Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 24
I óe/n ómjör it#l , < ■ ɧjp||||p áfram í 2 mínútur. Þá er búið að steikja kjötið 3 mínútur hvoru megin. Nú er salti og pipar stráð á; ekki fyrr. Sé kjötið saltað áður en það kem- ur á pönnuna, dregur kalkið kjötsafann út úr kjötinu, svo að það brúnast verr og verður þurrara. En munið, að kjötið má ekki bíða; á að fara strax á borðið. ENSKT BUFF. 750 g nautalundir 100 g smjörlíki Salt og pipar V\ kg laukur. Kjötið skorið í fingurþykk- ar sneiðar, barðar með hnefan- um.Laukurinn skorinn í sneið- ar, brúnaður í V3 hluta smjör- líkisins, tekinn af pönnunni, haldið heitum. Afgangurinn af smjörlíkinu brúnaður, kjöt- sneiðarnar steiktar í 3 mínút- ur á hvorri hlið, salti og pipar stráð á. Sett á heitt fat, laukn- um raðað ofan á, pannan soðin út með litlu vatni, hellt yfir kjötið. Borðað með soðnum kartöflum. FRANSKT BUFF m/STEINSELJUSMJÖRI. 650 g nautalundir 50 g smjörlíki Salt, pipar 3 msk. smjör 2 msk. söxuð steinselja Vz msk. sítrónusafi. Útbúið fyrst steinseljusmjör- ið: Hrærið saman smjörinu, söxuðum steinseljum og sítr- ónusafanum. Mótið úr þessu lengju, sem sett er á kaldan stað, svo hægt sé að sneiða hana niður. Kjötið steikt eins og sagt er fyrir hér á undan. Ofan á hverja kjötsneið er lagður biti af steinseljusmjöri, þegar það er borið fram. Borðað með frönskum kartöflum. í staðinn fyrir steinselju- smjör er hægt að nota pipar- Frh. á bls. 35. Sé ætlunin að bera fram buff, á ætíð að kaupa lundir eða hryggjarvöðva, annað- hvort nauta eða folalda, sem á að hafa hangið 8—10 daga. Það á helzt ekki að sneiða kjöt- ið niður, fyrr en á að steikja það og nota við það flugbeitt- an hníf. Látið ykkur aldrei koma til hugar, að láta tæta það í sundur hjá kjötkaup- manninum í tætivélunum, sem þeir hafa upp á að bjóða, því þá verður kjötið þurrt. Hvernig er þá bezt að steikja kjötið? Berjið það ekki nema með hnefanum, (annað er algjör óþarfi, ef kjötið er 1. flokks), og steikið það ekki fyrst á þurri, heitri pönnu, þá verður skorpan hörð. Kjötið lokast alveg eins vel við að koma ofan í heita feiti, sem á heita pönnu. Sem sagt: pannan hituð, smjörið eða smjörlíkið sett á og kjötið látið út í, þegar það byrjar að brúnast. Athugið vel að hafa mesta straum undir pönnunni, annars kólnar feit- in of mikið, þegar kjötið er látið á pönnuna og þá rennur kjötsafinn úr kjötinu. Hafið mesta straum á í 1 mínútu, dragið þá úr hitanum, kjötinu snúið eftir 2 mínútur, sett á mesta straum í 1 mínútu dreg- ið úr hitanum á ný og steikt HEILRÆÐI. Sé ætlunin að prjóna stuðla á 4 prjóna, er bezt að byrja hvern prjón með brugðinni lykkju og enda prjóninn með sléttri lykkju. Þá erum við laus- ar við hinar leiðinlegu rendur, sem koma upp, hvar hver prjónn hefst. Oft er erfitt að ná burt varalitablettum. Núið fyrst blettinn með mjúk- um klút, vættum með blettavatni, sem leysir upp fituna. Nú ætti að vera auðvelt að þvo blett- inn úr á venjulegan hátt. Ef bletturinn er hins veg- ar þrálátur er gott að bera á hann dálítið glycerin með fingurgómunum. Eft- ir 1—2 klst. ætti venjuleg íbleyting og þvottur að vinna bug á blettinum. Það er ryk allsstaðar og það kemur án afláts. Þrátt fyrir það leitumst við við að fjar- lægja hluta af því, þótt það sé vanþakklátt starf. Það ryk, sem okkur fellur verst, er það sem sést, og leggst í þykkum lögum bæði á gólf, borð, bækur, í stuttu máli sagt allsstaðar. Ryksugan er hér mikil hjálp- arhella. Hún sýgur til sín ryk úr teppum og húsgögnum, af bókum, gólfum og gluggatjöld. um. Hún getur þó ekki að öllu leyti komið í stað afþurrkun- arklútsins og þá vaknar spurn- 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.