Fálkinn - 25.10.1961, Page 15
Þegar þau nálguðust húsið mælti
Honore Bontemps allt í einu:
— En ef allt er nú yfirstaðið.
Hreimurinn í rödd hans sýndi ljós-
lega ósk hans í þeim efnum.
En gamla konan var ekki dauð. Hún
lá á bakinu í sinni hrörlegu hvílu, en
út fyrir rúmstokkinn hékk kreppt og
kræklótt hönd hennar, sem vegna tæpr-
ar aldar strits líktist mest krabbaklóm.
Frú Rapet gekk upp að rúminu og
athugaði sjúkhnginn vandlega, tók á
púlsinum, sló lauslega á brjóst hennar,
hlustaði eftir andardrættinum og spurði
hana spurninga, svo að hún mætti heyra
rödd hennar. Því næst gekk hún út úr
herberginu, en Honore kom að vörmu
sporí og sagði:
— Jæja?
Kerling svaraði:
— Hún getur lifað í tvo daga og
kannski þrjá. Þú verður að greiða mér
sex franka auk alls.
— Sex franka! Sex franka! hrópaði
hann. — Ertu frá þér? Hún getur ekki
lifað nema í fimm til sex tíma og það
í hæsta lagi.
Þau þráttuðu um þetta nokkra stund
og var reiði á báða bóga, en að lokum
gekk hann þó að skilmálum hennar, því
að áliðið var dags og hveitið enn ekki
komið í hús.
— Jæja, við segjum það þá. Sex
frankar auk alls þar til líkið hefur
verið tekið.
— Það er ákveðið. Sex frankar.
Og hann skálmaði út á akur til hveit-
isins, en hún skundaði heim í þvotta-
húsið.
Hún tók handavinnu með sér, því að
hún vann viðstöðulaust er hún sat yfir
dánum og deyjandi. ýmist fyrir sjálfa
sig eða fólkið sem hún var hjá í það
og það skiptið og fékk aukaþóknun
fyrir.
Allt í einu spyr hún:
— Hefurðu tekið við sakramentinu,
frú Bontemps?
Gamla konan sagði „nei“ með höfð-
inu, en frú Rapet, sem var trúuð mjög,
spratt á fætur og mælti:
— Guð komi til! Er þetta mögulegt?
Ég fer strax og sæki prestinn.
Og hún flýtti sér svo mjög, að allir
þeir, sem til hennar sáu, þóttust sann-
færðir um, að slys hefði borið að hönd-
um.
Prestur kom óðara í rykkilíni sínu
og á undan hljóp kórdrengur, sem
hringdi bjöllu, til þess að tilkynna komu
hins heilaga manns. Nokkrir menn sem
voru að vinna skammt frá, tóku ofan
sína barðastóru hatta, og voru hljóðir
þar til prestur var kominn úr augsýn,
en konurnar signdu sig. Hænuungarnir
forðuðu sér skelkaðir inn í kofa sinn,
en foli einn, sem tjóðraður var í húsa-
garðinum. hljóp í svo stórum hring sem
tjóðurbandið leyfði og jós mikillega.
Prestur var í fullum skrúða og hafði
yfir bænir í hálfum hljóðum, en frú
Rapet rölti á eftir í keng og með kross-
lagðar hendur á brjósti.
Honore sá til ferða þeirra og spurði:
— Hvert skyldi presturinn vera að
fara?
En samverkamaður hans, sem var
öllu skarpari, sagði:
— Hann er sjálfsagt á leið til móður
þinnar.
Bóndi varð ekki undrandi yfir þessu
og sagði:
— Það er mjög líklegt, en hélt svo
áfram með vinnu sína.
Gamla frú Bontemps viðurkenndi
syndir sínar, fékk syndafyrirgefningu,
en því næst hélt prestur heimleiðis. Frú
Rapet gerðist nú hýr á brún. því að hún
þóttist sjá, að endirinn nálgaðist óðum.
Degi var tekið að halla, en kvöld-
andvarinn feykti til gluggatjöldunum,
sem eitt sinn höfðu verið hvít, en voru
nú svört af flugnaskít, og virtist sem
vildu þau fljúga burt með í samfylgd
með sál hinnar öldruðu konu.
Hún lá hreyfingarlaus með galopin
augu og beið dauðans. sem var svo ná-
lægur, en sem fór sér samt að engu
óðslega. Hans gat ekki verið langt að
bíða og sæi þá heimur af henni en ekki
eftir. Nokkru fyrir náttmál kom Hon-
ore heim og spurði kæruleysislega eftir
líðan móður sinnar. Hann leyfði þá frú
Rapet að fara heim, en sagði:
— Þú kemur hingað klukkan fimm
í fyrramálið, stundvíslega.
— Klukkan fimm, svaraði hún.
Hún kom í dögun og sat þá Honore
að morgunverði.
— Jæja, er móðir þín dauð? spurði
kerling.
— Nei, hún er þvert á móti mun
betri, svaraði hann og var ekki með
öllu laust við illgirni í röddinni. Síðan
hélt hann út til vinnu sinnar.
Frú Rapet fann til óttakenndar og
gekk upp að rúmi sjúklingsins, en þar
var enga breytingu að sjá. Útlit frú
Bontemps var lítið breytt frá deginum
áður og sízt til hins verra. Frú Rapet
sá, að þessu gat hún haldið áfram í 2, 4
og jafnvel 8 daga. Hún fylltist óstjórn-
legri reiði í garð þess manns, Honore,
sem hafði prettað hana svo mjög og í
garð hinnar deyjandi konu, sem ekki
vildi deyja.
Hún tók upp prjóna sína og fór að
vinna en hafði samt ekki augun af
hinni hrukkóttu ásjónu frú Bontemps.
Nokkru seinna kom Honore heim og var
í heldur kátu skapi, enda gekk hirðing
hveitisins með bezta móti.
Frú Rapet var nú næstum frávita af
reiði og fannst hver mínúta eilífð.
Aldrei hafði hún verið rænd svona
óheyrilega fyrr, aldrei fyrr leikin svo
grátt. Hún fann til æðisgenginnar löng-
unar til þess að kyrkja þennan asna,
Frh. á bls. 32
Bóndi þekkti móður sína vel. Hann vissi hversu
lífseig hún var og hún lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Hann vissi, að hún gat halcfið
út í viku enn, hvað sem læknirinn segði...
SMÁSAGA EFTIR GUY DE MAUPASSANT
FÁLKINN 15