Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Page 5

Fálkinn - 25.10.1961, Page 5
eáóan utnu lu ÁRIÐ 1844 fann prófessor Er- ik Pasch við Karolinu sjúkra- húsið í Stokkhólmi upp örygg. iseldspýtur, sem ullu á þess- um tíma gerbyltingu á sviði eldspýtnagerðar. Hinar gömlu fosfóreldspýtur voru mjög hættulegar í meðförum, og urðu oft slys af völdum þeirra, þess vegna tók fólk þessari uppgötvun fegins hendi. Pasch fór nú að framleiða þessar eld- spýtur sínar og voru þær brátt komnar í almenna notkun bæði í Svíþjóð og svo erlendis. En samt voru ýmsir vankantar á gerð þeirra, því að mönn- um tókst illa að fá fram loga á þeim, enda fór svo að lok- um, að þær hurfu alveg úr notkun. Seinna endurbætti landi Paschs þessa uppgötvun og eru það hinar hentugu og þægilegu eldspýtur, sem við getum ekki verið án í dag. Þessi maður hét J. E. Lund- ström og bjó í Jönköping. ~k Ótrúle t en iatt Kínverskur hirðmaður við hirð hins mikla keisara Yung Lo (1360—1424) var dæmdur til dauða fyrir að hafa móðg- að keisarann sjálfan með því að kalla hans hátign svikara. Meðan sent var eftir böðlinum á aftökustaðnum, skoruðu nokkrir áhorfenda á hirð- manninn að iðrast orða sinna og falla á kné fyrir hans há- tign og grátbiðja hann um náðun. En hirðmaður þessi hafnaði þessu boði og sagði: „Jafnvel eftir dauða minn mun ég halda áfram að kalla keis- arann svikara.“ Stóðst það á endum, að þegar höfuðið féll frá búknum, duttu tveir blóð- dropar á jörðina og mynduðu hin kínversku staftákn, sem þýddu svikari. Keisarinn horfði á þetta angistarfullur og sagði: „Hann átti síðasta orðið.“ Nokkru seinna flutti svo keisarinn höfuðborgina frá Nanking til Peking, og þar hef- ur höfuðborg Kínaveldis staðið ætíð síðan. ★ Hanawa Hokiichi, sem uppi var á síðari hluta 18. aldar, var einn hinna undursamleg- ustu fræðimanna í heimi fyrr og síðar. Hann var alla ævi blindur, en gat þó skrifað og kennt, og var hann frægur kennari og mikið sóttur og virtur. Minni hans var svo gott, að hann mundi innihald yfir 400 þúsund handrita, sem 'hann hafði safnað um ævina. Hann tók saman ritverk, sem var um sögu Japans, og taldi það 2820 bindi. Nota japanskir stúdentar það enn í dag sem handbók. ★ Pandolfo Nabonna frá Lusca á Ítalíu var mikill aðdáandi Napoleons, enda skírði hann börn sín fimm í 'höfuðið á hon- um. Þau hétu: Etrapanoup, Panoubetra, Noubetrapa, Be- noupatra og Oubetrapan, en öll þessi nöfn eru stafavíxlun á nafni Napoleons Bonaparte. ★ Ferskeytlan: Halda enn í horfi má hefjum Braga þætti Feðra tungan flýtur á ferskeytlunnar mætti. Árni Erasmusson. Baldvin Halldórsson hét á- gætur hagyrðingur norðlenzk- ur. Hann var eitt sinn við öl á Blönduósi og hrasaði og datt fyrir framan Sæmundsensbúð og kvað þá þar sem 'hann lá: Hált er á skötu háðungar hrakar hvötum sveinum. Á slorgötu Ósbúðar ek eg flötum beinum. Gísli Konráðsson, sagnfræð. ingur, þótti stundum vera nokkuð utan við sig. Eitt sinn sem oftar var Gísli í skreiðar- ferð suður eins og títt var á þeim tíma. Mætti Gísli þá manni nokkrum í nágrenni Sd bezti, óem e% ef rt BANDARÍSKUR ferSamaður fór einhverju sinni með enskri lest. Lestin var yfirfull og hvergi var sœti að fá. Bandaríkjamaðurinn gekk nú aftur í klefann og sér þá, að við hlið holdugrar konu er sœti laust, en í því liggur hundur einn heldur hold- ugur og loðinn. Maðurinn bað nú konuna að setja hundinn á gólfið, svo að hann gœti fengið sœti. — Látið hundinn í friði, hrópaði konan og vildi ekki láta hundinn á gólfið. Bandaríkjamaðurinn gekk nú lestina á enda, en fékk hvergi sœti. Hann sneri því aftur til konunnar og bað hana kurteislega um að láta hundinn niður á gólf. — Ég sagði y'ður að láta hundinn í friði, sagði konan. En Bandaríkjamaður- inn lét það ekki á sig fá, greip hundkvikindið, opn- aði gluggann og henti honum út. Þá þagnaði skyndi- lega allur kliður í klefanum og farþegarnir göptu af undrun. Gamall og tiginmannlegur Englendingur leit þá upp úr dagblaðinu og sagði við Bandaríkja- manninn: — Þið eruð dálítið furðulegir, Ameríku- menn. í fyrsta lagi borðið þið með gaffalinn í vit- lausri hendi. í ö'ðru lagi akið þið vitlausu megin á akbrautinni — og nú dœtt alveg yfir mig, ég held, að þér hafið hent rangri tík út um gluggann. Reykjavíkur. Var þá farið að hallast á hjá Gísla og kastaði hann fram stöku þessari: Þó að vitið víst þér hjá vera nóglegt kunni, báðum megin berðu ei á bagga af aðgæzlunni. Árið eftir hitti Gísli sama mann og segir: Fyrir seinast samin þín svörin meinahögu, skal ég reyna rýjan mín að raula eina bögu. ★ ræðu í lítilli kirkju og hrópaði út yfir söfnuðinn: „Kæru börn, hvert ykkar getur með sanni sagt, að það eigi enga óvini?“ Samstundis stóð hinn þrek- mikli Mac upp aftast í kirkj- unni og svaraði: ,,Það get ég.“ „Það hljómar dálítið undar- lega í eyrum,“ svaraði prestur- inn. „Ertu alveg viss um, að þú eigir engan óvin, Mac?“ „Já, það megið þér bóka, prestur sæll, því að ég er bú- inn að skjóta þá alla.“ Lygari þarf að hafa gott minni. Quintilian. Fegurð án yndisþokka er eins og öngull án beitu. Ninon de Lenclos. Yndisþokki er leiðin til þess að fá jákvætt svar án þess að spyrja nokkurs. Albert Camus. ★ Saga þessi gerðist á hinum gömlu góðu dögum í Texas, þegar siðmenningin var ekki enn komin þangað. Prestur nokkur var að halda þrumandi DDNNI Gerðu ávallt það, sem þú álítur réttast. Það mun vekja velþókn- un sumra, og undrun annarra. □E HEYRT

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.