Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 15
■ ■■■■■■■ i cXt&'fhto hefur fylliríið varla dregið úr þeim svip, en alveg var það þó óþarfi, því að hann var í raun og veru stakasta góðmenni og svo lundspakur, að talið var að hann reiddist varla, en hins vegar reiddist hann afar illa, ef út í það fór. í raun- inni hefur Þórður verið hjartabezti karl og til dæmis um það er þessi saga, sem séra Bjarni Jónsson hefur sagt: Þegar séra Bjarni var unglingur, hafði hann það starf að vera mjólkursali, með þeim hætti sem þá tíðkaðist, það er að segja, að hann bar mjólkina í stórum brúsa milli húsa og mældi þar úr hverj- um eins og hann vildi kaupa. Stundum fór hann líka niður að bryggjunum og seldi eyrarvinnumönnum hressingu. Einu sinni er það í illhryssingsveðri, að hann hefur rólað víða, einnig niður við bryggjur,en mjólkin vildi ekki ganga út. Það var kuldahrollur í piltinum, og verður honum því reikað fram hjá „Svínastíunni“ svonefndri — óæðri stofunni á Hótel ísland — og heyrði þaðan mannamál. Gekk hann því inn til þess að athuga hvort hann gæti ekki selt eitthvað af mjólk, svo ólíklegt sem það var. Þar var þá fyrir Þórður mala- koff, og stóð hann við afgreiðsluborðið og var að þamba brennivín. Þá segir afgreiðlustúlkan við hann: — Þér væri bæði nær og hollara að fá þér mjólk hjá drengnum en vera að þamba bölvað brennivínið! Nú mun það hverju orði sannara, að Þórður mun hafa verið fíknari í aðra vökvun en mjólk um ævina, og kosið hana miklu fremur. Þórði varð litið á drenginn, sem stóð þarna hálfskjálfandi af kulda, keypti af honum tvo mjólkur- pela — og drakk þá. Það hefur vafa- laust verið gert til þess að hugnast drengnum, en ekki verið af því að hann hefði ekki heldur viljað tvo pela brenni- víns. Þórður hafði ekki verið illa gefinn, en það var vafalaust drykkjuskapar- ástríða hans, sem gerði hann að auðnu- leysingja. Og það var hún, sem leiddi hann út í þau viðskipti, sem Þórður varð frægastur fyrir, og sem fáir menn ann- ars mundu gera. Á þessum tíma var hér enginn háskóli, en hins vegar læknaskóli og prestaskóli, og vegna misskilnings hjá almenningi átti læknaskólinn erfitt með að fá lík eins og þurfti til kennslu handa nem- endum. Þess vegna borgaði skólinn ærið fé fyrir lík. Einu sinni var það, að Þórð vantaði peninga fyrir brennivíni, og vissi hann þá ekki annað ráð snjallara til þess að komast yfir fé, en fara upp í lækna- skóla og bjóða þar líkið af sér til kaups að sér dauðum, gegn því að sér væri greidd borgun fyrirfram. Læknaskólinn gekk að þessu, og Þórður fékk pening- ana, sem hann fór með beinustu leið Framh. á bls. 29. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.