Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 12
Kristjana Ragnarsdóttir Pálfríður Guðmundsdóttir Rætt við fjórar húsmæður, sem allar húa í sömu blokkinni og allar hafa unnið stórvinninga í Bingóspilum. Austast í austurbænum eða þar sem Ásgarður liggur í Reykjavík býr heppið og hamingjusamt fólk. Þar blasir frjósamur Fossvogsdalurinn við sjónum manns í suðri, en mjallhvítir Móskarðshnúkarn- ir gnæfa við himin í norð- austri. Dag nokkurn er við vorum á gangi þarna inn frá, kom hópur ungra drengja á móti okkur. Sungu þeir við raust og veifuðu litlum fán- um. — Af hverju eruð þið að flagga? spurðum við. Á ein- hver afmæli? — Nei, nei. — Hvers vegna eruð þið þá að flagga? — Það er nefnilega kona hérna uppi á Ásgarði, sem vann 12 manna kaffistell í Bingó og bíl í happadrætti, svöruðu þeir litlu og hlupu brott. Það er naumast, að hér býr heppið fólk hugsuðum við með sjálfum okkur. Þarna eru heilar íbúðir, sem fengist hafa út á einn snjáðan happadrætt- ismiða hjá D.A.S., og svo er hér fólk, sem sífellt er að vinna í Bingó, þessu spili, sem svo margir eru sólgnir í og jafnvel merkismenn hafa fengið auknefni af. Við höfð- um til að mynda spurnir af konu nokkri, einmitt við Ás- garðinn, sem hafði unnið hjónarúm í Bingó. Síðan höfðu þau hjónin farið í Bingó svo að segja á hverju kvöldi. Það hlýtur að vera hamingjusamt fólk, sem getur farið í Bingó á hverju kvöldi. Okkur lang- aði því að hafa tal af þessu fólki, sem var svona heppið. Reyndar höfðum við heyrt annars Ásgarðs getið, en þar spiluðu menn ekki Bingó, þar drukku menn og goð mjöð fornan og börðust svo og dóu, vitanlega lifnuðu þeir við aft- ur. En æsir höfðu aldrei spilað Bingó og þaðan af siður ás- ynjur. Við fréttum svo á skot- spónum, að í blokk nokkurri við Ásgarðinn væru fjórar myndarlegar húsfreyjur sem allar hefðu unnið eitthvað í Bingó. Og einn eftirmiðdag, þegar rigningin var sem mest og forin í úthverfum höfuð- borgarinnar í ökla tókum við hús á þessum fjórum húsfreyj- um. Auðvitað völdum við eftirmiðdaginn, því að þá voru eiginmennirnir ekki heima og við gátum vænzt þess, að frúrnar hefðu eitthvað að segja. Allar þessar konur tóku okkur forkunnarvel, enda þótt þær væru á kafi í húsverkunum og mættu tímans vegna varla vera að tala við okkur. Blokkin ber númerin 149 — 165. Við knúð- um fyrst dyra hjá frú Ellen Stefánsdóttur_ sem býr aust- ast í blokkinni. — Segið okkur eitt, hafið þér unnið einhverja vinninga í Bingó? — Já, ég vann einu sinni skrifborð. Annars stunda ég þetta ósköp lítið, ég hef bara farið nokkrum sinnum. Hvaða vitleysa er þetta, ég vann líka ávísun á herrajakka, sem ég ætla svo að gefa manninum mínum í jólagjöf. Þetta er mesta happadrættisgata, þessi Ásgarður. Ég veit um konu, sem var að vinna 500 þúsund hérna við þessa götu, svo var líka einhver önnur að vinna gullúr hérna í nágrenninu. —- Var það hérna, sem hjónarúmið vannst? — Nei, ekki er mér kunn- ugt um það. Það hlýtur að hafa verið í annarri blokk, þetta eru allt svo miklar heppniskonur hér við Ásgarð- inn. Ég hef nú líka unnið Eigum við að k

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.