Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGA EFTIR MARK TWAIN NJOSNARINN „Næst vil ég fá að vita allt um samsærismennina þrjá, sem eru i'nnan virkisins.“ Hann var í þann veginn að bregða fyrir sig lýgi, en ég sýndi honum dularfullu miðana, sem fundizt höfðu á tveim þeirra, og það hafði tilætluð áhrif. Ég sagði, að við hefðum tvo þeirra í okkar vörzlu, og hann yrði að benda á þann þriðja. Þetta skelfdi hann illilega, og hann hrópaði: „Ó, látið mig ekki gera það; hann drepur mig samstundis!“ Ég sagði, að það væri engin hætta, ég skyldi láta gæta hans. Ég lét alla nýliðana raða sér upp, og svo gekk litli vesalingur- inn skjálfandi meðfram röðinni. Að lokum sagði hann eitt orð við einn manninn, og áður en hann hafði gengið fimm skref, var búið að handtaka manninn. Jafnskjótt og Wicklow var kominn aftur, voru þessir þrír menn færðir fyrir okkur. Ég lét einn þeirra ganga fram, og sagði: „Svona, Wicklow, mundu nú, ekki víkja hænufet frá sann- leikanum. Hver er þessi maður, og hvað veizt þú um hann?“ Þar eð hann sat nú fastur í feninu, hirti hann ekki um afleiðingarnar, festi augun á manninum og talaði viðstöðu- laust, án hiks — á þessa leið: „Hið rétta nafn hans er George Bristow. Hann er frá New Orleons; var annar stýrimaður á flutningabátnum Capitol fyr- ir tveim árum, svífst einskis og hefur tvisvar setið inni fyrir manndráp — í fyrra sinn fyrir að drepa háseta að nafni Hyde með melspíru, í seinna skiptið fyrir að drepa hafnarverka- mann fyrir að neita að draga inn landfestina, sem alls ekki tilheyrir verkahring hafnarverkamanna. Hann er njósnari og var sendur hingað af ofurstanum. Hann var þriðji stýrimaður á St. Nicholas, þegar hann sprakk í loft upp, og munaði minnstu að hann yrði festur upp án dóms og laga fyrir að ræna þá dauðu og særðu, þegar þeir voru fluttir til lands 1 uppskipunarbát.“ Og svo áfram og framvegis — hann sagði alla ævisögu mannsins. Þegar hann lauk henni, sagði ég við manninn: „Hvað hafið þér að segja um þetta?“ „Það er sú hroðalegasta lýgi, sem ég hef heyrt!“ Ég sendi hann í fangelsið aftur og kallaði hina inn. Sama niðurstaða. Drengurinn sagði nákvæma sögu hvors um sig, án þess að hika nokkurn tíma á orði eða staðhæfingu, en ég fékk ekkert upp úr þeim, nema þetta væri allt tóm lýgi. Þeir játuðu ekkert. Því næst lét ég koma með hina fangana. Wicklow sagði allt um þá — frá hvaða Suðurríkjaborgum þeir voru, og skýrði nákvæmlega frá afskiptum þeirra af samsærinu. En þeir neituðu allir staðhæfingum hans, og enginn játaði neitt. Mennirnir bölsóttuðust, konurnar grétu. Samkvæmt þeirra frásögn væru þau öll saklaust fólk frá Vesturríkjun- um og elskuðu Sambandið ofar öllu í veröldinni. Ég lokaði allan hópinn inni, fullur andstyggðar og hélt áfram að yfir- heyra Wicklow. „Hvar er nr. 166, og hver er B. B.?“ „En þar hafði hann ásett sér að draga markalínuna. Hvorki smjaður né hótanir höfðu nein áhrif. Tíminn leið óðfluga. — Það var nauðsynlegt að grípa til hörkulegra aðgerða. Svo ég lét binda hann upp á þumalfingrinum, rétt svo hann gat tyllt sér á tá. Þegar sársaukinn jókst, gaf hann frá sér vein, sem ég þoldi vart að hlusta á. En ég lét það ekki aftra mér, og brátt æpti hann: 22 FÁLKINN „Ó, sleppið mér niður, ég skal segja allt!