Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 4
Það var komið haust. Sölnuð laufblöðin féllu af trjánum og sópuðust í stóra gulgræna hrauka. Kirkjugarðurinn við Suðurgötu var fallegur í þessum skrúða og skáldin leituðu þangað yrkisefna eða voru þar í djúpum og dular- fullum hugleiðingum. Og svo var það eitt kvöld, sólin var að hníga til viðar og vafði allt í sínum rauða og rómantíska bjarma. Þá sá ég hana fyrst. Hún var yndisleg og dökkblá augun voru á sífelldu iði, svo að ekki varð misskilið. Og þetta ljósa hár, hve það var fagurt í roða kvöldsólarinnar og þessi brjóst, sem bærðust upp og niður með hröðum andardrætt- inum. En illt var að vera ungur, feiminn og uppburðarlaus og skjálfa á beinunum af hrifningu einni saman, en þora samt ekki fyrir sit litla líf að yrða á hana draiAmar eða svara augnagotum hennar á viðeigandi hátt. En ég átti mér draum, það var fjólublár draumur um friðsælt og ástríkt tilhugalíf í kyrrð og ró einhvers staðar langt í burtu. Einhvers staðar, þar sem maður þurfti ekki að vaða reyk úr hinum sótuga strompi mannlífsins. Og þessi kynlegi fjólublái draumur komst reyndar aldrei svo hátt að svífa yfir Esjunni, en hann lifnaði og óx og stækkaði í rúm- litum huga mínum. Það komst ekkert annað að en þessi draumur um stúlkuna fögru og yndislegu, sem ég hafði mætt í seiðandi glampa frá hinu undursamlega sólarlagi í Reykjavík. „Hann er svo skrítin hann Plato”, sögðu kunningjar mínir og gerðu gys að mér og þessari yndislegu huldu- mey. ,,Þú verður að reyna hið raunverulega”, sögðu þeir. „Það er miklu betra”. Þá tók ég í mig kjark, ég ætlaði að fara á fjör- urnar við þessa yndisbjörtu huldumey, ég hafði í hyggju að elska eins og hinir. En ég varð að læra listirnar og svo gekk ég niður að Tjörn og horfði á hvernig endurnar báru sig að, þegar þær gáfu hvor annarri undir fótinn fyrir sunnan Frí- kirkjuna. Ég rannsakaði þetta yndislega tilhugalíf andanna af stakri gaumgæfni. Það var vissu- lega mikið í húfi fyrir sjálfan mig. Hvað sem það kostaði, þá varð ég að vera fullnuma von bráðar. Mér var mikið í mun að læra listirnar fljótt og vel. Og þar sem athug- Frh. á bls. 38 Það er ekki oft, sem okkur berst til eyrna, að kvik- myndastjörnur geri góðverk. En um daginn heyrðum við, að Ester Williams, hin kunna sund- og kvikmyndaleikkona, hefði uppfyllt stærsta draum tveggja ungra spánskra stúlkna. Pilar og Maria bjuggu í afskekktu fiski- mannaþorpi í héraðinu Santander á Spáni. Þær höfðu oft séð Ester á hinu hvíta tjaldi og höfðu dáðzt mjög að henni. Þær tóku nú í sig kjark og skrifuðu Ester og fer bréf- ið hér á eftir: „Kæra Ester: — Við höfum lesið í blaði, að þér eigið yfir 70 sundboli. Þar sem við búum við ströndina, hefur okk- ur oft langað að bregða okkur í sjóinn, en því miður erum við svo fátækar, að við get- um ekki keypt okkur sundboli, og þess vegna getum við ekki fengið okkur sjóbað. Þess vegna datt okkur í hug, að þér munduð vilja heiðra okkur með því að gefa okkur tvo hina elztu sundboli af þeim 70, sem þér eigið.“ Ester Williams varð svo hrærð yfir þessu bréfi, að hún sendi strax um hæl tvo sund- boli, en ekki þá elztu, heldur þá allra falleg- ustu og nýjustu. OFT og tíðum rífast bók- menntafræðingar um, hve mikil áhrif einkalíf rithöfund- ar hefur á verk hans. Enskur bókmenntafræðingur þykist nú hafa fundið óyggjandi sönnur fyrir þessu eða að minnsta kosti mjög gott dæmi. Þetta er enski bók- menntafræðingurinn, Dudley Barker, sem er í þann veginn að leggja síðustu hönd á bók um einn af mestu rithöfundum Breta fyrr og síðar, John Galsworty. Barker heldur því fram, að sú reynsla, sem hann fékk, þegar hann skildi við konu sína, hafi orðið uppistaða í hinu fræga verki, Sögu Forsytanna, sem von bráðar mun koma út í íslenzkri þýðingu. Vegna þessa skilnaðar var honum vikið úr hinum snobbaða Junior Carlton-klúbbi. En verkið sjálft færði honum ekki aðeins hina mikilsmetnu orðu, Order of Merit, heldur einnig Nóbelsverðlaunin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.