Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Side 37

Fálkinn - 25.10.1961, Side 37
BLACK HORSE KARL- MANNA- REIDHJOL 28" ORNINN, SPÍTALASTÍG 8, SÍMI 14661 Skakki hællinn Frh. af bls. 28. um, sem reyndi að komast undan. En eltingarleikurinn stóð ekki lengi. Þeir náðu í flóttamanninn, handsömuðu hann og fóru með hann á stöðina. — Kæri herra Marini verkfræðingur, sagði Greiber. Takið þér nú af yður gleraugun og skeggið, svo að við getum talað þeim mun betur saman. Um þjófn- aðinn á Adlon, til dæmis .. . Marini gafst upp. Hann játaði á sig hótelþjófnaðinn. Hann hafði ætlað sér að komast burt frá Berlín í sínu nýja gerfi. — En, stamaði hann . .. hvernig í ósköpunum gátuð þér þekkt mig. Mér fannst mér hafa tekizt svo ágætlega að dulbúa mig. Og þetta bragð mitt, að haltra, taldi ég óbrigðult til að villa yður. Þá hló Greiber fulltrúi. — Nei, hann var að vísu óhaltur prúði maðurinn gamli, sem kom út úr port- inu. En samt var það stinghalti fótur- inn á honum Marini verkfræðingi, sem kom upp um yður. Þegar ég skyggði gestina á Adlon sat ég í lágum stól og komst ekki hjá að sjá fótabúnað þeirra. Vegna þess að þér höltruðuð hafði vinstri skó'hællinn slitnað mikið, og auk þess höfðuð þér svartar öklahlífar. Þegar ég stóð við portið og sá svörtu öklahlií- arnar gráhærða mannsins fór mig að gruna margt. En vissu mína fékk ég, þegar ég sá hve vinstri hællinn var slitinn. Það var þessi hæll, sem kom upp um yður... ★ CITROEN Frh. af bls. 33. bíllinn er hlaðinn, og má einnig, með litlu handfangi undir mælaborðinu, hækka bifreiðina úr 6,5” normalhæð í 9” og 12” hæð, og aka henni þannig, ef ástand vegarins gefur tilefni til. Þetta er einnig notað í stað lyftu, ef skipta þarf um hjól. Citroen-bifreiðir hafa löngum verið framarlega í þolaksturskeppnum um heim allan, og má nefna til gamans, að sami maðurinn, Paul Coltelloni, verk- smiðjueigandi frá París, vann, á árinu 1959, eftirtaldar þolaksturskeppnir (írallies) í Citroen ID-19: Monte Carlo Rally Acropol Rally Coupe des Alpes Adriatic Rally Liege-Rome-Liege Marath. Viking Rally Deutschland Rally 1. án stærðarflokk. 1. í stærðarflokki 1. i stærðarflokki 1. án stærðarflokk. 1. í stærðarflokki 1. í stærðarflokki 1. í stærðarflokki Fyrir sigra sína í þessum keppnum var hann útnefndur „Þolakstursmeistari Evrópu 1959“ (Rally Champion of Eu- rope 1959). Einnig má geta þess, að í nýlega afstaðinni keppni sem kallast „Liege-Sofia-Liege Marathon“, og er 5500 km, var röð efstu bílanna þessi: 1. Citroen DS-19 2. Porsche 3. Citroén ID-19 4. Mercedes-Benz Af 85 bílum, sem þátt tóku í keppni þessari, komust aðeins 8 á leiðarenda, en vegalengdin er ekin á um 90 klukku- stundum. Helztu gerðir Citroén-fólksbifreiða, sem nú eru fáanlegar, eru þessar: ID-19 5 manna, 4ra cyl. vél, vatns- kæld, 1911 cm3, 69 bremsuhestöfl, 4ra gíra, 2., 3. og 4. eru samstilltir (syn- chronised), fjöðrun „hydro-pneumatic“ (vökvi og gas), sjálfvirk jöfnun á hæð frá jörðu (6,5”) og handstilling í 9” og 12” hæð; felgur festar með einni ró; diskahemlar að framan, skála- að aft- an; miðstöð og loftræsting; farangurs- geymsla 17,7 rúmfet, þyngd 1125 kg, benzíneyðsla 9—10 1 pr. 100 km, há- marksraði 140 km klst. DS-19 er, auk þess sem að ofan er talið, útbúin vökvastýri, vökvahemlum (power-brakes), 83 bremsuhestafla vél, sem gefur 150 km hámarkshraða; sjálf- virkri kúplingu, vandaðra sætaáklæði o. fl. AMI-6 4ra manna. 2ja cyl. vél, fjór- FALKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.