Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Page 33

Fálkinn - 28.06.1961, Page 33
ODYRAR SKÁLDSÖGUR Við bjóSum yður nú þessar vin- sælu sögur á ótrúlega lágu verði: Babs hinn ósigrandi .... kr. 18.00 Morðið í skóginum ..— 18.00 Skrifið okkur, og við sendum yð- ur sögurnar burðargjaldsfritt hvert á land sem er. Kjörbækur s.f. Box 304 - Reykjavík PRFiIM'nviYNDA' 'i:ii 'irr. MVKin AMHT u c mYNUAMUI MORGUNBLADSHÚSINU - SÍMI H.r. 17152 STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkiö. Stjörnurnar segja, að þér hafið nú um skeið farið gáleysis- lega með peninga yðar og tíma. Þetta kemur yður rækilega í koll í þessari viku og beztu dagarnir til þess að kippa þessu í lag eru fimmt.udagur og föstudagur. Mjög óvænt og skemmtilegt atvik kemur fyrir yður á laugardag, atvik, sem kitlar hégómagirnd yðar ofurlítið. Nautsmerkið. Þetta verður óheillasöm vika: fjölmargir óheillavænlegir aðilar munu leitast við að draga yður á tálar. Yður skal því ráðlagt að beita öllum viljastyrk yðar og skapfestu til þess að koma í veg fyrir óáran og vitleysu. Tvíburamerkið. Einhver, sem þér hafið treyst um of, mun ef til vill valda yður miklum vonbrigðum. Fyrst í stað mun yður falla þetta mjög þungt., en ekki skuluð þér láta hugfallast, heldur læra af reynslunni. Það er varasamt að treysta of mikið á aðra en sjálfa sig. Krabbamerkið. Einn af meðlimum fjölskyldunnar hefur mikla þörf fyrir að vera í nánari og sterkari tengslum við yður en hingað til. Þér skuluð ekki slá hendi á móti vinarhótum hans, held- ur sýna honum alla þá vinsemd og trúnað, sem þér getið, Það mun borga sig síðar meir. Ljónsmerkið. Eitthvað, sem á rætur sínar að rekja til fortíðar yðar, grípur skyndilega inn í líf yðar á nýjan leik. Þetta kemur örlitlu róti á hug yðar og tilfinningar um skeið, en reynið að sýna stillingu og rósemi. — Á sviði ástamálanna er þetta mjög hagstæð vika hjá yður. Jómfrúarmerkið. Fyrri helmingur vikunnar verður heldur erfiður og leiðin- legur. Þér verðið ásakaðar um tillitsleysi gagnvart mann- eskju, sem þér viljið síður en svo gera nokkuð illt. Þetta veldur yður sárri iðran. Síðari hluti vikunnar verður ólíkt bjartari og skemmtilegri. Vofíarskálarmerkið. Þér hafið kynnzt manni, sem þér munuð hagnast mikið á, ekki beint peningalega, heldur í sambandi við fyrirgreiðslu og góð sambönd. Þetta verður því einstaklega gleðirík vika, fleytifull af glæstum fyrirheitum og björtum vonum. Sporðdrekamerkið. í þessari viku verða stjörnurnar yður mjög hagstæðar. Yður mun takast prýðilega að samræma ólík sjónarmið og aðstæður. Þér dettið ofan á gullvæga lausn á langvinnu deilu- efni og vandamáli, og þetta mun gera líf yðar sólskinsbjart og skemmtilegt í náinni framtíð. B o ffmannsmerkið. Það verða gerðar miklar kröfur til yðar í þessari viku. Þér skuluðu ekki hika við að taka að yður vandasamrai verk og meiri ábyrgð en þér hafið gert. áður. Á heimilinu verður ofurlítið uppistand, en ef satt skal segja, hreinsar það bara loftið og verður til góðs. Steingeitarmerkið. Á laugardag eða sunnudag gerist atvik, sem gerir það að verkum, að hjarta yðar mun slá hraðar en það á vanda til. En allt fer vel. Endirinn verður sá, að framtíðarhorfur yðar verða glæsilegri en þær hafa nokkun tíma verið áður. Vatnsberamerkið. Þau verða ekki svo fá, vandamálin, sem verða á vegi yðar þessa viku, en með heilbrigðri skynsemi og örlitlum klók- indum ætti að vera hægt að leysa öll þau stærstu. Annars gerist ekkert stórfenglegt í vikunni og ekkert, sem er sér- staklega spennandi. Fiskamerkið. Það er allt undir yður sjálfum komið, hvernig þessi vika verður. Það mun ekki skorta tækifæri, en vandinn er sá að koma auga á þau og grípa gæsina þegar hún gefst. Ef þér hafið einu sinni fundið stefið, þá er hægur vandi að semja lagið. 21. MABZ — 20. APB&. 21. APRlL — 21. MAJ 22. MAl - 21. íONl 22. jONl — 22. TÚLl 23. lOlJ — 23. AGOST 24. AGOST — 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OET. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÖV. - 21. DES. 22. DES. — 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20 MABZ

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.