“ „Nei — þú skalt segja það áður“. Hvert andartak var honum þjáning, svo það kom: „Nær 166, Arnarhótel!“ — óþrifakrá, þar sem alls kon- ar misendislýður hélt til. Svo ég lét hann lausan og spurði um tilgang samsærisins. „Að taka virkið í nótt“, sagði hann þrjóskulega með ekkasogum. „Hef ég náð í alla höfuðpaura samsærisins". „Nei, ekki þá, sem koma í 166“. „Hvað þýðir „Munið xxxx“?“ Ekkert svar. „Hvað merkja þessar stafakippur — F F F F F og M M M M ? Svaraðu, eða þú færð að kenna á því aftur“. „Ég skal aldrei svara! Ég skal fyrr deyja. Gerið það ,sem ykkur sýnist“. „Hugsaðu um hvað þú segir, Wicklow, er þetta lokasvar?“ Hann sagði rólegur, og án þess að röddin skylfi: „Það er lokasvar. Eins víst og það að elska mitt sví- virta land og hata allt, sem sólin skín á hér í Norður- ríkjunum. Ég skal deyja, áður en ég Ijóstra þessu upp.“ Ég lét aftur binda hann upp á þumlunum. Þegar sárs- aukinn gerðist lítt þolandi, var hjartaskerandi að heyra ópin í aumingjanum, en við fengum ekkert meira upp úr honum. Við hverri spurningu æpti hann sama svarið: „Ég get dáið, og ég skal deyja, en ég skal aldrei segja það.“ Jæja, ég varð að gefast upp. Við vorum samfærðir um, að hann rnyndi vissulega deyja heldur en játa. Svo við tókum hann niður og settum hann inn undir strangri gæzlu. Við vorum önnum kafnir nokkra klukkutíma að senda skeyti til Hermálaráðuneytisins og að undirbúa árásina á no. 166. Þeta var óróasöm nótt. Ýmislegt hafði lekið út, og allt setuliðið var vel á verði. Varðmannatalan var þrefölduð, og engin gat farið út né inn, án þess byssu væri miðað á höfuð honum. En við Webb vorum ekki eins áhyggju- fullir og áður, þar eða svo margir höfuðpaurar samsærisins voru komnir í klær okkar. Ég ákvað að fara til no. 166 tímanlega, handtaka og kefla B. B. og bíða svo eftir hinum og taka þá jafnóðum og þeir kæmu. Um klukkan fjórðung yfir eitt um nóttina læddist ég út úr virkinu, ásamt sex atvinnuhermönnum, og drengnum Wieklow með hendur bundnar á bak aftur. Ég sagði honum, að við værum á leið til 166, og ef ég fyndi, að hann hefði logið, rétt einusinni, skyldi hann fá að vísa okkur á rétta staðinn, ella kenna þess á eigin skrokk. Við nálguðumst krána hljóðlega. Ljós logaði í litla barn- um, annars var húsið myrkt. Ég reyndi framdyrnar, þær voru ólæstar, og við læddumst inn. Svo tókum við af okkur skóna og héldum til barsins. Þýzki veitingamaðurinn sat þar sofandi í stól. Ég vakti hann gætilega, sagði honum að fara úr skónum og fara á undan okkur, hljóðlega. Hann hlýddi orðalaust, en var bersýnilega afar skelfdur. Ég skip- aði honum að vísa okkur á no. 166. Við fórum upp þrjá stiga, eins hljóðlega og kettir, og svo, innst í löngum gangi, komum við dyrum, sem Ijósskímu lagði út með. Veitinga- maðurinn hvíslaði að mér, að þetta væri no. 166. Ég reyndi hurðina, hún var læst að innanverðu. Ég hvíslaði skipun að einum hraustasta hermanninum, við setjum axlirnar í hurð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.