Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 9
sofið í flugvél.------,,Svo sér hann líka svo feiknarvel með nýju gleraug- unum,“ laumar Árni Stefánsson kvik- myndatökumaður inn í. Sigurður biður Björn að kalla upp Jón Sigurgeirsson á Akureyri, —------ þeir eru tveir með sama nafni, sem eru framámenn á staðnum. „Það er ferðafélagsmaðurinn, sem þú átt að ná í. Hann ætlar með í Herðu- breiðarlindir, og svo förum við í Öskju,“ tínir Sigurður út úr sér. „Það er þoka á Grímsvötnum,“ taut- ar Björn. „Það er andskotans engin þoka á Grímsvötnum," andmælir Sigurður. — — -—- Honum er dálítið annt um þau. --------„Það er sko enginn vandi að komast í þau,“ lætur hann fylgja með töluverðum áherzluauka. „Jæja?“ verður mér að orði. „Ég hef gert til þeirrar farar árangurs- litlar tilraunir.“ — — — Sigurður bros- ir og skilur, og segir, trúlega til skýr- ingar: „Svona normalt.“ Sennilega hefur jöklaþýfið í fyrra- haust verið „ónormalt“,--------hugsa ég.--------Þá veit maður það.-------- Spenningurinn eykst. — — — Gos, eða ekki gos?-------— Hvar er mökkur- inn? — — — Við sjáum Öskjuvatn. --------Vítið.-------- „Hvað er Vítið djúpt?“ spyr Elín Pálmadóttir, eldfjalla- og jöklablaða- maður Moggans. „Það er nú það, sem enginn veit,“ verður jarðfræðingnum til svars.----- „Það átti að mælast á liðnu sumri, en komst ekki í verk vegna anna þeirra, sem um skyldu sýsla.“ „Sjáðu, hvað Ameríkanarnir kalla Víti,“ segir Björn og réttir mér landa- bréf af Öskjusvæðinu. Þar stendur við Öskjuvatnið nafnið „Lighthouse".----- Jú, mikið rétt, Víti — Viti •—- Light- house! Svona geta nafnavitleysurnar á landabréfinu orðið til. Nú sjáum við verksummerkin, sprung- ur, svartar sprungur í fannbreiðunum, og það leggur gufumökk upp af þeim. Björn lækkar flugið mjög og segir: „Nú tek ég Vítið, við fljúgum í Víti!“ Það stendur heldur ekki á því. í lág- flugi sveimum við yfir þessu ferlega sprengjuopi frá því í gosinu 1875. Við sjáum greinilega litaskiptinguna á vatn- inu. Þeir sem kunnugir eru hér stað- háttum, segja, að venjulega sé vatnið í Víti gulbrúnt, en nú hafi það greinilega dökknað. Nálægt miðju vatnsins sést brot á vatnsfletinum. Það kraumar í Víti. Verulega heitt getur það þó varla verið orðið, því að með vatnsbökkunum sýnist vera krap. Þá er haldið að sprungunum. Þær eru fjórar og allar í beinni línu norður af Víti og ekki alllangt frá Öskjuopinu. Þetta eru trúlega leirhverir. Úr jaðri einnar sprungunnar leggur jafnan gufu- mökk, og stíga gufubólstrarnir nokkuð hátt.--------Sennilega eru þetta fyrir- bærin, sem norðlenzku fjárleitarmenn- irnir sáu úr flugvél mánudaginn 9. okt. og fyrst varð til þes's að draga athygli manna að umbrotum á Öskjusvæðinu. — •—• •— Það rennur volgur lækur úr sprungunni, sem gufuhverinn er í. Björn segir: „Allir viðbúnir, nú stingum við okk- ur!“ Vængurinn stefnir að fjallshlíð, sveigj- an er geysimikil, en við sjáum líka verksummerkin mjög vel.----------Fimm myndavélar smella af svo til samtímis. Það skiptir miklu máli að ná sem bezt- um myndum af jarðraskinu strax í upp- hafi, ef um gos skyldi síðar verða að ræða. Það er vissulega ekki auðvelt verk að ná sæmilegum myndum þarna, móða á rúðunum, vélin ókyrr og mjög hall- andi, og svo bregður sýninni aðeins fyr- ir eitt andartak. En Björn er snilling- ur, sjálfur myndatökumaður og 'þekkir alla staðhætti nákvæmlega. Hann við- hefur hér sömu vinnubrögðin og í þau tvö skipti, sem ég hef flogið með hon- um ofan í Grímsvötnin. Maður dáist að nákvæmni hans og öryggi, enda hefur maður á tilfinningunni, að Birni sé hægt að treysta. Við hringsólum þarna góða stund, tökum myndir og Sigurður grandskoð- ar öll ummerki. Hvað úr þessu verði? Hinn nýbakaði heiðursdoktor þurrkar af gleraugunum sínum og úttalar sig varlega: „Það er greinilega eitthvað um að vera þarna niðri, eitthvað nýtt.“ Björn staðfestir það líka, því að hann hefur nýverið flogið um þessar slóðir. Sigurður heldur áfram: „En hvað úr þessu verður er ekki gott að segja, kannski er þetta upphaf að stórgosi, hraungosi, sem ekki þyrfti að komast í algleyming fyrr en eftir eitt ár, því að Askja getur verið lengi að undirbúa sig.---------Ef til vill kynni þetta heldur ekki að verða annað en smágos, sem kæmi fljótlega? Það er ekki gott að segja um þetta á þessu stigi, en greinilegar hræringar eru þarna og þær gætu mjög líklega verið undanfari stærri hluta.“ Dagurinn er dásamlegur, sólbjart og skyggni um öll öræfi. Hvarvetna ný- snævi á fjöllum. Nýsnævið lýkur upp jarðsögu landsins, svartir bergstallar, hamrabelti, snjólausir dalir, gil og skorn. ingar eru þau blöð jarðmyndunarsög- unnar, sem snjólínurnar gera jafnvel leikmanni auðlesin. -------Fagurlega skartar hún Herðubreið, þakin nýsnjó- um og reifuð línufögrum klettabeltum og dökkum skriðum. — ------Afskekkt- ur og lífvana sýnist sá tilkomumikli Bifreiðir Guöm. Jónassonar við hraunjaðarinn litlu eftir hádegi 28. okt. (Ljósm. Þ. Jós.)

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.