Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 26
í aðventukrans, sem er um 25 cm í þver- mál, þarf IV2—2 knippi af venjulegu, ólit- uðu basti. Vætið bastið og fléttið úr því fal- lega, jafna fléttu, sem þarf að vera um IV2 cm á breidd. Ekki verður komizt hjá því að auka, eigi fléttan að verða nógu löng. Er það gert á þann hátt, að nýir bastþræðir eru lagðir með hverju sinni sem bastþráður fer að þynnast, svo að fléttan sé alltaf jafn- breið. Að lokum eru endarnir jafnaðir til með skærum. Saumið saman 3 umferðir af fléttu með bastþræði. Það sem fram yfir er af fléttu, er klippt frá, þynnið út endann á fléttunni, svo að samskeytin sjáist sem minnst. Nú þarf að búa út 4 kertastjaka. Fléttið töluvert mjórri fléttu, lengdin mátuð kringum þá kertastærð, sem nota á, og fléttan saumuð saman. Kertastjakarnir festir á kransinn með bastþræði. Setjið modelleir eða „kítti“ í kerta- stjakana, svo hægt sé að festa kertunum ör- ugglega. Að síðustu er kransinn skreyttur með litlum grenikvistum á milli kertanna. Kransinn er hægt að hengja upp með rauð- um böndum, t. d. í dyrakarminn, eða láta hann hanga í þar til gerðu hengi, sem getur svo staðið á borðinu. Kringlótti fótstallurinn er nál. 14 cm í þvermál, er búinn til úr krossviði, líka stjarnan. Límið 37 cm langan, mjóan sívalning fastan 1 gat í miðju fótstalls- ins. Ofan í sívalninginn er skorin rauf, sem böndin og stjarnan geta hvílt á. Hengið mál- að með rauðu cellulosalakki. Fylltur hveitikrans 35 g pressuger eða IV2 msk. þurrger 3 dl mjólk V2 tsk. salt 1 tsk. kardemommur 75 g sykur 100 g smjörlíki 650 g hveiti. Fylling: 75 g sykur, 2 msk. smjörlíki Börkur af 1 sítrónu 1 msk. hveiti. Ofan á: 2 msk. grófur sykur 1 msk. saxaðar möndlur Egg að smyrja með. Frh. á bls. 38. 26 FÁLKINN í jólaföstu tsndrum við fyrsta jólakertið í aðventukransinum, sem við getum sjálfar fléttað Or basti og skreytt með greni- greinum og rauðum silkiböndum. Síðan bjóðum við heimilis- fólkinu uppá ilmandi, nýbakaðan, fylltan hveitikrans. vóta óvti'inucL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.