Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 13
að. Mætti ég gefa yður einn regluleg- an Martini? — Jú, þakka yður fyrir. — Hann veldur því, að umhverfið verður svolítið fjarrænt og litbrigði stað- arins sjást betur samanborið við það, sem við eigum að venjast. Hann blandaði reyndar ákaflega ljúf- fengan drykk og við snæddum með auk- inni lyst reykta svínslærið og krydd- síldina, sem var forrétturinn. Gestgjafi minn var elskulegur í viðmóti og fjör- ugt tal hans var mjög þægilegt. — Ég bið yður að afsaka, ef ég tala of mikið, sagði hann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri í þrjá mán- uði til að tala ensku, og ég býst ekki við, að þér verðið hér lengi og ég ætla því að nota mér þetta tækifæri. — Þrír mánuður í Positano er lang- ur tími. — Ég hef leigt mér bát og ég fæ mér bað í sjónum og fer á fiskiveiðar. Ég les iíka mikið, hef nóg af bókum og ef það er eitthvað, sem ég get lán- að yður, mun ég gera það með ánægju. — Ég held, að ég hafi nóg að lesa. En mér þætti gaman að sjá, hvað þér hafið af bókum. Það er alltaf skemmti- legt að skoða annarra manna bækur. Hann leit hvasst á mig og drap titt- linga. — Það segir mér líka mikið um yð- ur, muldraði hann. Þegar við höfðum lokið við að borða, héldum við áfram samtali okkar. Hinn ókunni var víðlesinn og hafði áhuga á mörgum mismunandi málefrmm. Hann talaði af þekkingu um málaralist, svo Ég fór með honum upp í svefnherbergi hans, þar sem þjónninn var að búa um rúmið hans. Hið fyrsta sem ég kom auga á var mynd í íburðarmiklum ramma... FALKJNN 13 að ég hélt að hann væri gagnrýnandi eða listaverkasali. En þegar í ljós kom, að hann hafði lesið Svetonius nýlega, réð ég af öllu, að hann kenndi við há- skóla. Ég spurði hann að heiti. — Barnaby, svaraði hann. — Þetta nafn vakti fyrir skömmu mikla athygli. — Nú, já. — Hafið þér ekki heyrt um hina dáðu frú Barnaby? Hún er landi yðar. — Ég verð að játa, að ég hef séð nafn hennar í blöðunum upp á síðkastið. Þekkið þér hana? —- Já, mjög vel. Hún hélt margar stórkostlegar veizlur fyrir skömmu og ég fór þangað í hvert skipti, sem hún bað mig um það. Það gerðu allir. Hún er stórkostleg kona. Hún kom til Lon- don til þess að taka þátt 1 samkvæmis- lífinu. Það veit trúa mín, að hún gerði það líka. — Mér skilst, að hún sé auðug? — Ótrúlega, held ég, en það eitt hef- ur ekki orsakað velgengni hennar. Það er nóg af amerískum konum, sem eiga peninga. Frú Barnaby er samkvæmis- manneskja eingöngu af því, að hún hef- ur þann persónuleika til að bera. Hún verður aldrei annað, hvað svo sem hún er í rauninni. Hún er alveg eðlileg sem slík. Hún er óviðjafnanleg. Þér þekkið að sjálfsögðu sögu hennar? Vinur minn brosti. — Frú Barnaby er ef til vill mjög fræg samkvæmismanneskja í London, en svo langt sem ég man, er hún al- gerlega óþekkt í Ameríku. Ég brosti líka, en aðeins með sjálf- um mér. Ég gat auðveldlega ímyndað mér, hve léttlyndi þessarar stórkostlegu konu og hve hin hispurslausa hrein- skilni hennar hefði fengið á hann. — Ég skal segja yður frá henni. Eigin- maður hennar virðist vera eins konar óslípaður demantur, hann er stór og samanrekinn náungi, segir hún. Hann getur slegið stóra holu í harðan jarð- veg með berum hnuunum. í Arizona gengur hann undir nafninu „Einnar-kúlu Mike“. — Hamingjan góða! Hvers vegna? — Jú, eitt sinn fyrir mörgum árum drap hann tvo menn með sömu byssu- kúlunni. Hún segir, að hann sé enn bezta skyttan fyrir vestan Klettafjöll. Hann er nú gullgrafari, en hann hefur verið kúasmali, vopnasmyglari og guð veit hvað, á sínum tíma. — ösvikinn maður að vestan, sagði Sjá næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.