Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 7
fylli af hinu ágæta slori þorsksins. Hvert á að snúa sér í svona málum til þess að kæra? Ein í landsprófi. Svar: Til rannsóknarlögreglunnar. Þurfið þið þá að geta gefið upp númer bifreiðarinnar og lýsa henni í höfuðdráttum. ★ Spumingar. Til Fálkans. — Ég er 13 ára og er sífellt að uppgötva ýmislegt í kringum mig, eink- um það, sem fullorðna fólkið roðnar af, ef minnzt er á það. En ég fæ aldrei nokkurt svar 'heldur bara: „Þú færð að vita það, þegar þú stækkar“. Nú langar mig voða mikið til þess að vita, -hvar ég get fengið að vita það, sem mig langar um þessi svokölluðu feimnismál. Jóna 13 ára. Svar: Það eru til ýmsar bœkur um efni, annars er áreiðanlega bezt að spyrja foreldra sína í einrúmi og geta þau þá varla komizt hjá því að svara. ★ Þéringar og dús. ■ . . Þegar ég las grein ykk- ar um fornbókasalana, minn- ist ég eins atviks, sem kom nýlega fyrir mig. — Ég var staddur á skemmtistað nokkr- um í Reykjavík og hitti þar einn gamlan bekkjarbróður minn við barinn. Er við höfð- um setið þarna og rabbað sam- an um hinn gamla og góða skóla okkar, ber þarna að einn fyrrverandi kennara okkar, sem hafði kennt okkur í marga vetur og oft talað við okkur eftir að við vorum farn- ir úr skólanum. En alltaf hafði hann þérað okkur upp í há- stert. Nú varð þessum bekkj- arbróður mínum á að þúa manninn, en hann var þá ekki seinn að snúa upp á sig og segja með fyrirlitningarsvip: „Hef ég boðið yður dús“. Og svo var hann horfinn inn í mannþröngina og leit hann síðan ekki við okkur það sem eftir var kvöldsins. Ég hef oft mætt þessum kennara á götu síðan, og hefur hann ekki þótzt sjá mig. Fyrrverandi skólasveinn. Svar: Það er nú yfirleiitt venja, að eldra fólk bjóði yngri mönnum dús en ekki öfugt. Vafalaust hefur kennara þess- um þótt ókurteisi í því, að nemendur hans gamlir fœru að þúa hann án þess að hann byði þeim það af fyrrabragði. MODEL LIDO > NÝ TASKA ÚR NYJU EFNI: SCION EINNIG LAKK o4tsm LEÐURVÖPyU LEÐURIÐJAN ÆGISGÖTU 7 Umbo&smenn: H.F. HAMAR, Reykjavík

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.