Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 9
sérstætt andrúmsloft innan dyra Lat- ínuskólans, svo sem einnig utan dyra 'hans, og rauninni um allan bæinn. Mikill atburður varðandi land og þjóð var í aðsigi, — einhver spanandi óróleiki lá í loftinu, og jafnframt ginnandi tilhlökk- un um að lifa stóra stund og merka í lífi þjóðarinnar. Ákveðið var, að Latínuskólahúsið skyldi verða samkvæmis- og veizlustað- ur fyrir Hans hátign konunginn, meðan hann dveldist hér á landi. Þar átti kon- ungur að neyta miðdegisverðar dag hvern. Það var því talsvert umstang innan dyra til þess að prýða og fága hið 30 ára gamla skólahús. En í Lækjargötunni niður af skólan- um, var einnig tekið til starfa vegna konungskomunnar. Lækjargatan náði reyndar ekki lengra í suðurátt en að Skólabrúnni, gegnt stígnum að skólan- um. Næsta brú yfir lækinn til norðurs var Bakarabrúin, niður af Bakarabrekk- unni. Og þessa sömu daga var hafizt handa að lagfæra rennusteinana og kant- steinana í lækjarbakkanum, einnig grindverkin, sem lágu fram með göt- unni, voru tekin til rækilegrar lagfær- ingar. Reykjavík var um þessar mundir um 2500 manna bær, en landsmenn voru þetta ár 70070 að tölu. Margt nýstárlegt bar því fyrir augu og eyru eyfirzka piltsins, sem nú var kominn hingað til þess að hefja göngu sína til mennta og frama. Engan mun hafa órað fyrir því, að það féll í hlut þessa drengs að veita forstöðu næstu konungsmóttöku. Sú varð þó reyndin, er Friðrik konungur 8. heimsótti ísland, en Hannes Hafstein var þá ráðherra. Jafnframt því, sem að hinu ytra út- liti var gert sem glæsilegast og virðu- legast fyrir konungskomuna og þjóðhá- tíðina, tóku skáld og andans menn að búa sig undir virðingarkveðjur til kon- ungs. Matthías Jochumsson var þá 39 ára að aldri. Hann hafði fyrir nokkru ort Lofsönginn: Ó, guð vors lands. Nú orti hann konungskveðju, er hann kallaði Þingvallaminni konungs, og hófst á þessu erindi: Stíg heilum fæti’ á helgan völl, vor hjartaprúði Snælands-sjóli, er komst frá þínum konungsstóli að sjá var kæru fósturfjöll. Með frelsisskrá í föðurhendi, þig fyrsta konung guð oss sendi; kom heill, kom heill að hjarta Fróns. Steingrímur Thorsteinsson var þá 43 ára. Hann orti kvæðið: Þúsund ára sól- hvörf, er byrjaði svo: Sólin ei hverfur né sígur í kaf, situr á norðurhafs straumi, vakir í geislum hver vættur, er svaf, vaggast í ljósálfa glaumi; sveimar með himninum sólglitað haf sem í draumi. Frh. bls. 31 í tilefni af meðfylgjandi grein Gunnars M. Magnúss hefur FÁLKINN aflað sér nokkurra mynda af Hannesi Hafstein, sem sumar hverj- ar að minnsta kosti hafa ekki birzt áður. Myndin hér til hægri er af Hafstein í Kaupmannahöfn á stúdents- árum hans. en hinar mynd- irnar eru af honum á ýms- um skeiðum ævi sinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.