Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Page 28

Fálkinn - 25.10.1961, Page 28
Litla sagan SKAKKI HÆLLINN Fljótir nú! — Þarna er hann, hvíslaði Greiber. ' — HVERS VEGNA gerir lögreglan ekkert —þið látið stórglæpamann ræna og rupla af okkur gestunum dag eftir dag... Æsti gesturinn við ármannsborðið hvessti augun á lögreglumanninn og haltraði svo burt að lyftunni. Lögreglu- maðurinn sagði ekkert. Hann vildi ekki fara að deila við gestina. En 'hann fann að það var farið að ólga í þeim. Prúðbúinn maður kom nú innan úr ársalnum til lögreglumannsins og sagði: — Þetta var ekki annað en smávegis reiði-roka hjá Marini verkfræðingi, herra fulltrúi. Maður tekur ekkert mark á því. . . — Ef til vill ekki, sagði fulltrúinn. — En það skaðar ekki að hafa gát á honum svo lítið beri á .. . Forstjórinn í Hotel Adlon í Berlín var áhyggjufullur. Á aðeins einni viku í maí 1926 hafði skartgripum, peningum og verðmætum fyrir nær 100.000 mörk verið stolið frá gestunum. Á hverjum degi var kært yfir nýjum þjófnaði. Og enginn, sem stolið var frá, hafði hug- mynd um hvernig þjófnaðux-inn hafði verið framinn. Þetta var að verða hneyksli, álit gistihússins var í voða og lögreglan virtist ekki geta við neilt ráðið. En það er ekki alltaf sem starf lög- reglunnar sést á yfirborðinu. Það fer fram í kyrrþey. Það skal þolinmæði til að ráða glæpagátur, en einn góðan veð- urdag, þegar allir þræðir hafa verið tengdir saman, getur lögreglan hafizt handa. Greiber lögreglufulltrúi stýrði eftirgrennslan þessa hótelþjófnaðar- máls, en kaus að láta sem minnst á sér bera. Hann vildi fá að athuga suma gestina í ró og næði. Til þessa hafði verið stolið frá sjö gestum, mismunandi miklu verðmæti. Greiber taldi sig hafa ástæðu til að halda, að þjófurinn gæti ofurvel verið einn þeirra, sem stolið hafði verið frá. Hann athugaði þessa sjö vandlega og eft- ir nokkra daga þóttist hann ekki þurfa að gruna fjóra þeirra. Og nú beindi hann smásjá sinni að hinum þremur. Ekki sízt þessum ofsagrama Marini verk- fræðingi. Frá honum hafði verið stolið vindlingahylki úr gulli og með brilli- öntum og nokkur þúsund mörkum. Marini var miðaldra og virtist efnaður maður. Hann var stinghaltur á vinstra fæti. Greiber fulltrúi varð þess vísari, að Marini hafði sagt upp herbergi sínu, og taldi rétt að athuga athafnir verk- fræðingsins um það bil sem hann flytti burt. Þegar Marini skilaði lyklinum og þakkaði ármanninum fyrir þægilegheit- in, tók hann ekki eftir að tveir menn skammt frá gáfu 'honum nánar gætur. Þegar hann haltraði út úr dyrunum eltu þessir tveir hann, svo lítið bar á. Greiber og aðstoðaimaður hans, sem eltu Marini, gátu ekki séð neitt grun- samlegt við tiltektir hans. Hann fór inn í ýmsar verzlanir, fékk sér miðdegis- verð á matstað einum og hagaði sér eins og fólk er flest. Um kvöldið leigði 'hann sér bíl í eitt úthverfi borgarinnar, sem ekki var mikið kunnugt. En það þurfti ekki að vera neitt grunsamlegt. Hann hvarf inn í port og lögreglumennirnir afréðu að bíða fyrir utan. En Marini dvaldist lengi. Margir gengu út og inn um þetta port. Greiber fór að velta fyrir sér hvað hann ætti að gera, þegar gráhærður öldungur með yfir- skegg og gleraugu kom út á götuna. Eftir að hafa horft á hann um stund, hnippti hann í félaga sinn. — Fljótir nú — þarna er hann, 'hvísl- aði Greiber. Þeir hlupu báðir eftir gamla mannin- Frh. á bls. 37. 28 F'ÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.