Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.11.1961, Blaðsíða 14
Alexander Smirnov, einkasonur móð- ur sinnar, kom inn í vinnustofu Kosjel- kovs læknis. Undir hendinni bar hann eitthvað, sem var vafið inn í tölublað númer 223 af ,,Kauptíðindum“. Hann varð mjög vandræðalegur á svipinn. — Góðan daginn, sagði læknirinn glaðlega. — Jæja, hvernig líður yður? Hafið þér nokkur gleðitíðindi að færa mér? Alexander drap titlinga, lagði hönd- ina á hjartað og sagði með rödd, sem leyndi ekki hversu hrærður hann var. — Hún mamma mín biður að heilsa yður, herra læknir, — hún biður inni- lega að heilsa yður .... Ég er einka- sonur móður minnar og þér hafið bjarg- að lífi mínu .... læknað í mér stór- hættulegan sjúkdóm og .... við höfum ekki hugmynd um hvernig við eigum að þakka yður. — Hægan, hægan, greip læknirinn fram í. — Ég hef ekki gert annað en það sem hver læknir hefði gert í mínum sporum. — Ég er einkasonur móður minnar. Við höfum ekki úr miklu að moða svo að við getum ekki greitt yður þannig að þér verðið skaðlaus, fyrir allt um- stangið, sem þér hafið haft í sambandi við mig. Og okkur tekur þetta sárt, læknir. En nú biður hún móðir mín yð- ur og ég .... einkasonur móður minn- ar .... biður yður innilega um. sem þakklætisvott af okkar hendi, að taka á móti þessum grip. Það er mjög dýr- mætur gripur úr gömlu bronsi .... mjög sjaldgæft listaverk. — En, góðurinn minn, það er engin þörf á þessu, svaraði lœknirinn og það komu hrukkur í ennið á honum. — Nei, nei, þér megið ekki afþakka það! sagði Alexander og fór að vefja bréfið utan af gripnum. Okkur mömmu mundi báðum þykja það leiðinlegt... þetfa er mjög fallegur gripur ... úr gömíu bronsi. Við erfðum hann föður minn sálaða, og við höfum geymt hann í dýrmætri minningu um hann. Faðir minn keypti gamla bronsmuni og seldi þá aftur þeim sém hafa viídu — Og nú höldum við móðir rriín þessari verzlun áfram. Alexander hafði tekið umbúðirnar af og setti nú gripinn hreykinn á borðið. Þetta var stór haglega gerður bronsstjaki og mjög gamall. Hann var með hópmynd: að neðan stóðu tvær kvenverur allsnaktar og í stell- ingum, sem mig skortir bæði skap og djörfung til að lýsa. Þessar verur brostu með frekri ástleitni og virtust alls ekki hafa neina löngun til að halda á stjakanum, heldur hlaupa beint út í herbergið og aðhafast eitthvað það, sem jafnvel er ósiðlegt að hugsa um hvað þá meira, lesandi góður. Þegar læknirinn hafði horft á gjöf- ina um stund, klóraði hann sér hægt og seinlega bak við eyrað og snýtti sér svo ofur hugsandi. — Já. víst er þetta sérlega fallegur gripur, tautaði hann, — en . . . ja hvernig á ég að koma orðum að því. . . dálítið óvenjulegur . . . ekki beint við- eigandi í stofu . . . — Hvað meinið þér? Af hverju ekki? — Sjálfur kölski í nöðrulíki hefði ekki getað gert dónalegri mynd. And- rúmsloftið í stofunni óhreinkast, ef svona mynd er látin standa á borðinu! — Þetta finnst mér afar einkenni- legur dómur á list, svaraði Alexander og var auðheyrt að honum þótti. — Þér verðið þó að viðurkenna að þetta er listaverk, — lítið þér ofurlítið betur á það. Önnur eins fegurð og þetta fyllir sálina andakt svo að mað- ur getur varla látið vera að tárast! Þegar maður sér aðra eins fegurð og þetta, gleymir maður öllu jarðnesku. Lítið þér ný vandiega á það, hve iif- andi, sálræn og himnesk myndin er! — Ég skil þetta allt mjög vel, vinur minn góður, greip læknirinn fram í, — en ég er fjölskyldumaður, börnin hafast við hér í stofunni og á kvöldin kemur oft kvenfólk hingað. — Já frá sjónarmiði fjöldans, mælti Alexander, — stendur myndin nátt- úrlega í annars konar ljósi. En þér eruð hafinn yfir fjöldann, læknir, og það því fremur sem að afþökk af yðar hálfu mundu særa mig og móður mína mjög. Ég er einkasonur móður minnar . . . þér hafið bjargað lífi mínu. í þakklætisskyni gefum við yður mjög dýrmætan grip og . . . mér þykir það mjög leitt að geta ekki gefið yður sam- stæðuna við stjakann líka. — Ég þakka yður fyrir, kæri ungi vinur minn. ég er yður mjög þakklát- ur, heilsið þér ,'móður yðar innilega frá mer! En þér hljótið að skilja... börnin eru að leika sér hérna inni og oft kemur kvenfólk hingað. Nú jæja, skiljið þér þá stjakann eftir. það þýðir ekkert að tala við yður. — Þá skiljum . við hvor annan, svaraði Alexander glaður. — Setjum , nú stjakann hérria við hliðina á þessu skrautkeri. En hvað það er leiðinlegt að samstæðuna skuli vanta. Það eru meiri leiðindin! Verið þér nú sælir, læknir. ★ Læknirinn horfði lengi á stjakann, þegar Alexander var farinn og klóraði sér bak við.eyrað. ■— Það er ekki vafamál, að stjakinn er hið mesta listaverk, sagði hann við sjálfan sig, — og það væi’i heimska að fleygja honum .. En hins vegar er mér ómögulegt að hafa hann í mínum húsum .. . hm . . Það er úr vöndu, að ráða. Hverjum á ég að gefa stjakann? Eða ætti ég kannski að gefa hann til samskota handa einhverri líknarstarf- semi. Læknirinn glotti fyrir þessari síðustu hugdettu sinni, en þá mundi hann skyndilega eftir því, að hann stóð í þakkarskuld við Uchov hæstaréttar- GAMANSAGA EFTIR ANTON TJEKOV 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.