Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 11
ist Reck í förinni og giftist honum síðar. Dúkinn munu Akureyringar hafa tekið til varðveizlu fyrir nokkrum árum. í stað hans og nafnaflöskunnar gaf María Maack gestabók í vörðuna, sem Sigurður Þórarinsson var svo fyrirhyggjusamur að bjarga, því að nú mun varðan trúlega horfin í hraunflóðinu. — — — Fimmtudaginn 18. október höfðu þeir jarðfræðingarnir Tómas Tryggvason og Guðmundur Sigvaldason verið á ferð um Öskjusvæðið og séð þar myndast hæsta goshver jarðar. Vatns- súlan stóð 100 metra í loft upp og þeytti stórgrýti í allar áttir. Til dæmis sáu þeir 50 kg stein, sem hverinn hafði kastað um 100 metra vegalengd, Áttu þeir fót- unum fjörið að launa. Með svo skjótum hætti bar þessar náttúruhamfarir að. — •— Heimkominn úr þessari ferð sagði Tómas Tryggvason: ,,Hvað verður eftir viku?“ Vikan var nákvæmlega liðin. Um þrjú- leytið í dag höfðu flugfarþegar á leið frá Reykjavík til Akureyrar séð gufu- mekki stíga upp af skýjaþykkninu yfir Öskju og svarta kúfa eða bólstra virtist leggja reglulega þar upp. Klukkan 6,30 í dag höfðu svo amerískir varnarliðs- menn í þotu séð mikinn gosmökk upp af Öskju og hraunstraum renna fram, svo að það var ekkert vafamál, að Askja væri tekin að gjósa. Litli leirhverinn hafði á þessum hálfa mánuði breytzt í stórkostlegan goshver, sem fylgt var eft- ir af eldstólpa og glóandi hrauni. — — Björn er tilbúinn. Við stígum í vélina. Flugtak kl. 9,30. Björn segir: „Eftir klukkutíma og tíu mínútur er- um við yfir Öskju.---------Það verður flogið í 10 þúsund feta hæð.“ Veðrið er ljómandi gott, heiðskír, stjörnubjartur himipn og tunglskin. — Tungl er fullt. Það er flogið, og menn ræða gosið. Þetta gos og Heklugosið og önnur gos almennt. Skeggræða um, hvað þetta gos muni standa lengi, eins og ein- hver geti vitað það? Og óneitanlega koma fram frómar óskir um það, hvern- ig svona gos eigi helzt að haga sér, að minnsta kosti akademískt séð! Ég spyr um stað og stefnu. „Við fljúgum beint yfir Skjaldbreið,“ svarar Björn og bendir niður á hvít- hrímaða þúfu, sem einhverjum finnst líkust fljúgandi diski, sem hafi lent þarna.--------Hann heldur leiðsögunni áfram, en atburðarásin er svo hröð, að erfitt er að fylgjast með bendingum hans og tilvísunum. „Þarna sjáið þið Hagavatn og Sand- vatn, nú fljúgum við yfir Jarlhettum. Sjáðu hvað Bláfellið stendur þarna eitt og skemmtilega upplýst í tunglsljósinu. Við fljúgum yfir Langjökul og klukkan 10,10 erum við suður af Hofsjökli. Það er enn flogið í 10 þúsund feta hæð.“ „Þarna er það, sjáið þið bjarmann á skýjunum — það er ljósvarp frá gos- bjarmanum,“ hálfhrópar Björn. Menn komast í alspennu. Enn fljúg- um við hátt ofar skýjum. Við nálgumst Stœrsti gígurinn. Myndin er tekin seint einhvern stróklaga mökk. — Það roðar á hann. Þegar nær kemur sést, að gufu- súla rýfur skýjaþakið og rís allhátt yfir það. „Þetta er heldur efnilegt,“ segir Sig- urður Þórarinsson og brosir eins og mað- ur, sem unnið hefur stóra vinninginn í happdrættinu. Hin tröllslega reyk- og gufusúla gnæf- ir upp úr skýjahvolfinu og myndar efst kúlulaga goshött. Fyrir ofan goshöttinn flögra iðandi norðurljós og tunglið varpar fölbirtu sinni á skýjabreiðuna fyrir neðan, sem liggur eins og ullarreifi yfir öræfum landsins. Goshötturinn minnir á mynd af atomsprengingu, eða kannski minnir atomsprengingin öllu heldur á eldgos. í gegnum skýjarofið sjáum við eldsúluna á laugardag 28. okt. (Ljósm. Þ. Jósefsson). standa beint í loft upp, — rauða gossúlu elds og glóandi grjótbráðs. Grjótið er svo þunnbráðið, að það spýtist til him- ins eins og vatn í gosbrunni, og úr gos- súlunni þeytast skvettur enn hærra, og fylgir þeim glóandi grjótflug, sem sáldr- ast til allra hliða eins og gullregn.---- Þetta er stórbrotin sýn.-------Sigurður segir, að þetta sé klassískt hraungos, „fountain-gos“, alveg eins og þegar Mána Lóa á Hawaí gýs. Þau gos hafa verið nákvæmlega rannsökuð af jarðfræðing- um. Þar er að staðaldri fylgzt með öll- um jarðhræringum með jarðskjálfta- mælum, svo að menn hafa verið viðbún- ir, þegar gosin hófust. Menn hafa þar séð með berum augum, þegar jörðin opnað- ist og fyrsta hraunsúlan reis til himins. Frh. á bls. 29 FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.