Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 29
r ■ 9 4a^íhÁ CHH ÍSLENZKAR DROTTNINGAR Hann er skrítinn hann heimur. Við ósköpumst yfir því, að Rússagreyin skuli sprengja nokkrar bombur austur í sínu eigin landi, og teljum okkur trú um að hér falli einhvert ryk, sem sé óhollara en allt það ryk, sem við sífellt erum að gleypa ofan í okkur í þessu blessaða rykbæli, sem við köllum ætt- arhólmann iðagrænan. Og við stöndum við jarðskjálftamælaskriflin hjá veður- stofu þjóðarinnar og nemum þaðan hin- ar minnstu hreyfingar og kennum þær Rússum og sprengingum þeirra. En við gerum okkur litlar grillur út af því, þótt myndir skekkist á veggjum og glös detti úr hillum, er vörubílar aka um veigalitla og undirstöðuvana holuvegi okkar. Eitt af því, sem fær hjarta íslend- ingsins til að slá hraðar og blóðið að stíga til höfuðsins er það, ef hann getur sagt útlendingi frá því, að íslendingar eigi fleiri eldfjöll en nokkur önnur þjóð. Og sum þeirra séu meira að segja bráðvirk og geti gosið á hverri stundu. Við höfum ekki augun af þessum heitt- elskuðu fjöllum og vonum í einlægni, að þau gjósi nú sem ákafast og tignar- legast. Við höfum alið upp heilan her- skara af jarðfræðingum, eldfjallafræð- ingum og jarðvegsefnafræðingum, svo nokkuð sé nefnt sem hefir það eitt að æfistarfi að fylgjast með eldfjöllum og eðlilegum jarðhræringum okkar ást- kæru fósturjarðar. Bæri svo eitthvert fjallanna á sér, svo ég tali nú ekki um, að jörð hrærist svo mikið, að sprungur myndist í ættlandið, þá fyllumst við lotningu. og elskum meira en nokkru sinni fyrr þetta ódauðlega land elds og mjólkurísa. Þeir þykjast sérdeilis heppnir, sem upplifa svo sem eitt almennilegt eld- gos með jarðskjálftum og öskufalli. Svo- leiðis öskufall er nú eitthvað hollara en helv. geislarykið þeirra að austan. Ná- grannaþjóðirnar eru líka himinlifandi, ef vindar himins haga því svo vel til, að sýnishorn af þessari dásamlegu, ís- lenzku ösku berist yfir hafið, og til þeirra alla leið. Þá eru teknar myndir og skrifaðar bækur og ísland kemst í heimspressuna, svo að þjóðir heimsins óttast mjög um hina hugrökku og gáf- uðu víkinga. Þá er sko gaman að vera íslendingur. Það var því uppi fótur og fit og mik- ill spenningur í landsins börnum, þeg- ar það fréttist, að Askja væri eitthvað að bæra á sér. Blöðin birtu flennu fyrir- sagnir og gátu ekki dulið stolt sitt, en megatonn Rússanna hurfu í skuggann af þessu væntanlega Öskjugosi. Sjálfskipuð ljósmóðir íslenzkra eld- fjalla Sigurður Þórarinsson skundaði líka strax á vettvang. Sigurður hegðaði sér, eins og væri hann sjálfur faðir hins væntanlega afkvæmis Öskju, því það kom greinilega í ljós, þegar hann kom aftur til byggða eftir að Askja hafði misst sóttina, að hann var hálfpartinn afbrýðisamur út í landslýðinn, að hann skyldi vera að fylgjast svo náið með einkalífi hans og elskunnar hans. Sigurður bað landsmenn ekki láta svona út af Öskju. því meðgöngutími hennar væri enn ekki liðinn og engra tíðinda af henni að vænta á næstunni. Vildi hann augsýnilega beina athygl- inni frá fjallinu, svo hann gæti fengið að vera þar í ró og næði með sitt gos, þegar það kæmi. Ekki fóru þó allir að ráðum Sigurð- ar, því einhverjir stálust austur eftir og tóku myndir af leirgosum, sem blöðin gerðu sér mikinn mat úr Minnir þetta tilstand allt óþægilega mikið á tilraunir konungborins fólks, að fá að vera í friði fyrir forvitnum almúganum og útsend- urum hans, blaðasnápunum. Konung- bornar frúr vilja helzt fá að vera í friði fyrir langminnugu auga ljósmyndavél- arinnar, sérstaklega ef svo mannlega hefir viljað til, að þær hafi þykknað undir belti. Skáldin hafa líka oft kallað eldfjöllin okkar drottningar og ort um þær dýra bragi. En það er hér einn hængur á. Drottn- ingarnar okkar eru bláfátækar, já, svo fátækar, að þær hafa ekki nein efni á einföldustu fæðingarhjálp. Þessu skýrði blaðakona nokkur frá í stærsta dagblaði þjóðarinnar, þegar Sigurður fór í snar- hasti Öskju til aðstoðar, um daginn. Þá mátti hann byrja á því að snapa fé til fararinnar og mátti þó sannarlega eng- an tíma missa. Þetta finnst mér vera þjóðinni til stórrar skammar og ófært að búa við slíkt til frambúðar. Drottningarnar okkar verða að fá góða hjálp við að koma afkvæmum sínum í heiminn, ís- landi til dýrðar. Hér verður að hefjast handa og stofna félag til styrktar eld- fjalladrottningum landsins. Ýmsar leið- ir eru færar til fjársöfnunar. Merkja- sala er þeirra einna álitlegust, og svo vel vill til, að ennþá er einn sunnudag- ur laus á árinu undir merkjasölu. Þetta er Páskadagurinn, og veit ég engan dag betri til þess að safna fé fyrir drottn- ingarnar. Ég leyfi mér að vona, að allir lesend- ur Fálkans leggi þessu góða málefni lið og styrki það eftir mætti. Gleðilegt eldgos! Dagur Anns. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.