Fálkinn - 25.10.1961, Síða 13
lokiS. Svona var bréfburður þá, en þetta
fór allt saman miklu betur, þegar bær-
inn stækkaði. Hver bréfberi hafði sitt
ákveðna svæði og hann varð að bera
út öll bréf í það sem til voru í það og
það skiptið. Ég var síðan bréfberi í 19
ár samfleytt, eða allt til þess, er ég fór
að starfa innanhúss á pósthúsinu árið
1944.“
„Gerðist aldrei neitt, markvert á þess-
um árum, eitthvað sem óvenjulegt er og
mönnum ekki kunnugt, eða lentuð þer
aldrei í neinum mannraunum eins og
landpóstarnir gömlu?“
„Ekki get ég nú sagt það, að vísu var
oft erfitt að bera út póstinn í kaldrana-
legu veðri. Það er si svona ekki neitt
skemmtilegt að hamast á móti óveðri
og kafaldsbyl með miklar byrðar, enda
þótt stutt sé á milli húsa. Annars var
starfið nokkuð auðvelt og fólkið tók
manni vel, þegar maður kom með bréf.
Það meira að segja hringdi stundum nið-
ur á pósthús, ef það átti von á bréfi.
Svona var eftirvænting mikil eftir
bréfi.“
„Var ekki mikið að gera um jólaleytið
yfirleitt?"
„Jú geysimikið oft og tíðum. Fyrst
var það nú þannig. að menn urðu að
bera allan þennan póst út aleinir, en
svo batnaði þetta allt. Við fengum að-
stoðarmenn um jólaleytið til þess að
hjálpa okkur með burðinn. Það hjálp-
aði okkur mikið, að póstmeistararnir
voru prýðismenn, hver öðrum betri og
skildu vel. hvað okkur hentaði bezt.
Það kom einkum fram í kjarabarátt-
unni.“
„Hvaða maður er yður nú minnis-
stæðastur frá þessum árum, þegar þér
störfuðuð við bréfburðinn?"
„Þorleifur Jónsson póstmeistari. Hann
signdi alltaf skápana á kvöldin áður en
hann fór.“
„Við höfum heyrt, að þér hafið ýmis
áhugamál fyrir utan starfið. Hver eru
þau meðal annars?“
„Ég safna ljóðabókum, eða öllu sem
heitir ljóð, hvort sem það eru sálmar
eða önnur ljóð. Ég á nú um tvö þúsund
eintök af ljóðabókum. Maður er að
þessu af því að maður hefur gaman af
því. Svo getur verið að hér sé verð-
mætum bjargað frá glötun. Þetta getur
orðið komandi kynslóðum til gagns,
einkum ef svona bækur lenda á söfnum,
þar sem allur almenningur getur náð
í þessar bækur.“
Þegar við höfum rætt um bækur og
bókasöfnun um stund, snúum við okk-
ur að öðrum sálmum. Við höfðum frétt
á skotspónum að Bjarni væri músik-
alskur mjög og léki á horn að fornum
sið.
„Þér leikið á hljóðfæri, Bjarni, eða
svo hefur okkur verið sagt?“
„Ég leik á tenórhorn bæði í lúðra-
sveitinni og í Hernum. Ég hef verið í
Hernum allt frá því að ég var barn.“
„Hvernig gengur svo lífið fyrir sig í
Hernum?“
„Þetta er allt mjög hversdagslegt.
Þetta er eins og í öðrum trúflokkum,
menn trúa á sinn Guð og dýrka hann
og tilbiðja. Svo er mikið um söng og
hljóðfæraslátt. Biblían er bókstafur
okkar, eftir henni breytum við í hví-
vetna. Herinn eða fullu nafniHjálpræðis-
herinn er byggður upp með eins konar
herskipulagi eins og kunnugt er. Æðsti
maðurinn er generalinn og svo koll af
kolli. Hinir æðstu menn starfa aðallega
við alls konar hjálparstarfsemi og gera
ekkert annað, en við óbreyttu höfum
venjulega önnur störf úti í bæ.“
Framhald á bls. 36.
Rætt við Bjarna Þóroddsson póstmann, sem verið hefur
liðsmaÓur í Hjálpræðishernum um langt skeið
ÞAÐ ER EITT-
HVAÐ k BAK
VIÐ ÞETTA ALLT