Fálkinn - 25.10.1961, Qupperneq 32
hann, aS hann greip til þess ráðs að
stytta sér aldur. Hin 4. febrúar 1719
tók hann eitur og andaðist skömmu
siðar. Sagt er, að hann hafi séð sig um
hönd, þegar hann var búin að taka inn
éitrið og beðið að færa sér nýmjólk
úr þrílitri kú, sem var í fjósinu á
Hólum, það var gömul trú, að mjólk úr
slíkum kúm hefði mótverkandi áhrif
á eitur, Jón fékk að vísu nýmjólk að
drekka, en það hjálpaði ekki. Eitrið
hafði gripið hann heljartökum.
Sú saga fékk fætur, að móðir Jóns
hefði komið í veg fyrir það, að hann
fengi nýmjólkina úr þrílitu kúnni. Átti
hún að hafa tafið fyrir við að sækja
mjólkina og jafnvel skipt um mjólk.
Svo brunnu henni í munni hin grimmu
Örlög er sonur hennar hafði hlotið af
völdum ástargyðjunnar.
Jón Bergmann var aðeins 23 ára er
hann lézt, en saddur lífdaga. Hann var
öllum harmdauði og hefur hann löng-
um verið minnisstæður í sögum og
sögnum sakir hinna miklu hæfileika
og framúrskarandi gáfna. Saga hans
er harmsaga — harmsaga ástarinnar.
(Heimildir: Blanda, Árbækur Espó-
líns, Biskupasögur, Æfikjör og aldar-
far, íslenzkir Hafnarstúdentar, Sýslu-
mannaævir, Saga íslendinga o. fl.)
I dagsins önn
Frh. af bls. 27
unum, en þar verður haldin útihátíð
áður en gengið verður niður í sjálf
göngin. Ræður verða margar haldnar,
og einnig verður minnzt þeirra sem
látið hafa lífið við að komast yfir göt-
una allt frá upphafi. Því næst verður
gengið niður í göngin, og munu vænt-
anlega forsetahjónin ganga fyrst allra
niður og klippa sundur silkiborða, sem
strengdur verður þvert yfir niðurgang-
inn. Ganga hjónin síðan áfram og inn
á sitt hvert salernið til að vígja þar
hin nýju tæki. Á meðan verður tveggja
mínútna þögn til að minnast hinna yfir-
keyrðu.
Að því loknu ganga forsetahjónin
áfram gegnum göngin svo og öll hin
stórmennin, en þar á eftir fær almúginn
að skoða mannvirkið. Um kvöldið verð-
ur. svo dansað í göngunum, en fyrir
stórmennin verður kvöldverðarboð í
Sjálfstæðishúsinu. Þar verða haldnar
nokkrar ræður og verður ræða sam-
göngumálaráðherra aðalræða kvöldsins.
Dagskrá útvarpsins verður helguð vígslu-
afhöfninni þennan dag, og mun út-
varpsstjóri væntanlega sjálfur sjá um
þann lið.
. Ekki er að efa, að Hlíðabúar munu
kunna að meta þetta djarfa framtak
yfirvaldanna og víst er um það, að
áðurnefndur bæjarstarfsmaður verður
nú að finna sér einhverja aðra afsökun
fyrir óstundvísi sinni.
Dagur Anns.
Brúðuföt
Framh. af bls. 26.
prjón, síðan 6 umf. sléttprjón, að 4
fyrstu og síðustu 1. undanskildum, sem
eru prj. með garðaprjóni. Prjónið nú
18 1. sl., fellið 4 1. af, prjónið sl. þar til
22 1. eru eftir, fellið af 4 1., prjónið sl.
út umf. Geymist.
Ermar: Fitjið upp 24 1. með bláu og
prjónið 8 umf. perluprjón, prjónið því
næst mynztur eins og á kjólnum, aukið
út jafnt svo 30 1. séu á. Þegar ermin
er 5 cm eru felldar af 2 1. í byrjun
næstu 2 um. Geymt. Hin ermin prjón-
uð eins.
Nú er allt sett á einn prjón, og
mynztrið prjónað á öllum lykkjum
(ekki brúnirnar að framan). Prjónið
næstu umf. á réttunni þannig: Prjónið
þar til 2 1. eru eftir á hægra boðang,
prjónið 2 1. sl. saman, prjónið næstu
1. sl., prjónið því næst 2 1. snúnar sl.
saman, prjónið þar til 3 1. eru eftir á
hægri ermi, prjónið 2 1. sl. saman,
prjónið næstu 1. ,sl., prjónið 2 1. snúnar
sl. saman, prjónið þar til 2 1. eru eftir
á bakinu, prjónið þá 2 1. sl. saman,
prjónið næstu 1. sl.. prjónið 2 1. snúnar
sl. saman, prjónið þar til 3 1. eru eftir
á vinstri ermi prjónið 2 1. sl. saman,
prjónið 1 1. sl., prjónið 2 1. snúnar sl.
saman, prjónið út umf. Endurtakið
þessar úrtökur í annarri hvorri umf.
