Fálkinn - 25.10.1961, Side 22
FRAMHALDSSAGA EFTIR MARK TWAIN
NJÖSNARINN
Þetta er sagan eins og majórinn sagði mér hana, eins ná-
kvæmlega og ég get framast munað:
Veturinn 1862—63 var ég yfirmaður Trumbullvirkisins í
New London í Connecticut. Máske var líf okkar þar ekki jafn
viðburðaríkt og á „vígstöðvunum“, en þó nógu viðburða-
rikt á sinn hátt, — heilinn í manni þornaði ekki upp vegna
skorts á viðfangsefnum. í fyrsta lagi var andrúmsloft allra
Norðurríkjanna um þetta leyti þrunginn dularfullum orð-
rómi í þá átt, að óvinanjósnarar væru hvarvetna á stjái, 1
þann veginn að sprengja upp vígi okkar Norðanmanna,
brenna hótelin, lauma pestarfatnaði inn í borgirnar og fleira
í líkum dúr. Þú mannst eftir því. Allt þetta varð til þess
að halda okkur vakandi og draga úr leiðindum setuliðstil-
verunnar. Auk þess var aðsetur okkar nýliðastöð, svo við
höfðum ekki tíma til að sofa á verðinum. Já, þrátt fyrir alla
okkar árvekni, hurfu fimmtíu prósent af nýliðum dagsins
út í buskann næstu nótt. Málinn var svo ríflegur, að nýliði
gat borgað varðmanni þrjú, fjögur hundruð dollara fyrir
að láta hann sleppa, og samt átt nóg eftir til að teljast sterk-
efnaður á mælikvarða fátækra manna. Já, eins og ég sagði
áðan, líf okkar var ekki tekið út með sitjandi sældinni.
Jæja, dag einn, þegar ég var aleinn í vistarveru minni og
skrifaði bréf, kemur inn unglingur, fölur og tötralegur, um
fjórtán, fimmtán ára, hneigir sig kurteislega og segir:
„Mér skilst, að hér sé tekið við nýliðum?“
„Já.“
„Viljið þér gjöra svo vel að, skrá mig?“
„Svei mér þá, nei! Þú ert allt of ungur, drengur minn, og
of lítill.“
Vonbrigðasvipur kom á hann, og varð brátt að örvæntingar-
svip. Hann sneri sér hægt við, eins og hann ætlaði að fara,
hikaði svo, sneri sér að mér og sagði í tón, sem gekk mér
til hjarta:
„Eg á hvergi heima og á engan að í veröldinni. Ef þér gœt-
uð tekið mig!“
En auðvitað kom slíkt ekki til mála, og ég sagði það, eins
mildilega og mér var unnt. Svo sagði ég honum að setjast
við ofninn og hlýja sér, og bætti við:
„Þú færð bráðum eitthvað að borða. Þú ert náttúrlega
hungraður?“
Hann svaraði ekki, og þurfti þess ekki, þakklætið, sem
skein úr stórum bláum augum hans, sagði meira en nokkur
orð. Hann settist við ofninn, og ég hélt áfram að skrifa.
Öðru hvoru leit ég til hans í laumi. Ég tók eftir, að þó föt
hans og skór væri óhreint og illa útleikið, var það upphaf-
lega af vandaðri gerð. Þegar þar við bættist, að röddin var
lág og þýð, augun djúp og þunglyndisleg, framkoman öll
kurteisleg, var bersýnilegt, að aumingja pilturinn var í vanda.
Ég fékk áhuga á honum.
En svo varð ég niðursokkinn í verk mitt og steingleymdi
drengnum. Ég veit ekki hve lengi það var, en svo varð mér
lilið upp. Drengurinn sneri baki að mér, en andlitið sneri
þannig, að ég sá annan vanga hans — og niður vangann runnu
hljóð tár í stríðum straumum.
„Guð sé oss næstur,“ sagði ég við sjálfan mig, „ég gleymdi
því, að ræfillinn var banhungraður.“ Svo vildi ég bæta upp
ókurteisi mína og sagði: „Komdu, drengur minn; þú skalt
borða með mér; ég er einn í dag.“
Hann leit aftur á mig þessum þakklátu augum, og það
biíti yfir svip hans. Við borðið stóð hann með hendurnar
22 FÁLKINN
á stólbakinu, þar til ég var setztur, þá settist hann sjálfur.
