Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Page 25

Fálkinn - 25.10.1961, Page 25
Seinlegar en góðar ábætiskökur Litlar aprikósutertur. 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 100 g smjörlíki 80 g sykur 1 eggjarauða %—1 msk mjólk 100 g flórsykur 1 msk brætt smjör Rommdropar Aprikósur Möndlur Hveiti og lyftidufti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við. Sykri blandað í. Vætt í með eggjarauðunni og örlítilli mjólk. Deigið hnoðað. Flatt út, stungnar út kringlóttar kökur, sem bakaðar eru Ijósbrúnar við 225°. Kökurnar lagðar saman 3 og 3 • með aprikósumauki eða eplamauki og þakt- ar með f lórsykursbráð: Flórsykur hrærður með bræddu smjöri og rommi eða rommdropum. Hálf niðursoðin aprikósa eða útbleytt þurrkuð sett á hverja köku. Skreytt með möndlum eða brytjuðu súkkulaði. Kökur þessar er ljúffengt að leggja saman með sítrónukremi og hylja með sítrónubráð. Appelsínusmákökur. 250 g hveiti 250 g smjörlíki 75 g malaðar möndlur 125 g sykur Appelsínubráð: 200 g flórsykur 3 msk appelsínusafi Saxaðar möndlur Möndlurnar afhýddar og malaðar. Smjörlíkið mulið í hveitið, sykri og möndlum blandað saman við. Hnoðað, geymt á köldum stað. Flatt út, skorið með kleinujárni í nál. IV2 cm breiðar og 6 cm langar lengjur, sem bakaðar eru við 225° í 5—6 mín. Kældar og appelsínubráð smurt á þær, söxuðum möndlum stráð yfir áður en bráðin storknar. Paradísarkransar. 300 g hveiti 200 g smjörlíki 2 eggjarauður 100 g sykur Kornin úr vanillustöng Venjulegt hnoðað deig, sem spraut- að er í lengjur (í hakkavél t.d.). Mót- aðir kransar, sem velt er upp úr eggja- hvítu og gróft söxuðum möndlum. — Bakað við 225° í 8—10 mínútur, þar til þeir eru gulbrúnir. Efst: Parad ísark ransar. I miðju: Kóngahorn. Neðst: Appelsínusmákökur Á síðunni hér á móti: Að ofan: Slöngukaka. Að neðan: Litlar aprí- kósutertur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.