Fálkinn - 27.09.1961, Blaðsíða 16
J
Þriiji og síðasti hluti
kvikfliyndasögunnar
Myndin verður sýnd
í Austurbæjarbíói
HEIM
FYRIR
MYRKUR
3. KAFLI.
ÞETTA kvöld beið Arnold og nokkrir
vinir hans frá háskólanum eftir að Char-
lotte kæmi til þeirra í hinn stóra og
glæsta veitingasal, sem var skreyttur í
tilefni jólanna. Arnold var ekki svo lít-
ið óstyrkur, hann vissi að hún hafði ver-
ið úti að verzla, það hafði hún sjálf sagt
honum, en hann hafði ekki fengið leyfi
til að sjá það, sem hún hafði keypt.
Hvernig mundi hún líta út? Persónu-
lega hafði hann engan áhuga á því, en
hann var hræddari við, hvað hitt fólkið
mundi hugsa. Hann leit í kringum sig
og i áttina að dyrunum. Og þarna kom
Charlotte gangandi í áttina að borðinu,
þar sem hann og vinir hans sátu.
Ljóst hárið gerði hana næstum óþekkj-
anlega, og í andlitið hafði hún borið svo
mikið krem, að það líktist helzt grímu.
Gylltur kvöldkjóllinn var henni allt of
stór, svo að hún hrasaði í hverju spori.
Kinnar hennar voru glóandi, og þegar
hann sá hitaþrungin augu hennar, fyllt-
ist hann ótta og skömm.
En þetta var ekki allt og sumt... —
Gleðileg jól. Gleðileg jól, hrópaði Char-
lotte gáskafull til gestanna við borðin,
sem hún gekk framhjá. Kjóllinn henn-
ar hafði sigið niður fyrir axlirnar, og
það sást í hlýrana á undirkjólnum.
— Gleðileg jól, endurtók hún, þegar
hún settist við borðið, þar sem eigin-
maður hennar og kunningjar hans frá
háskólanum sátu og biðu hennar. —
Nafn mitt er . . . Joan.
Það varð óhugnanleg þögn, og Arnold
stóð upp hvítur í framan. Honum og
vinum hans tókst að færa Charlotte til
baka til dyranna fram í forsalinn, en
hún datt hvað eftir annað og missti af
sér annan skóinn á leiðinni. Arnold lyfti
henni upp og bar hana upp stigann.
— Ástin mín, þú berð mig á höndum
þér, sagði hún hrifin og sæl yfir að vera
nú svona nálægt honum einu sinni enn.
En hann tók ekki mjúklega á henni og
leit á hana með svip, sem lýsti sárri
móðgun og hatri. Hann lét hana á rúm-
ið, á meðan gestir hans stóðu eða trítl-
uðu fyrir utan dyrnar. Þeir hurfu síðan
hið skjótasta og létu enga ósk í Ijósi
um að halda samkvæminu áfram.
Þegar þeir voru farnir, lokaði Arnold
hurðinni á eftir þeim, og hann féll alveg
saman, hann, sem annars sýndi aldrei
nein merki um tilfinningar. Hann lét
fallast niður á stól og hélt höndunum
fyrir andlit sér. Og hann grét sárt. Char-
lotte hafði hitt hann á þann eina hátt,
sem hægt var, hún hafði auðmýkt hann,
svo að aðrir sáu til. Arnold hafði lítið
hjarta, en þeim mun meira mikillæti.
Og mikillæti hans hafði hlotið óbætan-
legt tjón í kvöld.
Þegar Charlotte sá mann sinn svo
hjálparvana og niðurbrotinn, gerðist
eitthvað innra með henni. Hún heyrði
að hann grét, og henni skildist, hversu
örvæntingarfullur hann var. Og það
var eins og dimmt ský svifi frá í huga
hennar.
Og um leið var eins og henni hyrfi
allt öryggisleysið og efinn. Nú gátu þau
talað saman af jöfnum grundvelli. Hann
var ekki síður ver á sig kominn en hún
hafði nokkurn tíma verið, og allt í einu
fannst henni hún vera sterk og heil.
En hún varð að gera honum ljóst að
hún var nú með sjálfri sér.
— Ég vildi gjarnan fá að vita, hvers
vegna þú fórst allt í einu að gráta, Arn-
old, sagði hún hægt og rólega. — Var
það eitthvað, sem ég sagði? Eða var það
klæðnaður minn?
— Já, það var það, sagði hann alveg
magnþrota.
— Leit ég 1 rauninni svona hræðilega
út, að þú þyrftir að bera mig hingað upp
og bresta svo í grát? spurði hún.
Hann kinkaði kolli. — Veiztu sjálf
ekki, hvernig þú varst, Charlotte?
— Fannst þér ég ekki vera smekkleg?
— Nei.
— En það finnst þér nú aldrei, það
er sama, hvernig ég klæði mig, Arnold,
hélt hún áfram jafn róleg sem áður. -—-
Það er vegna þess, að þú elskar mig
ekki.
Hann hristi höfuðið. — Þú virðist
vera komin til sjálfrar þín aftur, sagði
hann þreytulega. — Þú kemur fram eins
og heilbrigð, en það ertu nú samt ekki,
Charlotte. Þú ættir að vera á sjúkrahúsi.
— Þú skalt ekki fá leyfi til að loka
mig inni á hæli aftur, því skal ég lofa
þér, Arnold, sagði hún áköf. — Það eina,
sem þú hefur ásakað mig fyrir er, að ég
sé ekki nógu snotur.
Og þá lét hann sannleikann frá sér
fara: — Þú ert alveg eins og fugla-
hræða. Hvað hefur þú látið gera við
þig? Hvernig er hárið á þér? Þú ert eins
og eftirmynd af Joan, en kjóllinn var
bara ekki mátulegur á þig. Hann hékk
niður á þér, og skórnir á þér voru líka
allt of stórir. Þetta er aðfangadagur,
Charlotte, ekki grímudansleikur.
Þótt undarlegt mætti virðast, þá létti
henni svolítið við að heyra álit hans, þó
að það tæki hana sárt líka.
— Ef þér skilst það ekki, verð ég að
segja þér það, hélt hann áfram.
— Þú ert geðveik, Charlotte. Ég veit
það, og allir niðri í veitingasalnum vita
það. Ég veit líka, að þú getur ekki gert
að framkomu þinni. Þú gerðir það, sem
þú gerðir, til að gleðja mig...
Að lokum gátu þau talað saman um-
búðalaust og vafningslaust, hugsaði
Charlotte, og henni létti við það.
— Hefur þú gefið mér deyfandi lyf
í matinn? spurði hún.
— Nei, hvernig getur þú haldið það,
mótmælti hann. Og sér til undrunar
trúði hún honum. Það hafði bara verið
hugarburður í henni.
Arnold stóð upp. — Á ég ekki að
hringja í Joan, stakk hann upp á. —
Hún hefur alltaf svo róandi áhrif á þig.
— Jú, sagði hún þreytulega, —
16
FALKINN