þar til jakkinn er nál. 7 cm (endið á
2. umf. mynztursins). Prjónið nú 3 um.
brugðningu (1 sl-, 1 br.) með bláu, tek-
ið jafnt úr í fyrstu umf. svo að 28 1.
séu á. Fellt af og ermarnar saumaðar
saman. Heklið snúru og dragið í háls-
inn.
Húfan: Fitjið upp 42 1. með bláu á
prj. nr. 2V2 og prjónið 10 umf. perlu-
prjón, 10 umf. sléttprjón (perluprjón
á 4 fyrstu og síðustu 1.) og 8 umf.
perluprjón. Því næst 2 umf. perluprjón,
fellið af 14 1. í byrjun hvorrar umferð-
ar.
Prjónið mynztrið (hnakkinn). Þegar
á vantar 8 umf. að mynztrið samsvari
þeim 14 L, sem felldar voru af, eru
prjónaðar 8 umf. perluprjón. Fellt af.
Húfan saumuð saman. Heklið snúru,
dragið í hálsinn.
Buxur: Fitjið upp 32 1. með bláu á
prj. nr. 2V2 og prjónið 10 umf. brugðn-
ingu (2 sl., 2 br.), prjónið gatasnar í
4. umf. Prjónið því næst sléttprjón.
Eftir 8 umf. eru 2 1. prjónaðar saman
í byrjun og enda slétta prjónsins, þar
til 10 1. eru eftir. Prjónið 10 umf., auk-
ið nú út 1 1. hvorum megin á slétta
prjóninúm, þar til 32 1. eru á. Prjónið
8 umf. sléttprjón og 10 umf. brugðn-
ingu með gatasnari í 7. umf. Fellt af.
Saumað saman á hliðunum. Teygja
dregin í götin.
Skórnir: Fitjið upp 24 1. með hvítu
á pr. nr. 2 og prjónið 4 umf. brugðn-
ingu (2 sl., 2 br.), því næst 4 umf.
sléttprjón, aukin út 1 1. í 11. og 12. 1.
í 1. umf. Sett á pr. nr. 2V2 og prjón-
aðar 12 umf. garðaprjón með bláu.
Fellt af. Skórinn saumaður saman.
Heklið snúru úr bláu garni, saumið
hana þétt að fætinum svo að skórinn
detti ekki af.
Hann kölski
Frh. af bls. 15
þennan þöngulhaus, þetta þverúðuga
svínabest — að stöðva þennan höktandi
andardrátt, sem rændi hana tíma og
peningum. En við nánari athugun sá
hún, hvað af þessu gæti leitt og aðrar
og frómari hugsanir náðu yfirhöndinni.
Hún gekk því upp að rúminu og mælti:
— Hefurðu nokkru sinni séð hann
kölska?
Gamla frú Bontemps hvíslaði ,,nei“.
Þá tók kerling til við að segja henni
sögur sem líklegar voru til að hafa
áhrif á hennar veika huga.
— Djöfullinn kemur til allra nokkr-
um mínútum áður en dauðann ber að,
sagði hún. — Hann hefur sóp í hendi,
en pott á höfði og gefur frá sér annar-
leg hljóð. Fólk getur ekki lifað nema
í nokkrar mínútur eftir að það hefur
séð hann.
Því næst taldi frú Rapet upp alla þá,
sem á síðastliðnu ári höfðu séð djöf-
ulinn: Josephine Loisel, Eulalie Ratier,
Sophie Padagnau, Seraphine Grosiped
og fleiri.
Frú Bontemps gerðist nú all óróleg,
bylti sér og fórnaði höndum, og reyndi
að snúa sér við í rúminu. Allt í einu
hvarf frú Rapet. Hún tók strigapoka og
smeygði sér í hann, setti járnpott á
höfuðið, en hinir litlu fætur hans stóðu
út í loftið eins og horn. Þá tók hún sóp
í hægri hönd sér, en fötu í þá vinstri.
Fötuna lét hún detta niður á gólfið og
varð af því hávaði mikill. Því næst
klifraði hún upp á stól, öskraði inn í
pottinn, lét öllum illum látum og ógn-
aði gömlu konunni með vendinum.
Með angistarsvip neytti frú Bon-
temps síðustu krafta sinna til að koma
sér undan og tókst með óskiljanlegum
hætti að rísa upp til hálfs í rúminu.
Þá heyrðist djúpt andvarp og allt var
yfirstaðið. Frú Ranet kom nú öllu fyrir
á sinn stað, strigapokanum, pottinum
og vendinum, dró augnalokin niður fyr-
ir skelfd augu hinnar látnu konu, signdi
hana og baðst fyrir með hátíðlegum
svip.
Hún var enn á bæn, er Honore kom
heim. Hann sá fljótlega í huga sér, að
frú Rapet hafði haft af honum 1 franka,
því að hún hafði aðeins setið yfir móð-
ur hans í þrjá daga og eina nótt, sem
gerði 5 franka í stað 6 franka, sem hann
skuldaði henni . . .
32 FALKINN