Fálkinn - 25.10.1961, Side 10
0
gefinn maður, sæmilega menntaður,
skáldmæltur og orti á latínu sæmilega.
Hann er talinn valmenni um margt en
eigi mikill skörungur. Hann var ekki
mikill fésýslumaður. Honum tókst
margt vel í biskupsdómi og vann mennt-
um og bókmenntum talsvert gagn. Hann
rækti vel bókaútgáfuna á Hólum og
gaf þar út nokkrar guðsorðabækur.
Hann gaf út biblíuna 1728 og er það
þriðja útgáfa hennar á íslenzku.
Steinn biskup var kvæntur Valgerði
Jónsdóttur prests að Staðarhrauni,
Guðmundssonar. Þau áttu mörg börn
og eru frá þeim miklar ættir. Börn
þeirra komust mörg til manns og urðu
fyrirfólk. En heldur þótti kenna laus-
ungar í fari þeirra. Til dæmis átti Heiga
dóttir þeirra barn með Jóni stúdent
Marteinssyni, sem frægur er í sögnum
og Halldór Kiljan Laxness gerir ódauð-
legan í skáldverki sínu um Jón Hregg-
viðsson.
Á öllum öldum er ástin lík til ör-
laga í lífi ungs fólks. Þó er hún aldrei
eins. Svipbrigði hennar og áhrif eru svo
fjölbreytt og margslungin, að aldrei eru
tvö ástarævintýri ©ins. Vegna þess er
ástin sífellt viðfangsefni skálda og rit-
höfunda. En ástin á líka rík og mörg
minni í sögum og sögnum fólksins. í
íslenzkri sögu gætir þessa mjög. —
Frá öllum tímum eru til ástarsagnir og
af heimildum aldanna er hægt að ráða,
hvernig ástin hefur mótað líf einstakl-
inganna. Margar þessar sögur eru heill-
andi og bera glögg einkenni ástarsög-
unnar, eins og þau eru skírust. Á stund-
um eru þessar sagnir mótaðar af harmi
og sorg. Fyrr á öldum var samband
milli pilts og stúlku bundið þungum
viðjum kirkjunnar og kreddum verald-
legs valds. Af þeim sökum eru mörg
ástarævintýri frá fyrri tímum mótuð af
boðum og bönnum kirkju og kreddu ver-
aldlegra valdsmanna. En æskan skeytti
ekki þá fremur en nú um boð og bönn.
Hún fór sínu fram, og reyndi á allan
hátt að vera sem frjálsust. Ástin var
örlagavaldur, réði gjörðum og tilfinn-
ingum æskunnar. Máttur hennar var
voldugur og skóp örlög, sem ekki var
hægt að flýja.
íslenzka kirkjan reyndi snemma að
hafa áhrif á siðgæði fólksins, sérstak-
lega unga fólksins. Aferðir kirkjunnar
í siðferðislegum efnum voru margvís-
leg, og árangurinn eftir því. Á öllum
öldum reyndu hiskupar landsins að
halda siðferðinu í traustum skorðum,
sérstaklega í næsta nágrenni við sig. Á
hinum fjölmennu biskupsetrum lands-
ins, Hólum og Skálholti, var margt ungt
fólk, lífsþyrst og leitandi að ástarævin-
týrum og hamingju. Andlega valdið und-
ir forustu oddvita sinna leitaðist við að
hafa eftirlit með siðgæði æskunnar, og
setja takmörk og bönn. Sagan sýnir
alltof mörg dæmi um misheppnuð boð
og bönn. Lauslæti og ástalíf án banda
hins lögboðna siðferðis var furðu al-
gengt. Dæmi um þetta er hægt að finna
á báðum biskupsstólunum. Ungt fólk,
lífsglatt og leitandi, er lítið fyrir að láta
stranga siðameistara banna sér og bjóða.