Ég tók upp hníf og gaffal og — nú, ég hélt bara á þeim
grafkyrr, því drengurinn hafði lotið höfði og las bæn í hljóði.
Þúsund ljúfar minningar frá æskuheimili mínu settust að
mér, og ég andvarpaði við tilhugsunina um það, hversu fjar-
læg trúin var orðin mér, og líkn hennar fyrir sorgmædd-
ar sálir.
Á meðan við borðuðum, tók ég eftir því, að Robert Wick-
low, en svo hét drengurinn, kunni borðsiði, og mér varð ljóst
af ýmsu, að hann var vel upp alinn. Hann var auk þess
hreinskilinn, og mér geðjaðist æ betur að honum. Við töl-
uðum saman, aðallega um hann sjálfan, og mér veittist létt
að veiða alla söguna upp úr honum. Þegar hann sagði, að
hann væri fæddur og uppalinn í Louisiana, hlýnaði mér enn
til hans, því þar hafði ég dvalið lengi. Ég þekkti öll „strand“-
héruð Mississippi og þótti vænt um þau. Það eitt, að heyra
hann nefna hin gamalkunnu nöfn, gladdi mig og ég fékk
hann til að nefna æ fleiri. Það var næstum eins og að vera
kominn þangað aftur, svo lifandi voru minningarnar, sem
þessi staðanöfn kölluððu fram í huga minn. í stuttu máli
var saga Wicklows litla á þessa leið:
Þegar borgarastyrjöldin hófst, átti hann heima í Baton
Rougé ásamt föður sínum og örkumla frænku, á stórum og
ágætum búgarði, sem verið hafði í eigu ættarinnar í fimm-
tíu ár. Faðir hans var sambandsmaður, og var því ofsóttur
á alla lund, en hann hvikaði ekki frá sannfæringu sinni.
Að lokum brenndu grímuklæddir menn búgarðinn til ösku,
en fjölskyldan varð að flýja til að forða lífinu. Þau voru
elt stað úr stað og kynntust fátækt, hungri og örvæntingu
til fullnustu. Örkumla frænkan fékk hvíldina, hún þoldi ekki
lengi þessar hörmungar. Hún dó úti á víðavangi, eins og
förukona, regnið lamdi hana og eldingar leiftruðu á himni.
Ekki löngu seinna var faðirinn handtekinn af vopnuðum
bófum, og meðan drengurinn bað þá grátandi um miskunn,
var faðir hans festur upp fyrir augum honum. (Þegar hér
var komið, leiftruðu augu drengsins, og hann sagði, eins og
hann talaði við sjálfan sig: „Ef ég kemst ekki i herinn,
alveg sama — ég skal finna leið — ég skal finna leið.“)
Jafnskjótt og faðirinn var dauður, var drengnum sagt, að
ef hann hypjaði sig ekki úr héraðinu innan tuttugu og fjögra
tíma, skyldi hann fá að kenna á því. Um kvöldið læddist
hann niður að fljótinu og faldi sig við lendingarstað. Brátt
stanzaði Duncan Kenner þar, og hann synti út að skipinu
og faldi sig i léttibátnum, sem það hafði í togi. Áður en
dagur rann, kom skipið að öðrum lendingarstað, og hann
læddist í land og gekk þriggja mílna leið til New Orleans,
þar sem föðurbróðir hans átti heima, og þar með lauk hörm-
ungum hans í bili. En frændi hans var einnig sambandsmað-
ur, og áður en langt leið, sá hann þann kost vænstan, að
yfirgefa Suðurríkin. Svo hann og Wicklow tóku sér far með
seglskipi og komust til New York. Drengurinn naut lífsins
í fyrstu, arkaði um Broadway og virti fyrir sér hið nýstár-
lega Norðurríkjaumhverfi. En brátt tók að síga á ógæfuhlið
aftur; frændinn varð önugur og geðillur; talaði um peninga-
útlát, án þess nokkuð kæmi inn í staðinn — „ekki einu sinni
nóg fyrir einn, hvað þá tvo. Svo, morgun einn var hann
með öllu horfinn. Drengurinn spurðist fyrir í skrifstofu gisti-
hússins, og var sagt að frændinn hefði borgað reikninginn,
alxað sín skinn og væri farinn — til Boston héldu þeir, en
voru ekki vissir.