Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 15.11.1961, Blaðsíða 20
Á myndinni hér að ofan kynnir Jónas Jónasson stjórnandi þáttarins „Hratt flýgur stund“ hina heimsfrægu spákonu Madame Fara Diba Fanfani. Eins og nafn spákonunnar ber með sér er hún heimsborgari og ekkert þekkti hún þessa frægu menn sem hún sá í hinni dularfullu „kúlu“. Jónas þekkti hinsvegar að þarna sá frúin inn á Alþing. s Hratt flýgur — íslendingar eru húmör- lausir og leiðinlegir. Ég held þeir séu leiðinlegustu menn, sem ég hefi umgengizt og svo er öll þeirra kímni rætin eða klæmin — já, klæmin. Fólki finnst ekki nokkuri púður í gamanvísum eða skemmtiþáttum nema þar úi og grúi af ruddalegu klámi og svívirðingum um ná- ungann. —■ Og upp á hvað þessa góðgætis ætlar þú að bjóða háttvirtum hlustendum í kvöld? Klám, rætni í garð náungans eða eitthvað verra? — Nei, ég hefi reynt að gera þáttinn þannig úr garði að hann særði engan og væri siðsamlegur — og þar með var Jónas Jónasson rokinn út úr magnaraherberginu og inn í upptökusalinn. Þetta var niðri í Útvarpi þegar upptakan á skemmti- þættinum „Hratt flýgur stund“, var að hefjast og þeir eða réttar sagt þau voru talsvert taugaslöpp. „Þetta er eins og á frumsýningu“. sagði einhver leikaranna, sem átti að koma fram. Jónas kom eins og fellibylur inn í magn- araherbergið og sagði Magnúsi Péturssyni að koma sér inn með hljómsveitina og Ævar Kvaran var búinn að taka upp trompetinn hans Jóns Múla, en Guðbjörg Þor- bjarnardóttir fór yfir „rull- una“ sína og var hugsi. Lyftan í þessu stóra húsi var sífellt í gangi og starfs- fólk Flugfélags íslands sem boðið hafði verið að vera við- statt var orðið margt í gang- inum. ★ Það voru allir seztir og rauða og græna ljósið kvikn- aði á litla lampanum á stóra hljóðnemanum og eftirvænt- ingin á hverri ásjónu. Jónas, sem fyrir skemm- stu hafði haft stór orð um gamansmekk samlanda sinna stóð við annan hljóðnemann á gólfinu og var ekki sýni- lega taugaóstyrkur. — Ég þarf að biðja ykkur að syngja, hóf hann máls. Þetta er stutt lag og textinn er á blaðinu, — Magnús viltu gjöra svo vel að spila lagið einusinni yfir, — svona —. Og lagið var spilað og sungið og svo fékk magnara- vörðurinn merki um að setja allt í gang inni hjá sér og upptakan hófst. ★ — Hér verður engum fórn- að nema sjálfum mér, hafði Jónas sagt og skemmtikraft- arnir komu fram hver af öðrum: Ævar R. Kvaran Guðbjörg Þorbjarnardóttir Hermann Guðmundsson, Fara Diba Fanfani að ógleymdum Ómari Ragnarssyni og þetta reyndist rétt: Það var engum fórnað. Ekki einu sinni Jónasi sjálfum. Allt fór þetta vel og greitt fram. Áhorfendur skemmtu sér konunglega og í sumum atriðunum bókstaf- lega grétu þeir af hlátri. A eftir spurðum við Jónas hvort það vaeri ekki erfitt að setja saman svona þátt. Hann sagði að það yrði eilífur höf- uðverkur og andvökunætur í allan vetur, því ætlunin væri að „Hratt flýgur stund“ kæmi á þriggja vikna fresti. Erfitt væri að fá menn til að semja fyrir útvarp. Það væri vegna þess, að þegar flutningi í útvarpi væri lokið væri yfirleitt ekki hægt að „troða upp“ með sama efni neinsstaðar aftur. Of margir væru búnir að hlusta á það í útvarpinu. — En þú hefur þína menn og þá ekki af lakari endanum,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.