Það fer sínu fram og fylgir þeim lög-
málum einum, sem eðli þess og heil-
brigð dómgreind býður, svo framarlega
sem því er sjálfrátt. Strangar kennisetn-
ingar og bönn siðferðispostulanna höfðu
oftast ill áhrif, og því verri, sem unga
fólkið bjó í meira fjölbýli. Hvergi á ís-
landi fékk unga fólkið fyrr á tímum eins
mörg tækifæri til að kynnast, velja og
hafna, eins og á hinum fjölmennu bisk-
upssetrum, Hólum og Skálholti. Af
heimildum er hægt að ráða mörg ævin-
týri um ástir ungra manna og kvenna.
Sum eru heiilandi af hamingju, löngu
og farsælu hjónabandi, gáfuðum og
dugmiklum börnum, sem miklar og
góðar ættir eru frá. En önnur eru mót-
uð af svipbrigðum harmleiksins, óham-
ingjunnar eða jafnvel stundargleðinni.
En svipbrigði sorgar og harms bera þau
mörg af ofurvaldi úrelts skipulags í sið-
ferðislegum efnum. Svo er vegur ástar-
innar og gróandin til framtíðarinnar
aðskilin kennisetningum og kreddum.
2.
Sumarið 1711 kom nýr biskup frá
Kaupmannahöfn til Hóla í Hjaltadal.
Hann hét Steinn Jónsson, sonur síra
Jóns skálds Þorgeirssonar á Hjalta-
bakka í Húnavatnssýslu og konu hans
Guðrúnar Steingrímsdóttur af hinni
frægu Steingrímsætt í Skagafirði.
Steinn biskup fór ekki til staðar og
stóls á Hólum um sumarið, heldur sat
hann á Setbergi í Eyrarsveit, þar sem
hann hafði verið prestur, áður en hann
vígðist biskup. Steinn biskup var vel
Elzti sonur Steins biskups og Val-
gerðar konu hans hét Jón. Hann er
fæddur 1696. Hann var hinn efnileg-
asti og bar snemma á miklum gáfum
hjá honum. Hann var settur til mennta
og varð stúdent og að prófi loknu heyr-
ari við Hólaskóla. Jón tók upp nafnið
Bergmann og dró það af nafni æsku-
heimilis síns Setbergi. Hefur það nafn
haldizt hjá afkomendum Steins bisk-
ups.
Svo virðist að nokkurrar lausungar
hafi gætt í ýmsum efnum á Hólum í tíð
Steins biskups Staðurinn var fjölmenn-
ur og þar var saman komið mikið af
ungu fólki, lífsglöðu og þyrstu í ævin-
týri. Tækifæri voru þar mörg til ýmiss >
konar skemmtana og leikja. Hinir gömlu
og stóru bæir biskupsstólanna áður fyrr,
voru ríkir af skotum, kimum og krók-
um, þar sem ungt fólk átti hægt með
að eiga leynilega ástarfundi í ranghöl-
um og göngum, án þess að mikið bæri
á. Á stundum urðu tækifærin til al-
gjörlega óviljandi. Unga fólkið hittist
af hendingu í dimmum gangi eða háif-
rökkvuðum ranghala. Var þá ekki nema
eðlilegt, að ástleitinn sveinn og lífsgiöð
stúlka væru fljót til að svala löngun
sinni í faðmlögum og kossum í skynd-
ingu, sem síðar meir leiddi til áfram-
haldandi funda, þar sem næði gafst til
lengri og nánari kynna og ástarleikja.
Margar ungar stúlkur falleruðust og
guldu jafnvel lífshamingju sína alla í
stundargleði lausakaupanna. Ungir
Jón Steinsson, biskupssonurinn á Hólum varð snemma
bráðgjör og efnilegur. Hann var lífsglaður og kaus
helzt að njóta lífsins í hópi glaðra félaga og í
faðmi ástþyrstra kvenna ...
ÍSLENZK FRÁSÖGN EFTIR JÓN GÍSLASON
10 FÁLKINN