Fálkinn - 25.10.1961, Qupperneq 33
Á bílamarkaðnum
CITROEIM
Citroén-verksmiðjurnar í París fram-
leiða margar mismunandi gerðir bif-
reiða, bæði fólks- og vöruflutningabif-
reiðir. Mun hér aðeins verða minnzt á
þrjár gerðir af fólksbifreiðunum, sem
allar hafa það sameiginlegt að vera með
framhjóladrifi, og þar af leiðandi al-
veg sléttu gólfi, þar sem vélin er einnig
að framan. Helztu kostir framhjóla-
drifs eru þeir, að bifreiðin heldur veg-
inum mjög vel, ekki hvað sízt á beygj-
um, þar sem framhjólin „draga“ bif-
reiðina í þá átt sem stýrt er, og er því
lítil hætta á því að framhjólin renni
til hliðar á beygjunni Einnig er fram-
hjóladrif mun betra en afturhjóladrif
í lausum sandi, snjó, hálku og aur-
bleytu. Fjöðrunarkerfi og höggdeyfar
WILLVS
Willys-jepparnir CJ-5 og CJ-6 eru með
drifi á öllum hjólum, 6 gírum áfram og
2 aftur. Aðalgírkassinn er af svokallaðri
„Heavy Duty“ gerð. Þér getið skipt í 4
hjóla drif á meðalhraða án þess að
stöðva jeppann.
Hægt er að tengja vinnuvéladrif við
gírkassana til að drífa ýmis tæki svo
sem — sláttuvél, hjólsög, súrheysblás-
ara o. m. fl.
VÉLIN.
HURRICANE, 4 cyl. F. Head.
Hestorkutala Hurricane vélarinnar er
75 hestöfl við 4000 snúninga. Intaks-
ventlar eru í „'headdinu11 og útblásturs-
ventlar í blokkinni. Stipilvídd er 3ys"
og slaglengd 4%".
Rúmtak cyld. er 134.2 cub. tommur.
Frh. á bls. 38.
hafa og mikið að segja í sambandi við
það, hve vel bíll „liggur“ á vegi, en
fjöðrunarkerfi Citroén-bifreiða hefur
ávallt verið mikið hrósað af bílasér-
fræðingum allt frá því að Citroén setti
á markaðinn hinn klassíska „11L“ árið
1933, og sem var framleiddur óbreyttur
til ársins 1956, en hann hafði stálöxla-
fjöðrun (torsion-bar suspension), sem
annars hefur aðeins fengizt í sérsmíð-
uðum bílum, t- d. kappakstursbílum,
og fáeinum tegundum bifreiða eftir
stríð. Núverandi f jöðrunarkerfi Citroén.
bifreiða er enn fullkomnara; t.d. í DS-
19 og ID-19 gerðunum er armur tengd-
ur við hvert hjól; á enda hans er nokk-
urs konar stimpilstöng, sem þrýstir á
stimpil í sívalningi, sem fylltur er sér-
stökum vökva (glussa); vökvinn þjapp-
ast svo saman og þrýstir á blöðku
(membrane), sem aftur þrýstir á gas,
sem er í kúlulaga hylki efst á sívaln-
ingnum. Hvert hjól er auk þess tengt
við yfirbygginguna með höggdeyfi.
Fjöðrunarkerfi AMI-6 og 2CV gerðanna
er einnig sérstaklega vandað: stálöxla-
fjöðrun með tveim höggdeyfum fyrir
hvert hjól, og tengiarmi milli fram- og
afturhjóla. DS-19 og ID-19 gerðirnar
eru grindarlausar, þ.e. með tvöföldu
stálhúsi, svokölluðu „monoshell body“.
Þessar gerðir hafa og. í sambandi við
fjöðrunarkerfið, þann kost, sem er al-
ger nýjung, að þær halda sjálfkrafa
sömu hæð frá jöðru, hversu mikið feem
Frh. á bls. 37.
33
FALKINN