Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 29
„Já, eldhúsið er alltaf heitt. Við skulum bara koma fram,“ svaraði frú Herman. Bill og frú Kenmore fóru fram í eldhús og frú Herman í humátt á eftir. Hún þóttist ná í eitthvað inn í skáp og er hún heyrði að frú Kenmore var byrjuð að lesa aftur, gekk hún út og lokaði á eftir sér. Hún gekk upp og fékk sér glas af sherry meðan hún beið. Eftir klukkutíma heyrði hún fótatak frú Kenmore í stiganum. Frú Herman fór fram og mætti frú Kenmore í stiganum. Þær horfðust í augu augnablik, en síðan hélt frú Herman áfram niður stig- ann. Hún læddist inn í eld- hús og lokaði dyrunum á eft- ir sér. Bill steinsvaf með höf- uðið hangandi niður á brjóst- ið.' Hún gekk að gasvélinni með ákafan hjartslátt og eins og í leiðslu skrúfaði hún frá hverjum krananum á fætur öðrum. Hún stóð augnablik og hlustaði á hvíslið í misk- unnarlausu, óstöðvandi gas- inu. Síðan læddist hún út úr eldhúsinu og lokaði á eftir sér. ★ Lögreglan var mjög tillits- söm daginn eftir. Augu frú Hermans flóðu í tárum. Leigj- andi hennar var einnig mjög sorgbitinn. Allir sögðu, að þetta hefði verið löngu fyrir- sjáanlegt. Daginn eftir stóð frú Ken- more í útidyrunum með ferðatöskurnar. „Það er nú eiginlega engin ástæða til að þér séuð að fara núna,“ sagði frú Herman, „þetta er allt afstaðið.“ „Það er samt sem áður bezt,“ sagði frú Kenmore. „Vitleysa.“ Nei “ ”hví þá það?“ Frú Kenmore þagði augna- blik en tók síðan upp ferða- töskurnar og sagði: „Það er víst eins gott, að ég segi yður það strax. þér fáið hvort eð er að vita það. Ég og Bill höfum verið gift síðasta mán- uðinn. Ég gat fengið hann til að halda því leyndu dálítinn tíma.“ Sem steini lostin starði frú Herman, algjörlega mállaus á eftir frú Kenmore niður garðstíginn. Þegar frú Ken- more var komin að hliðinu, snéri hún sér við og sagði: „Viðskipti eru viðskipti. Ég sendi yður þessa þúsund doll- ara, þegar peningarnir koma frá skiptaréttinum." Fyrir 28)0.00 krónur á mánuði geJið bér oignazt síórti ALFRÆÐIORÐABÓKINA NORDISK KONVERSATIONS LEKSIKON sem nú kemur út að nýju á svo ótrúlega lágu verði ásamt svo hagstæðum greiðsluskilmál- um, að allir hafa efni á að eignast hana. Verkið samanstendur af: 8 stórum bindum í skrautleg- asta bandi sem völ er á. Hvert bindi er yfir 500 síður, inn- bundið í ekta „Fab-lea“, prýtt 22 karata gulli og búið ekta gullsniði. Bókin er öll prent- uð á fallegan, sléttan og ótrén- aðan pappír, sem aldrei gulnar. 1 henni er fjöldi mynda auk litmynda og landabréfa, sem prentuð eru á sérstakan list- prentunarpappír. 1 bókina rita um 150 þekktustu vísinda- manna og ritsnillinga Dan- merkur, og öllum mikilvægari köflum fylgja bókmenntat.il- visanir. Nú, á tímum geimíerðanna, er það nauðsynlegt, að uppdrætt- ir af löndum og borgum séu staðsettir á hnattlikani þannig að menn fái raunverulega hug- mynd um, hvað er að gerast umhverfis þá. Stór, rafmagn- aður Ijóslmöttur með ca 5000 borga- og staöanöfnum, fljót- um, fjöllum, liafdjúpum, Jiaf- straumum o. s. frv., fylgir bók- inni, en það er hlutur, sem hvert heimili verður að eign- ast. Auk þess er slíkur ljós- hnöttur vegna hinna fögru lita hin mesta stofuprýði. VIÐBÆTIR: Nordisk Konver- sations Leksikon fylgist ætíð með tímanum og því verður að sjálfsögðu framhald á þessari útgáfu. AFHENDING: Áætlað er, að bindi bókarinnar komi út með fjögurra mánaða millibili. — Hnattlíkanið er þegar hægt að afhenda, ef gerð er i það pönt- un tafarlaust. VERÐ alls verksins er aðeins kr. 4.800.00, ljóshnötturinn innifalinn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við móttöku bókarinnrr skulu greiddar kr. 400,00, en siðan kr. 200.00 mánaðarlega, unz verkið er að fullu greitt. Gegn staðgreiðslu er gefinn 20% af- sláttur, kr. 960,00. Bókabúð Norðra Hafnarstræti 4, simi 14281. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.