Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 9
□ Fyxir jólin kemur út á forlagi SET- BERGS bók sem nefnist „Afrek og ævintýr“. Þetta eru níu frásagnir af stórviðburðum, hetjudáðum og mann- raunum, skráðar af frægum höfund- um. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rit- höfundur hefur valið frásagnirnar, þýtt þær og endursagt. FÁLKINN hefur fengið leyfi útgef- anda og þýðanda til þess að birta eina af þessu frásögnum. Nefnist hún: „Slapp úr blóðbaði Indíána" og er eftir Alexander Henry. Um hana seg- ir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson eftir- farandi: Margar sagnir höfum við séð í kvik- myndum og lesið á bókum um viður- eign hvítra manna og Indiána á þeim árum, sem Ameríka var að byggjast. Ekki eru allar þessar sagnir sannleik- anum samkvæmar eða gefa rétta lýs- ingu af hinum raunverulegu viðburð- um, og alltaf hefur mann grunað, að heldur væri hallað á hina rauðu bræð- ur. Það er hins vegar staðreynd, að hvítir menn urðu að ryðja sér 'braut til landa með báli og brandi, reyndu að vísu oft að komast að samkomu- lagi við frumbyggjana, en þeir tóku illa á móti, enda voru „bleiknefjar" landræningjar í þeirra augum, að- skotadýr, sem varð að útrýma. En meðan á landnáminu stóð, börðust hvítir menn ekki einungis við Indí- ána, heldur og' innbyrðis. Á átjándu öld geisaði til dæmis óaflátanlegt stríð milli Frakka, sem rutt höfðu sér braut í Kanada, og enskra landnema í núverandi Bandaríkjum. Indíánar börðust til skiptis með þessum stríð- andi þjóðbrotum, reyndu að egna þau hvort gegn öðru og beittu í þeim tilgangi lævísum undirróðri. Einn af fremstu höfðingjum þeirra, Pontiae að nafni, en frá honum er runnið heiti bifreiðarinnar og einnig borgar einnar í Bandaríkjunum, var helzti undirróðursmaðurinn og stóð hann í lævísi sinni, sem nú nefnist stjórn- kænska, sízt að baki hinum kænustu stjórnmálamönnum nútímans. — Skinnasalinn og veiðimaðurinn Alex- ander Henry (1739—1824) skrifaði endurminningar sínar um það, sem á daga hans dreif í Kanada og á landssvæðum Indíána á árunum 1760 —1776 og úr þeirri bók er tekinn sá kafli, sem hér fer á eftir. Gefur hann nokkra hugmynd um lævísi Indíána og grimmd. Hins vegar get- ur saga Henrys ekki hvers Indíán- arnir höfðu að hefna. □ Herra Langlade svaraði á þá leið, að um það vissi hann ekki neitt. Það var að vísu rétt, því að Pani-konan hafði falið mig án vitundar húsbænda sinna og bersýnilegt var, að hún hafði engum sagt frá því. Ég geri ráð fyrir, Lang- lade hafi ekki haft meiri áhuga á því að segja til mín en hann hafði haft stundu áður til að hjálpa mér. Hann bætti því þó við svar sitt, að þeir gætu, ef þeir vildu, rannsakað húsið hátt og lágt. Og að svo mæltu leiddi hann þá að læstu dyrunum, sem Pani-konan hafði hleypt mér inn um. Menn geta áreiðanlega gert sér í hugarlund líðan mína og ástand. Ég varð var við það, að eitthvert stímabrak var fyrir utan dyrnar og ég heyrði, að það stafaði af því, að hurðin var aflæst og lykillinn fyrirfannst ekki. Þetta gaf mér tækifæri til þess að lit- ast um eftir fylgsni þarna inni. Ég sá að í einu horninu á herberginu var stafli af stórum trébyttum, sem notaðar eru við sykurtilbúning. Ég komst inn á milli byttnanna og kraup þar eins og ég gat, svo að fjendur mínir álitu, að þar gæti maður ekki falizt. Ég var varla bú- inn að koma mér fyrir þarna, þegar ég heyrði, að hurðin var opnuð og Indíán- arnir ruddust inn. Ég sá þá úr fylgsni mínu og allir voru þeir vopnaðir og ataðir blóði félaga minna. Mér fannst þá, að örlög mín væru ráðin. Ég gat varla dregið andann svo krepptur sem ég var, og ég hafði svo mikinn hjartslátt, að ég óttaðist að hann myndi koma upp um mig. Indíán- arnir rannsökuðu herbergið gaumgæfi- lega, og einn þeirra stóð svo nálægt mér, að hann hefði getað komið við mig með hendinni. Samt sem áður urðu þeir mín ekki varir. Mestu mun hafa valdið um