Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Síða 18

Fálkinn - 25.10.1961, Síða 18
— Viljið þér ekki kaupa eitthvað af mér í dag? spurði fomgripasalinn og sýndi mér sjaldgæfan rýting. — Nei, ég á alveg nóg af þessum sjaldgæfu vopnum í safni mínu, svar- aði ég. — En mig vantar einhvern smá- hlut til þess að liggja ofan á lausum blöðum á skrifborðinu mínu. Ég get ekki þolað að horfa á þessar blaða- pressur úr bronsi, sem allir nota og alls staðar fást. Forngripasalinn sýndi mér nú hitt og þetta. Ég var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti heldur að taka, upp- hleyptan dreka úr postulíni eða mexí- kanska guðamynd, þegar ég kom allt í einu auga á fallegan fót sem ég í fyrstu hélt vera brot úr einhverri gam- alli Venusarlíkneskju. — Ég tek þennan fót, sagði ég. Fornsalinn rétti mér gripinn, sem ég benti á, svo að ég gæti athugað hann betur. Mig furðaði á því hve fóturinn var léttur, þegar ég tók við honum. Hann var þá ekki úr bronzi, eins og hann leit út fyrir að vera heldur úr hörundi og holdi. — balsemeraður fót- ur af múmíu. Tærnar voru grannar og fallegar. Neglurnar voru hreinar og gagnsæjar sem agatsteinar. Stóra táin aðskildi sig frá hinum tánum og skar sig úr að sið þeirra tima þannig, að hún eins og lyfti fætinum til dúnmjúks flugs. Hinar fáu og daufu rákir í ilinni báru vott um það, að þessi fótur hefði aldrei stigið á annað en fíngerðustu ábreiður úr sef- inu við Níl og hina mýkstu loðdýra- feldi. — Ha, ha! hló gamli fornsalinn, og það var eitthvað annarlegt og ógeð- fellt við þennan hlátur. Þér viljið fá fótinn af Hermonthíu prinsessu, ha, ha, ha! . . . Fyrir pappírspressu! Það er frumlegt tiltæki. Svona eru þessir lista- menn, Farao gamli hefði sennilega orð- ið hissa. ef einhver hefði sagt honum, að fóturinn af hans heitt elskuðu dótt- ur yrði notaður fyrir bréfapressu á skrifborði, og þess því heldur, sem hann lét hola innan heilt fjall úr granít til að varðveita hina skrautlegu líkkistu hennar, sem þakin var letrinu helga og málverkum af dómi Sálnanna. Síðustu setningarnar sagði hann í hálfum hljóð- um, eins og hann væri að tala við sjálf- an sig. — Hvað viljið þér fá mikið fyrir þetta múmíubrot? spurði ég. — Ó, hæsta verð sem býðst, því að svona gripir koma ekki á hverjum degi. — Satt er það, en nefnið verðið. Ég skal strax taka fram, að ég á ekki nema fimm gullpeninga handbæra, svo að dýrara get ég ekki keypt. — Fimm gullpeninga fyrir fótinn af Hermonthíu prinsessu! Það er ekki mikið verð, því að fóturinn er ekta. Jæja, takið hann samt fyrir það, og ég skal gefa yður umbúðirnar í kaupbæti. Hann tók við peningum mínum og vafði fótinn inn í damaskpjötlu, sem eftir útliti að dæma gat verið allt að því eins gömul. — Að nota fót prinsessunnar fyrir blaðapressu, tautaði karlinn. Farao gamli mun láta sér fátt um finnast. Hann elskaði dóttur sína, sá ágæti maður. — Þér talið um Farao, eins og hann væri samtímamaður yðar, en þó að þér lítið út fyrir að vera eldri en nokkur mennskur maður, þá komizt þér nú samt ekki alla leið aftur í forneskju Faraóanna, sagði ég hlæjandi og sneri mér við í dyrunum um leið og ég fór út. Ég var ánægður með þessi kaup, sem ég hafði gert. Þegar ég kom heim lét ég múmíufótinn ofan á nokkur laus blöð, sem voru útpáruð af hálfortum ljóðum. Síðan gekk ég aftur út á götur borgarinnar, mikillátur og hnarreistur, eins og sá sem hefur rétt til