Fálkinn - 27.09.1961, Blaðsíða 9
Óli B. Jónsson þjálfari nuddaði Gunn-
ar Guðmannsson og Hreiðar Ársælsson
sat hjá. KR-ingarnir höfðu verið vestur
i félagsheimili sínu allan laugardaginn
frá hádegi og frá klukkan tíu um morg-
uninn. Þeir borðuðu þar saman og ein-
hver sagði í gríni að Óli B. hefði eldað
matinn. Hörður Felixson og Heimir
spjölluðu saman. Annars voru menn fá-
orðir.
í anddyrinu voru þeir Helgi Daníels-
son, Þórólfur Beck og Örn Steinsen, sá
síðastnefndi nýkominn frá Kaupmanna-
höfn og gagngert til þess að taka þátt
í þessum leik.
Það var gaman að sjá Örn aftur með,
því hann er prúður og góður leikmaður.
Örn og Þórólfur spörkuðu bolta á milli
sín, báðir með óreimaða skó og Þórólfur
legghlífalaus að vanda.
Aðspurður kvaðst hann ekki vera
hræddari við að fá spark í leggina held-
ur en að verða undir bíl.
Helgi greip bolta, sem vasklegur snáði
kastaði til hans og sagði: „Þarna sérðu.
Vegna þess að Þórólfur spilar með KR
og á móti Akranesi, þarf hann engar
hlífar, Það væri annað, ef hann væri í
Akranesliðinu á móti KR-ingum, þá
þýddi nú ekki fyrir hann að vera legg-
hlífalausan."
— Ég ætla að fara að nota hlífar,
sagði Þórólfur, — þó ekki í þessum leik.
Örn sagðist fara strax aftur til Kaup-
mannahafnar, en Flugfélag íslands hafði
gefið honum heimfararleyfi til þess að
taka þátt í leiknum. Nú var stutt til
leiksins.
Þeir Þórólfur og Örn fóru inn í KR-
herbergið og Helgi inn til sinna manna.
— Ætlar þú ekki að fara í skóna? sagði
hann við Þórð Þórðarson um leið og
hann kom inn.
— Við Þórður komum inn rétt fyrir
Hörður Felixson.
Efri myndin: Ríkarður Jónsson þjálfari Akurnesinga, ásamt þeim Tóm-
asi Runólfssyni, varamanni, Skúla Hákonarsyni, framverði og Helga Hann-
essyni, bakverði. — Neðri myndin: í forsalnum fyrir leikinn: Þórólfur
sparkar, Helgi grípur.
hálfleik, sagði Ríkharður Jónsson og
hló við.
Gamall og reyndur Framari hafði kom-
ið inn í herbergið. Hann sagði, að þetta
með happdrættið væri fínt. Maður, sem
væri þess verður, hefði fengið vinning-
inn og það væri meira en hægt væri að
segja um önnur happdrætti. Jú vinning-
urinn hafði farið til ísafjarðar.
— Eruð þið, sem fóruð með Fram til
Rússlands, orðnir góðir í maganum?
— Þeir hafa setið á klósettinu síðan,
sagði einhver.
— Þetta er bara öfundsýki, sagði
Helgi. Þeir kölluðu mig Castro og fóru
með mig eins og stórhöfðingja.
—• Það hefur þú haft upp úr skegginu.
Svo kom Ingvar Pálsson inn með plögg
handa Ríkharði þjálfara liðsins til að
undirskrifa.
Ég fór út á eftir Framaranum og ætl-
aði til KR-inganna, en þeir höfðu læst
að sér. Rétt á eftir var flautað til leiks.
★
FYRRI hálfleikur var búinn og strák-
arnir komu inn. Þeir fóru í vaskana og
tóku sér gúlsopa og skoluðu munn og
kverkar og lögðust svo endilangir, sum-
ir með fæturna uppi á bekkjunum.
Aðrir settust, reimuðu frá sér skóna
og einstaka fór úr peysunni. Þeir voru
glaðir KR-megin. Daufari Akranes-meg-
in, en gerðu samt að gamni sínu.
Þjálfarar beggja liðanna töluðu við
leikmennina. Sögðu hvað hefði verið
vitlaust gert og lögðu nýja „taktik“.
FÁLKINN 9