 555.000 dollarar. Arngr. Sigurðsson.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.