Fálkinn - 27.09.1961, Blaðsíða 4
SVO bregðast krosstré sem önnur
tré. Einhvern veginn er það svo,
að mér er þetta máltæki ríht í
huga} síðan ég var í skóla. Þetta
var maltæki eins kennarans, þeg-
ar við gerðum einhverjar ógurleg-
ar skyssur. Við dáðum þennan
kennara mjög, hann var fyrirmynd
okkar í klœðnaði. Hann gekk í
glansandi fötum upp á hvem dag.
Og svo var hann afskaplega kurt-
eis, hann bæði þéraði og þúaði
okkur. Þessi elskulegi og
kurteisi kennari kenndi
okkur móðurmálið, sem
allir bera svo ríka og
mikla virðingu fyrir í
Gaggó. Ýmsar sagnir kom-
ust á kreik um þennan
kennara, sem álmennt var
kallaður Stebbi fíni. Einn
strákur, sem kynjaður var
að norðan, sagði hann
hafa verið þar og hefði hann þar
verið uppfullur af þingeyskum
hroka og merkilegheitum, en síðan
hefði hann farið vestur og glímt
þar við fjanda nokkum. Fjandi
þessi felldi hann víst á klofbragði.
Þá hefði Stebbi lagt niður hrokann
og merkilegheitin, en verið síðan
fínn og kurteis.
Enginn skóli án sjoppu í ná-
grenninu var lengi kjörorð kaup-
sýslumanna í Rvík. Þessa þjón-
ustu kunnu nemendur vel að meta,
en hins vegar var hún þymir í aug-
um kennaranna. Venja var í skóla
þessum, að nemendur hefðu með
sér nesti. Það var boðorð, sem
mátti ekki brjóta. Nestið átti að
vera brauð og mjólk, állt annað
var stranglega bannað. Stebbi fíni
gekk ríbt eftir, að regla þessi væri
haJldin og ef menn voru ekki
með nesti, gekk hann að borði
þess brotlega og sagði til svona:
„Hvers vegna hafið þér ekki með
yður. Gleymdurðu því heima?“ Síð-
an gerði hann kross í bókina sína,
gékk yfir að púltinu og sagði:
„Vandrœði með þessa sjoppu þarna
á hominu, við kennararnir þurfum
að gera eitthvað í þessu máli.“
Árin liðu og við hinir fyrrver-
andi nemendur spruttum
úr grasi og gengum á tá-
mjóum skóm. Við gerðum
ýmist að þúa og þéra,
stundum hvorttveggja í
senn. Hins vegar var ekki
jafn fínt og áður að ganga
í glansandi buxum með
rautt bindi um hálsinn.
Svo var það einn dag,
að mér verður gengið nið-
ur fjölfama götu og kem við í
sjoppu til þess að fá mér að reykja.
Og innan við borðið var afskaplega
elskulegur maður. — Ég sagðist
vilja sígareítur og fékk þœr um-
yrðalaust, en það kom einhver
vandlœtingarsvipur á manninn og
þá þekkti ég hann. Þetta var Stebbi
fíni. En nú var hann fínni en
nokkru sinni áður, í svona fínum,
hvítum slopp.
Ég gekk út og hugsaði með sjálf-
um mér, hve landið ætti gott að
eiga sllíka menn, sem gætu starfað
að hverju, sem er. En þegar út fyr-
ir kom, voru nokkrir unglingar þar
í hóp og sungu alþekkta vísu:
Stebbi stál, stakk sig á nál,
seldi sína sál
fyrir eina skyrskál.
V entus.
Barbara Hutton nálgast nú
óðum sextugsaldurinn, og er
þess vegna stöðugt sótt heim
af ýtnum útgefendum, sem
vilja fá hana til að skrifa
æviminningar sínar. Þó að
maður hugsi bara um öll þau
hjónabönd og ástarævintýri,
getur maður vart hugsað sér,
að þær verði leiðinlegar aflestrar. En Barbara
þvertekur fyrir að færa þær í letur. í bréfi,
sem hún reit franska útgefandanum Réne
Julliard, hefur hún enn einu sinni neitað
þessari bón með þessum orðum: „Er mér verð-
ur hugsað til fyrri ára, kemur mér allt svo
undarlega fyrir sjónir, mér finnst ég hafa
glatað öllu, en því eina, sem ég hef ekki
glatað, er skartgripasafn mitt, og það er ekki
neitt til þess að skrifa um.“
★
Hinn gamli og góði austurríski veitinga-
maður Robert Weiss sker niður steikur og
hellir í glös gesta hinu sterka víni á heilsu-
bótarkrá sinni Toowoomba, en krá þessi ligg-
ur mjög hátt. Hann segir, að því séu engin tak-
mörk sett, hvað fólk kaupi. Hann selur t. d.
gestum sínum fjallaloft í skömmtum og kostar
skammturinn 50 krónur. Þess þarf vart að
geta, að skammtarnir hafa runnið út eins og
★
í bók sinni „Ma vie a 300
km/H“ sem er nýlega komin
út, segir hinn frægi kapp-
aksturssnillingur Juan Man-
uel Fangio frá því, er bif-
reið hans steyptist um koll
á hættulegri beygju, en al-
vel við vegarbrúnina voru
raðir af mörg hundruð gömlum trjám. Sjálf-
ur slapp Juan naumlega lifandi út úr rústun-
um. — Þegar hann var dreginn út undan rúst-
unum sá hann sér til undrunar, að hann var
á sokkaleistunum. Orsökin mun hins vegar
vera sú, að í þeim ótta, sem greip hann þegar
bíllinn steyptist um koll, hafi hann dregið
tærnar svo fast saman, að fæturnir hafi hrokk-
ið upp úr skónum.
heitar kleinur.