Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 15
AEexander hafði tekið umbúðirnar af og setti nú hreykmn gripinn á borðið. Þetta var stör, haglega gerður bronsstjaki og mjög gamaíl. Hann var með húpmynd: Að neðan stúðu tvær naktar kvenverur í stellingum, sem ... málaflutningsmann, vin sinn, sem hafði flutt mál fyrir hann. — Þetta var ágæt hugmynd, sagði hann við sjálfan sig. — Úr því að hann er vinur minn mundi honum þykja leiðinlegt að taka við peningaborgun af mér, en hins vegar á mjög vel við að ég gefi honum gjöf. Og þessi gjöf á mjög vel við, því að hann er glað- vær piparsveinn og . .. Hann frestaði ekki að koma hug- mynd sinni í framkvæmd, heldur, heldur tók þegar hatt sinn og frakka, bjó um stjakann og ók til Uchov. Hann hitti málflutningsmanninn heima. •—- Góðan daginn kæri vinur, sagði hann. — Mér þætti gaman að mega tala við þig svolitla stund... Ég er kominn til að þakka þér fyrir alla fyrirhöfnina, góði vinur. Peningum viltu auðvitað ekki taka á móti, en þú mátt ekki afþaka þessa litlu gjöf, því að hún er falleg þó að ég segi sjálfur frá. Málaflutningsmaðurinn átti ekki orð til að lýsa aðdáun sinni, þegar hann sá listaverkið. — Mikill prýðis gripur er þetta, það verð ég að segja! hrópaði hann hlæjandi. — Ja það er skrítið hvað þessum angans listamönnum getur dottið í hug. Ljómandi! Töfrandi! Hvar hefurðu náð í svona fallegan stjaka. En þegar málaflutningsmaðurinn hafði dáðst að gjöfinni gaut hann augunum þjófslega til dyranna og sagði: — En gerðu svo vel og taktu gjöf- ina aftur, vinur sæll, ég get ekki tekið á móti henni. — Hvers vegna ekki? spurði lækn- irinn og varð hvumsa við. — Af því . af því hún móðir mín kemur svo oft til mín, og svo skjól- stæðingar mínir. Ég mundi jafnvel fara hjá mér, þegar sendlarnir koma inn. — Nei, nei, nei... þú mátt ekki neita, svaraði læknirinn og bandaði frá sér með hendinni. — Þetta er lista- verk . . . sjáðu bara hve lifandi .. . sálræn. . . Ekki eitt orð meira um þetta. Þú móðgar mig. — Ef það hefði... ja, þó ekki hefði verið nema fíkjuviðarblað. En læknirinn neitaði í ákafa, og flýtti sér að komast út úr húsinu. Hann var himinglaður yfir því að sér skyldi hafa tekist að losna við stjak- ann og ók í flýti heim til sín. Þegar hann var farinn. skoðaði mál- flutningsmaðurinn stjakann frá öllum hliðum með mestu aðdáun, alveg eins og læknirinn hafði gert og fór svo að brjóta heilann um, hvað í veröldinni hann gæti gert við hann. — Þetta er ljómandi fallegur grip- ur. sagði hann við sjálfan sig, — og það væri synd að fleygja honum, en hins vegar er mér ómögulegt að hafa hann á mínu heimili. Það er bezt að ég gefi hann.. nei, nú veit ég það: ég gef honum Saskin gamanleikara hann í kvöld. Hann hefur gaman af svona, æringinn sá arna, og það er ein- mitt í kvöld sem á að halda honum samsætið. Og það gerði hann! Um kvöldið var stjakinn afhentur Saskin í afar vönd- uðum umbúðum. Allt kvöldið voru vinir í leikhúsinu að koma inn í klæða- herbergið hans til þess að dást að gjöfinni. Allt kvöldið glumdu við hlátrasköllin og háreystin þar inni. Þegar einhver af leikkonunum kom inn og spurði: — Má ég koma inn? Þá svaraði gamanleikarinn í ákafa: —• Nei, nei, ég er ekki klæddur! Eftir sýninguna sagði leikarinn og yppti öxlum: — Hvað á ég að gera við stjakann? Það koma oft leikkonur til mín. Og það er ekki eins og þetta sé ljósmynd sem hægt sé að stinga niður í skúffuna. — Seldu stjakann, Saskin, sagði maðurin sem var að hjálpa honum að hafa fataskipti. — Hérna utarlega í bænum býr kona, sem kaupir gamla muni úr bronsi. Spurðu eftir frú Smir- nova. Allir þekkja hana. Gamanleikarinn fór að þessu ráði. ★ Nokkrum dögum seinna, sat Kosjel- kov læknir í vinnustofu sinni. Hann hafði stutt fingrinum á ennið og var að hugsa um gallsýru. Þá laukst hurð- in skyndilega upp og inn kom Alex- ander Smirnov. Andlit hans ijómaði, já það stóðu af því geislar og allir tilburðir hans lýstu því hversu ofsa- glaður hann var. Hann var með eitthvað í bréfumbúðum undir hend- inni. — Herra læknir, byrjaði hann og greip andann á lofti. — Getið þér í- myndað yður, hvað ég er glaður? Ég hef verið svo heppinn að fá samstæð- una við stjakann yðar! Mamma er svo glöð yfir þessu. Ég er einkabarn móður minnar. Þér björguðu lífi mínu. Og titrandi af eintómu þakklæti setti Alexander stjakann fyrir framan lækn- inn. Læknirinn opnaði munninn og ætl- aði að segja eitthvað. En hann sagði ekki neitt. Það var eins og allur mátt- ur væri horfinn úr honum ..... FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.