það, að ég var dökkklæddur og að enginn gluggi var á herberginu, svo að það var mjög skuggsýnt. En hvernig sem því er varið, þá héldu þeir rann- sókninni áfram, en hrósuðu sér jafn- framt af því við herra Langlade, hvað marga þeir hefðu höfuðflett í einu vet- fangi — og að nú væri ekki mikið eftir af Englendingum á þessum slóðum. Að því loknu sneru þeir aftur á brott og fóru niður á stofuhæðina. Engin orð fá lyst því, hvað mér létti, þegar ég nú öðru sinni var sloppinn og heyrði að dyrunum var lokað á hæla þeirra. Ég hafði talið að örlög mín væru ráð- in, og að augnabliki liðnu lægi ég sundurflakandi og höfuðfiettur í garði kastalavirkisins. Ég var í svitakófi og bókstaílega þrotinn að kröftum. Ég skreið út úr byttnabyrginu og fleygði mér á dýnu, sem !á á gólfinu. Þó að undarlegt kunni að virðast, féll ég tafarlaust í djúpan svefn Undir rökkur vaknaði é.g aftur við það, að dyrnar voru opnaðar. Að þessu sinni var það frú Langlade sem kom á vettvang. Hún virtist verða á- kaflega undrandi yfir því að finna mig. Hún lagði ríkt á við mig að hafa hægt um mig. Hún sagði, að nær allir Eng- lendingar hefðu verið drepnir, en hún vonaðist að mér myndi takast að sleppa, en þó því aðeins, að ég sjálfur yrði ekki til þess að koma upp um mig. Hún hafði farið upp á hanabjálk- ann til þess að breiða yíir gatið á þak- inu. Þegar hún var í þann veginn að fara, bað ég hana að gefa mér vatn að drekka, sem hún og gerði. Um kvöldið lá ég í fleti mínu og braut heilann um ástand mitt og að- stæður. En hvernig, sem ég leitaði að lausn út úr ógöngunum, fann ég ekki neina, sem líklegt væri til þess að ég fengi borgið lífinu. Mér datt í hug að freista þess að komast á flótta alla leið til Detroit, en eftir því sem ég hugsaði meira um þá lausn, fannst mér hún vonlausari. Leiðin frá Michilimackinac til Detroit var hvorki meira né minna en fjögur hundruð milna löng. Leiðin lá um lönd Indíána, og ég gat verið hand- viss um, að ef Indíáni rækist á mig, myndi hann tafarlaust drepa mig. Þó fannst mér að það mundi verða enn hættulegra að dveljast áfram þar sem ég var. Þannig veltist ég í fleti mínu með áhyggjur mínar, en að lokum var ég orðinn svo þreyttur og syfjaður, að ég sofnaði. Ég hef áður skýrt frá því, að bagga- tiway-leikurinn byggist á því að slá knöttinn milli stanga yfir stórt svæði. Mikill hávaði fylgir þessum leik og í ákafanum eru höggin ekki alltaf hnit- miðuð. svo að knöttur þýtur oft langt úr vegi, yfirleitt í allar áttir. Þegar þetta á sér stað, er enginn vandi að haga þyí svo til. að knötturinn þjóti, eins og af hreinni tilviljun, yfir virkisveggina og að liðsmenn beggja flokka hlaupi þá einnig eins og að þeir viti ekki af því, inn um dyr vígisins og inn á garð- svæði þess. Ekki gátu Indíánarnir fund- ið betra ráð en þetta til þess að draga athyglina frá því, sem j raun og veru var að gerast. Heldur ekki var hægt að finna betri bardagaaðferð en þessa, enda tókst þeim það sem þeir ætluðust fyrir. Kötturinn þaut yfir virkisvegg- ina. Indíánarnir frá báðum flokkum þutu inn fyrir múrana, án þess að Eng- lendingarnir grunuðu þá um græsku — og þegar Indíánarnir voru komnir inn fyrir, gripu þeir hnífa sína og höggaxir og réðust á varðmennina. Til þess nú að fyrirætlunin bæri sem allra beztan ár- angur fyrir þá, höfðu Indíánarnir helzt viljað að sem allra flestir væru við- staddir leikinn, og þess vegna höfðu þeir boðið öllum, ,sem þeir náðu til. Þar með höfðu þeir þá svo að segja í einum hóp, sem þeir ætluðu sér að slátra — og þar með virkisstjórann og liðsmenn hans. Indíánunum brást sannarlega ekki bogalistin. Svefninn hafði svipt mig áhyggjun- um, en örvæntingin greip mig að nýju strax um morguninn. þegar ég vaknaði. Við sólarupprás heyrði ég að f.iöl- skyldan niðri var farin að bæra á sér — og skömmu síðar kom Indíáni til Framhald á bls. 35. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.