Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Page 8

Fálkinn - 25.10.1961, Page 8
akuryrkjans, sem getur plægt beina rák eftir akrinum. Þegar ég var orðin heil heilsu, lögð- um við aftur af stað til að slást í för með Bernardo og Luciu. Á kvöldin lék ég á lútuna mína, og Petruchio kenndi mér gildi bylgjandi hljómskrúðs; hvern- ig ég ætti að vefa nýjan þráð inn í gam- alt lag til að gefa glaðværð eða drekka skál sorgarinnar í silfruðum moll. Ég minnist þess ávallt, sem Petruchio sagði við mig einn dag: „Carola, ég held, að þú sért óþolinmóð gagnvart þessum heimi, eins og ég var eitt sinn sjálfur. Þér finnst hann hjúpaður drungalegu rökkri og jafnvel of lengi í reykmettuðu herbergi. En á jörðinni er til hamingja, ef þú aðeins getur fundið hana. í þess- um heimi er mikið til af fegurð, sem Guð gaf mönnum þeim til endurnæring- ar; ef við tökum ekki á móti þeirri gjöf, er það ekki Guð, sem synjar okkur gleð- innar, heldur við sjálf, sem neitum okk- ur um hana. Við erum öll fædd sem erf- ingjar að litlu ríki, og viturlegra er að rækta þann akur, sem við eigum sjálf, en að öfunda nágranna okkar af víðari landareignum þeirra. Einu sinni hefði ég öfundað Bernardo af líkama hans, sem er styrkur eins og gamalt tré, en það var áður en ég hafði lært, að jafn- vel sá, sem fæðist dvergur, getur þjálf- að sig þannig, að hann gleymi lítilvægri prísund líkama síns.“ Ég sagði: „Ef til vill gætum við valið okkur eigin braut í lífinu, ef það væri ekki háð áhrifunum af lífi annarra Á forlagi Leifturs kemur út fyrir jólin bókin Carola, eftir Joan Grant í þýöingu Steinunnar S. Briem. Carola Di Ludovici liföi margbreytilegu og ævintýraríku lífi á Itáliu sextándu áldarinnar. Hún reyndi bœöi meölæti og mótlœti, sára örbyrgð og íburðarmikiö glœsilíf, hún feröaðist um í hópi farandleikara með vini sinum, dvergn- um Petruchio hinum vitra, hún leitaöi hælis í klaustri og flýöi þaöan nær dauöa en lífi, ofsótt fyrir trúvillu, hún giftist auðugum aðálsmanni, en varö ástfangin af guðsyni hans, hinum unga og frœkna Acestes ... Carola var skapmikil stúlka og frjáls í hugsun. Hún sá sýnir og fékk dulræna reynslu, sem aörir skildu ekki. Frá barnsáldri sá hún „hinn dýrlega“, og þegar hún 6x upp, tóku að vákna hjá henni endurminningar um fyrri jarðlíf, er hún ákallaði guðina sem egypzk prestynja „stúlkan meö lótusblómiö". Var Sekhet-a-ra, prestynja Ijóssins og Vœngjaður Faraó, endurborinn sem Carola Di Ludovici? Joan Grant ávann sér heimsfrœgö fyrir fyrstv, bók sína, VÆNGJAÐUR FARAÓ. Margvíslegar tilgátur hafa komiö fram varöandi „ævisögur“ hennar; eru þær raun- verulegar minningar höfundarins, „ósjálfráð skrift“ eða sögulegar skáldsögur? Hver lesandi getur trúað því, sem honum þykir líklegast, en svo mikið er vist, aö bækur Joan Grant eru lesnar á fjölmörgum málum um allan heim. — Meöfylgjandi mynd- ir eru af þýöanda bókarinnar, Steinunni Briem. FALKINN I FERÐAFÉLAGAR Ég hafði þekkt Petruchio þó nokkuð lengi, áður en ég uppgötvaði, að við hann gat ég rætt um margt, sem Bernardo og Lucia hefðu aldrei nennt að hlusta á. Ef til vill rann það svona seint upp fyr- ir mér, hvílíkt mikilmenni hann var, vegna þess að hann var svo lítill, að hann náði mér aðeins í öxl, þegar hann stóð við hlið mína — eða af því að ég lifði innanum fólk, sem ekki bjóst við vizku af vörum trúðar, og því heyrði ég hana ekki í rödd hans. Þegar við vorum á ferð um mýrlend- ið, veiktist ég af hitasótt, sem stafar frá þokuslæðunum yfir votlendinu. í suðr- inu hafði uppskeran verið léleg, og fólk- ið átti ekki mikla peninga til að gefa farandleikurum. Við vorum á leið til Toscana, þar sem vínuppskeran ræður ekki eins miklu um afkomu manna. Bernado og Lucia ákváðu að halda á- fram, en Petruchio sagðist myndu verða kyrr hjá mér. Ég hlýt að hafa verið fárveik fyrstu sólarhringana, sem við vorum ein saman. Nú var ekki lengur skýr markalína milli draumaveraldarinnar og þess heims, er líkami minn lifði í. Jafnvel meðan ég svaf, fékk ég engan frið; svo virtist sem púkar skugganna stæðu við hálmfletið, sem ég lá á, og gerðu gys að mér. En gegnum rökkurmóðu þessara óefnis- kenndu skapnaða heyrði ég rödd Petruc- hios, styrka og þýða, og hún færði mér ávallt huggun. Hendur hans, sem hjúkruðu mér, voru langar og fagurmótaðar, eins og þeim væri ljúft að handleika pensil listmál- arans. Og þegar mér fór að batna, fann ég ríkari hamingju í návist hans en nokkru sinni fyrr á ævinni. Ég var ekki lengur einmana og framandi; við vorum eins og tveir ferðalangar, sem hamingju- samir eru í félagsskap hvors annars og geta því ferðazt um land, þar sem tunga og siðir koma þeim ókunnuglega fyrir sjónir, án þess að láta hugfallast og finna þar fjandskap einan, því að ein- mitt sjálfur framandleikinn verður þeim nýtt áhugamál, sem þeir eiga saman. Ég sagði honum, hvernig ég gat stund- um flogið í draumum mínum, svifið um loftin eins og fugl eða hvílzt, eins og ég lægi og flyti á kyrru vatni; og hon- um þótti það ekkert undarlegra en ég segði honum, að ég hefði gengið um í skóginum daginn áður og safnað furu- kjörnum. Jafnvel sýnir mínar, er ég leit hinn dýrlega, urðu enn bjartari nú, síð- an ég gat rætt um þær við Petruchio, því að hann gaf mér dýpri skilning, bæði á sjálfri mér og leyndardómunum. Það var hann, sem sýndi mér fram á, að þetta, sem ég hafði upplifað, væri i raun og veru sönn reynsla og engin sér- eign mín, heldur sameign allra jarðar- búa, sem vildu hafa fyrir því að ávinna sér hana — draumminnið væri ekki fremur sérstök náð guðanna eða merki guðlegrar miskunnar en þjálfuð leikni

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.