að vera það, sem hefur það fram yfir alla, sem hann mætir, að eiga hluta af Hermon- thíu prinsessu, dóttur Faraós. En þegar ég hafði gengið nokkra stund þannig og sólað mig í háum hug- myndum um sjálfan mig, mætti ég kunningjum mínum, sem buðu mér inn á veitingahús. Við sátum þar langt fram á kvöld, yfir rjúkandi réttum og freyðandi kampavínsglösum. Þó slitum við að lokum gleðskapnum og ég hélt heimleiðis. Loftið í herberginu minu var heitt og þrungið undarlegum ilmi, sem stafaði af múmíufætinum. Nú, en ég var fyrst og fremst syfj- aður. Það leið því ekki á löngu áður en ég var steinsofnaður og í nokkrar klukkustundir vissi ég hvorki í þennan heim né annan. En svo vaknaði ég til lífsins aftur, það er að segja ég sá og skynjaði það, sem fram fór í herberginu mínu. Ég hefði svarið fyrir að ég væri glaðvak- andi, ef ég hefði ekki haft það ein- hvern veginn á tilfinningunni, eða undirmeðvitundinni, að ég svæfi og eitt- hvað harla undarlegt væri á seyði. Myrru-ilmurinn var nú sterkari en áð- ur. Ég fann dálítið til höfuðverkjar, en ég kenndi kvöldgleðskapnum um, þegar við kunningjarnir drukkum skál guðanna. hamingjunnar og framtíðar- innar — í kampavíni. Ég leit nú í kringum mig í herberg- inu, og bjóst við einhverju óvenjulegu, en til þess virtist engin ástæða, því að hver hlutur var á sínum stað og allt með kyrrum kjörum. Þetta var þó ekki nema örfá augnablik. Þá var þögnin rofin með léttum höggum. Mér varð litið á skrifborðið mitt, þar sem ég hafði látið fótinn af Hermonthíu prinsessu. í staðinn fyrir að liggja kyrr, eins og maður hafði fulla ástæðu til að ætlast til af þeim fæti sem hafði verið smurður fyrir 3000 árum, þá hoppaði hann nú til og frá eins og froskur. Svo sá ég allt í einu, að fellingarnar á rúmtjaldinu mínu hreyfðust og sam- tímis heyrði ég haltrandi fótatak á gólf- inu, rétt eins og þegar einhver hoppar á öðrum fætinum. Ég skal fúslega við- urkenna það, að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Nú kom ég líka auga á orsök fótataksins. Það var ung stúlka með kaffibrúnan hörunds- lit, ennið hátt, merki hinnar fullkomnu, egypzku fegurðar til forna, augu henn- ar voru eins og möndlur í laginu og dálítið skásett Augabrúnir hennar voru svo hrafnsvartar að það sló á þær blá- um blæ. Nefið var fagurlega meitlað og næstum því grískt í línunum. Hand- leggir hennar, sem voru grannir og fín- gerðir, líkt og venja er til á barnungum stúlkum, voru hlaðnir málmböndum og glerskrauti. Hárið var snúið í smáflétt- ur og á brjóstinu bar hún líkneskju úr grænum leir. Líkneskjan hélt á svipu með sjö ólum sem sýndi að hún átti að tákna gyðjuna Isis. Um enni sér hafði stúlkan spöng úr gulli og kinnar hennar voru lítils háttar farðaðar. Og hvað búning hennar snerti var hann í hæsta máta einkennilegur. Það voru umbúðir utan af múmíu, flekk- óttar af rauðum og svörtum táknum letursins helga — og storknaðar í as- falti. Skyndilega hljómaði hin dimma rödd fornsalans fyrir eyrum mér: — Farao mun láta sér fátt um finn- ast. Hann elskaði dóttur sína, sá ágæti maður. Og það var sízt til þess fallið að gera mig rólegri, þegar ég sá, að þessi stúlka var einfætt. Annar fóturinn var af um öklaliðinn. Hún gekk að borðinu, þar sem fót- Það leið ekki á löngu áður en ég var steinsofnaður, og í nokkrar klukkustundir vissi ég hvorki í þennan heim né annan 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.