Fálkinn - 25.10.1961, Qupperneq 14
BÓNDINN stóð andspænis lækninum
við hvílu hinnar deyjandi konu, sem
hlustaði á tal þeirra hin rólegasta. Hún
átti að deyja og tók því vel. enda hafði
hún tvo um nírætt.
Geisla júlísólarinnar lagði inn um
gluggann og hinar opnu dyr og einnig
dauninn utan af ökrunum. Engisprett-
urnar sungu í sig hæsi.
Læknirinn tók til máls og sagði:
— Honore, þú mátt ekki yfirgefa
þína dauðvona móður. Dauðann getur
borið að, áður en minnst varir.
Bóndi svaraði vandræðalega:
— Ég verð að ná inn hveitinu, því
að það hefur legið úti lengi og nú er
veður til að hirða. Hvað segir þú um
það, móðir sæl?
Hin deyjandi kona, sem enn var hald-
in ágirnd Norður-Frakklands, kinkaði
kolli til samþykkis og hvatti þannig son
sinn til að hirða hveiti sitt meðan hún
sjálf yfirgæfi heiminn. En læknirinn
gerðist þá reiður, stappaði niður í fólf-
ið og sagði:
— Þú ert ómenni, heyrirðu það? Og
ég leyfi þetta ekki. Skilurðu? Og verð-
ir þú endilega að ná inn hveitinu í dag,
farðu þá til frú Rapet og fáðu hana til
að líta eftir henni móður þinni. Ég
krefst þess. En ef þú hlýðir ekki skaltu
ekki vænta minnar hjálpar þá einhvern
tíma þú kannt að veikjast.
Bóndi, sem var langur sláni og magur
og seinn til allra hluta, var sem milli
tveggja elda. Hann óttaðist lækninn,
en sparnaðarhugurinn var hins vegar
mikill. Eftir alllanga bið fær hann loks-
ins stamað:
— Hvað tekur frú Rapet mikið fyrir
að sitja yfir veiku fólki?
— Hvernig ætti ég að vita það?
hrópaði læknirinn. — Það er án efa
undir því komið, hversu lengi hennar
er þörf. Talaðu við hana, maður. En ég
vil, að hún sé hingað komin áður en
klukkustund er liðin, heyrirðu það?
Maðurinn tók ákvörðun sína.
— Ég skal ná í hana, svaraði hann.
— Verið ekki reiðir, læknir.
Hinn síðarnefndi fór þá burt, en sagði
um leið:
— Gættu þín, ungi maður, því að
ég er harður í horn að taka, þegar ég
reiðist.
Þegar þau voru tvö ein eftir, sneri
bóndi sér að móður sinni og mælti lág-
um rómi:
— Ég ætla að ná í frú Rapet eins
og læknirinn segir. Dey þú ekki á með-
‘an.
Síðan fór hann út.
Frú Rapet, sem var þvottakerling, sat
14 FÁLKINN
yfir látnu og deyjandi fólki þar í ná-
grenninu, en milli þess sem hún saum-
aði línklæði þessara viðskiptavina
sinna saumaði hún og bætti klæði
hinna, sem enn voru í tölu lifenda. Hún
var illgjörn, öfundsjúk og fégjörn, gekk
í keng og var líkast því sem hún væri
brotin í sundur um miðjuna. Hún tal-
aði ekki um annað en fólk, sem hún
hafði séð deyja og um þær mismunandi
myndir, sem dauðinn birtist í. Hún
hafði sömu ánægju af að tala um þetta
og veiðimaðurinn, sem segir frá afrek-
um sínum.
Þegar Honore Bontemps kom inn í
kofa hennar, var hún önnum kafin við
þvotta sína.
— Gott kvöld, frú Rapet, sagði hann.
— Þú lifir og blómstrar, sé ég.
Hún sneri sér við, leit á hann og
sagði:
— Mér líður ágætlega, þakka þér
fyrir. En hvað er frá þér að segja?
— Allt hið bezta, en móðir min er
hins vegar mikið veik.
— Móðir þín?
— Já, móðir mín.
— Hvað gengur að henni?
—- Ekki annað en það, að hún er að
hrökkva upp af.
Kerlingin þurrkaði blautar hendur
sínar og spurði með hluttekningarróm:
— Er það svona slæmt?
— Læknirinn heldur, að hún muni
ekki lifa til morguns.
— Þá hlýtur hún að vera mikið veik.
Nú kom hik á Honore. því að hann
vildi hafa formála nokkurn áður en
hann setti tillögur sínar fram. Hann
kom þó brátt að efninu því að hann
var seinn að hugsa sem og til annarra
hluta.
— Hvað tekur þú mikið fyrir að vera
hjá henni til hins síðasta? Þú veizt að
ég er ekki ríkur og hef ekki einu sinni
ráð á að hafa vinnukonu. Það er ein-
mitt þetta, sem komið hefur móður
minni á grafarbakkann, of mikil vinna
og þreyta. Hún vann á við tíu manns,
þrátt fyrir sinn háa aldur. Fólk er ekki
svona harðgert nú á dögum.
Frú Rapet svaraði alvarlega:
— Ég tek 40 sous á dag en þrjá
franka á nóttu fyrir þá ríku, en 20 sous
á dag og 40 á nóttu fyrir aðra. Þú borg-
ar þessa 20 og 40.
Bóndi varð hugsi því að hann þekkti ,
móður sína vel. Hann vissi hversu líf-
seig hún var og að hún lét sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. Hann vissi, að hún
gat haldið út í viku enn, hvað sem
læknirinn áleit, og sagði ákveðinn:
— Nei. ég vil heldur að þú takir ein-
hverja ákveðna upphæð fyrir þetta.
Læknirinn heldur, að hún eigi mjög
skammt eftir ólifað og sé svo, þá er
hagnaðurinn þinn. Hins vegar tekur þú
þá áhættu að hún lifi til morguns eða
lengur.
Kerling horfði undrandi á manninn,
því að aldrei hafði hún fengið slíkt til-
boð áður, en hik kom á hana, því að
hér var ef til vill auðunninn skilding
að fá. Samtímis kom þó tortryggni upp
í huga hennar og hún svaraði:
— Ég get ekkert um þetta sagt, fyrr
en ég hef séð hana móður þína.
— Komdu þá og líttu á 'hana.
Hún þvoði hendur sínar og fór með
honum. Þau töluðu ekkert saman á ieið-
inni. Hún trítlaði við hlið hans, en hann
stikaði stórum eins og hann væri að
stíga yfir læk við hvert fótmál. Kýrn-
ar lágu úti á túni og bauluðu letilega.