Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 34
í sambandi við húseignir sín- ar. Hún hafði alltaf haft mik- inn áhuga á innanhússkreyt- ingu síðan á ungdómsárum sín- um og gerðist nú mjög djörf og lét leggja fyrstu raflögnina í íbúðarhús, — en hún bilaði einmitt, er hún var að sýna hana gestum sínum. En þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst, helgaði Jennie sig algerlega sjúkrahúsum og hjúkrun. TVÆR GIFTINGAR. Árið 1908 hafði Winston kvænzt Clementine Hozier, Hinni sérkennilega fögru dótt- ur frú Blanche Hozier, sem var gömul vinkona Jennie frá æskuárum hennar í London. Þegar Winston var að búa sig undir að fara til vígstöðvanna, kom Lord Beaverbrook til þess að kveðja hann og lýsir hann því á þessa leið: „Allt húsið var á öðrum end. anum, hermaðurinn, sem einn- ig var stjórnmálamaður, var að gyrða sig sverði sínu; niðri var einkaritari hans hágrát- andi .... uppi var frú Ran- dolph Churchill mjög örvænt- ingarfull og kvíðin og hryllti við þeirri hugsun, að nú yrði sonur hennar að. skríða í skot- gröfunum. Frú Winston Chur- chill var sú eina sem var ró- leg og vann af kappi við að koma manni sínum af stað.“ Jennie hlýtur að hafa verið að hugsa, „annað stríð, meiri bardagar, meiri blóðsúthell- ingar, meiri hættur, — hvar endar þetta allt?“ Hún hafði fylgzt heð honum og styrkt hann á alla lund og var mjög hreykin af honum. Ef til vill gat hún sér til, að hann vildi komast eins langt og mögulegt var áður en hann yrði jafn- gamall og faðir hans var, er hann dó. Henni fannst, að hún gæti ekki afborið, ef hann myndi deyja líka. Nú þarfnaðist Jennie ein- hvers, sem stóð við hlið henn- ar og styrkti hana í raunum hennar og árið 1918 giftist hún Montague Porch. Stríðinu lauk og Winston kom heim aftur, en Jennie naut ekki lengi ham- ingjunnar með eiginmanni sín- um. Hún dó árið 1921. Hún hafði farið í heimsókn upp í sveit, er hún datt og braut annan fótinn um öklann og fótinn var að taka af. Þrem vikum síðar dó hún úr hjarta- slagi, 29. júní. Jennie var jarðsett við hlið Randolphs í Bladon, — lífs- þrótturinn hafði verið samur og jafn til síðasta dags. CHAMPION kraftkertin í alla bíla. 1. Meira afl 2. Öruggari ræsting 3. Minna véiaslit 4. 10% eldsneytis- sparnaður Það er sama hvaða tegund bifreiðar þér eigið, það borgar sig að nota CHAMPION Jennie Jerome Framh. af bls. 23 eins í einni orustu, af því að John var óheppinn og fékk strax skot í fótinn. Jennie varð nú bæði fegin og vonsvikin í senn og tók á móti syni sín- um, sem var sá fyrsti, er kom um borð í spítalaskipið sem sjúklingur. Jennie starfaði á skipinu í heilt ár áður en hún sneri aft- ur til Englands til hvíldar, sem hún svo sannarlega átti skilið. Ekki hafði hún lengi dvalið heima hjá sér, er Prinsinn af Wales bauð henni á skemmti- siglingu og hún þáði boðið með þökkum. Missættið, sem orðið hafði milli Lord Randolphs og prinsins, var nú löngu gleymt, og hann varð nú góður vinur — og nokkurs konar „skrifta- faðir“ Churchills. Meðal gestanna á hinni kon- unglegu skemmtisnekkju var glæsilegur, ungur maður að nafni George Cornvallis-West. Hann var 26 ára að aldri, jafn- gamall Winston. Þau drógust mjög hvort að öðru, höfðu lík áhugamál og kom sérlega vel saman. Áköf að vanda, ákvað Jennie að giftast honum, báð- um fjölskyldunum til mikils angurs, svo og Prinsinum af Wales, sem gerði allt, sem hann gat til þess að koma í veg fyrir þennan ráðahag. Óhjákvæmilega hlaut Jen- nie að taka minni þátt í lífi, starfi og áhugamálum Win- stons. Hann sneri aftur úr Búa. stríðinu og vann þingsæti fyrir Oldham og hóf nú stjórnmála- feril sinn, vann geysimikið og setti markið hátt. Jennie hóf nú að skrifa og gaf út endurminningar sínar og tvö leikrit, sem vöktu nokkra athygli. Þetta hjóna- band entist til ársins 1913, en þá skildi hún við Corvallis- West. Jennie var ennþá sami fjör- kálfurinn og hafði nóg að gera

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.