Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 37

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 37
Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). t þessari viku er ýmislegra breytinga aS vænta á högum yðar. Loftið er þrungið spennu og þess .vegna þurfið þér að gæta þess að láta ekki tilfinningarnar hlaupa með yður í gönur. Ennfremur þurfið þér svo sannarlega að gera greinarmun á skjalli og samúð. Nautsmerkið (21. april—21. maí). Það lítur út fyrir að óveður sé í aðsigi. Á tíma- bilinu 15.—18. nóv. koma upp vandræði mikil hjá þeim sem fæddir eru um þann 30. apríl. Samt sem áður ríður mikið á þvi, að þér farið vel með heilsu yðar og gætið þess að reyna ekki of mikið á yður. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní.) Vissulega standið þér í ströngu þessa dagana og yður kann ef til vill að virðast að of mikið sé krafist af yður. En stjörnurnar segja, að þér munið leysa þessi verk prýðisvel af hendi, ekki sízt vegna þess að undanfarna daga hafið þér verið í sjöunda himni af gleði. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Innan tíðar fer eitthvað að rofa til, eða með öðrum orðum þetta mun ganga betur og betur eftir því sem dagarnir líða. Erfiðleikarnir eru nú loksins yfirunnir og framtíðin blasir við björt og fögur. En þet.ta kost- ar það, að þér verðið aldeilis að taka á honum stóra yðar. Ljónsmerkið (22. júlí—23 ágúst). Þeir, sem fæddir eru í kringum þann 30. munu að öllum líkindum lenda í klípu nokkurri, sem erfitt reynist að losna úr. Sennilega munuð þér fá óvænt tíðindi erlendis frá, líklega bréf, sem bæði mun gleðja yður og hryggja í senn, Jómfrúarmerkið (24. ágúst—23. sept.). Fólk það, sem afmælisdag á í kringum 20. sept.- ember, mun öðlast mikinn frama og álit fyrir vel unnin verk. Annars er vikan fremur tíðindalítil, en þó munu 15. og 16. nóvember vera hentugir til hvers konar framkvæmda. Happatala þessa viku er 9. © o Vogarskálamerkið (24. sept.—23. okt.). Þessi vika mun veröa full af gleði og óvæntum at- vikUm, því að vikan er greinilega 1 merki gleðinnar. Þótt. liðið sé fram á vetur, þá spá stjörnurnar, að þér eigið talsvert frí í vændum og yður til mikillar ánægju. Ástamálin eru hagstæð. Sporðdrekamerkið (24> okt.—22. nóv.). Heldur mun vika þessi verða hversdagsleg, einkum fyrri parturinn, en mun þó eitthvað gerast svona undir lokin. Það er áríðandi, að þér vinnið verk yðar af kostgæfni og alúð, enda mun yður þá vel verða launað. Gleðilegur afmælisdagur er 18. nóv. Bogmannsmerkið (23. nóv.—22 des.). Þér ættuð að kappkosta, að sjá svo um að reyna firra þeim vandræðum, sem þegar hafa komið upp vegna framkomu yðar. Sannast að segja eruð þér of ýtinn og frekur í umgangi yðar viö annað fólk. Hroki og gort er ennfremur aldrei leiðin til frama. Steingeitarmerkið (23. des.—20. jan.). Loksins getið þér hafist handa um það, sem þér ráðgerðuð fyrir löngu. Allt það, sem þér takið yður fyrir hendur mun verða talið nokkuð heilladrjúgt, einkum þær ráðstefanir, sem þér gerðuð heima fyrir til þess að leysa vandamál nokkurt, sem þar kom upp. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.). Þér verðið að taka til einhverra ráða í sambandi við einkalíf yðar því að þar munuð þér reka yður á margt, ef þér reynið ekki að bæta einhverju þar um. Og yfirleitt ættuð þér að taka meira tillit til náung- ans, en þér hafið hingað til gert. Fislcmerkið (20. febr.—20. marz). Mjög góð vika er framundan, næstum skínandi. Allt virðist brosa við yður og allar deilur og rifrildi munu haðna niður, enda munuð þér hafa reynt að standa í skilum og jafna málin eftir beztu getu. Ástamálin munu leika í lyndi og Bakkus mun kyssa yður á báðar kinnar. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.