Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 36

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 36
SNITTVERKFÆRI Nr. 65RP l”—2” Stærð 6” Nr. BC410 y8”—4” Umboðsmeim: Prlll3£at,E> . Þorsteinsson & Johnson h.f. Grjótagötu 7 — Sími 24250. Krossfískar og... Frh. af bls. 15 skyldi draga til tíðinda. Vissu þeir, sem úti fyrir stóðu, ekki fyrr til en hinn ein- kennisbúni hnefaleikari birtist öfugur í gættinni. Á eftir fylgdu strákar tveir, se.n hrundu vaskmenninu fram af pall- inum og kom hann niður á bakið. Dyrapallurinn fylltist þegar af fólki að baki strákanna og þótti áhorfendum, er vanist höfðu lengri og harðari senn- um, sem þeir hefðu of lengi og mikið til lítils hlakkað, að sjá viðureign norð- firzkra áflogamanna og reykvísks hnefaleikara. Var ekki trútt um að stöku maður léti lögregluþjóninn heyra það, er hann var staðinn upp, að miklu atkvæðameiri væru kerlingar þar á staðnum í handbragði sínu, er þær sæktu bændur sína fulla í áflogaþvög- una. Ekki anzaði Sunnlendingur þeim hnjóðsyrðum, en hvarf á brott sem skjótast. Hugðu Norðfirðingar hann nú bíða fars suður. En þar skjöplaðist þeim, því sami hópurinn stóð enn á dyrapallin- um og strákarnir tveir fremstir er hann kom aftur. Bætti hann nú úr tíðinda- skortinum, brá á loft lítilli skammbyssu og skaut í einni bunu sex skotum á fólkið. Særðust þar fjórir menn, einn á læri, annar á hendi, hinn þriðji á kálfa og sá fjórði á síðu. Nutu menn þess, að lagavörðurinn átti ekki stóra byssu, en þó hefðu þessi skeyti nægt sex manns til bana ef þau hefðu gengið á hol. Þar hvarf efi Norðfirðinga um það, að Sunnlendingurinn væri heimakon- um fremri í einurð, lögðu því enn hend- ur á manninn er hann tók að hlaða byssu sína á ný og afvopnuðu. Eftirmál urðu þau að Sunnlendingur- inn var kvaddur til Reykjavíkur og fengið annað embætti en löggæzla, en strákarnir hlutu biðdóm fyrir aðför að einkennisbúnum lögregluþjóni. Þessi tíðindi munu hafa gjörzt miðja vegu milli Alþingishátíðar og stríðs- byrjunar og héldu Norðfirðingar ó- breyttum aðferðum við að skemmta sér enn um sinn. En svo var það í stríðsbyrjun að nýr maður kom í plássið. Sá hafði verið á Spáni í her lýðveldissinna, barist gegn Hitler, Mússólíni og Frankó og skotið menn. Sjálfur bar hann ör eftir byssu- kúlur, miklu stærri en þau, sem Sunn- lendingurinn úthlutaði forðum úr bauna- byssunni sinni. Þetta var Halli heitinn Spánarfari. Og ofan á allar fyrrgreindar dáðir bætt- ist svo haldgóð hnefaleikakunnátta með slíkri einurð og snerpu, að það skeði á- vallt samtímis ef til bar, að einhver reiddi til höggs gegn honum, að sá hinn sami lá flatur undan kjaftshöggi. Við Halla Spánarfara tjóaði engum að slást. Hann hafði orðið mannsbani. Það var óvéfengjanlegt að Halli Spán- arfari var þá svalasti kall á Austurlandi og helzt eftirbreytnisverður fyrir unga menn. Var þá ekki verið að hneykslast á því, fyrst út í það var komið á annað borð, þótt Halli Spánarfari væri frábit- inn slarki. Menn höfðu nú gert annað eins á Norðfirði, til að teljast menn með mönnum, og það að vera allsgáðir. Liðu ekki margar vikur frá heim- komu Halla Spánarfara áður en sú fregn barst út um gjörvalla Austfirði, að haldig hefði verið ball á Norðfirði og enginn sleginn niður. Að þeim tíð- indum sannspurðum urðu menn ekki eins hissa er það fréttist enn nokkrum vikum síðar að dansleikur hefði verið haldinn á Norðfirði og enginn verið fullur. Vitaskuld var Halli Spánarfari mikill kommúnisti, sem prédikaði yfir Norð- fjarðaræskunni boðskap hinnar rúss- nesku byltingar og fullvissaði áfjáða til- heyrendur sína um að þessháttar bylt- ing yrði ekki gerð á fylliríi. Og án þess að varpa rýrð á hlut Lúð- víks alþingismanns, Bjarna bæjarstjóra né annarra forsprakka sósíalismans á Austurlandi, leyfi ég mér að staðhæfa ag Halli Spánarfari hafi átt drjúgan þátt í því geð-eðlisfræðilega afreki, að lita sprittlogann, sem lengi hafði borið sína bláu birtu á mannlíf Norðfirðinga, rauðan. Eftir nokkurra ára reglusemi komust sósíalistar svo í meirihluta í stjórn Nes- kaupstaðar. í valdi Áka og Brynjólfs nýsköpunarmanna tókst þeim að mynda sósíalistiskt ríki í ríkinu. En þá var Halli Spánarfari löngu allur. Hann fórst með norsku kaupfari snemma á stríðsárun- um. Norðfirsku sósíalistarnir náðu eignar- haldi á sameignartogurum og öðru því, sem til þurfti að gera hina miklu til- raun til íslenzks kommúnisma, er í framkvæmdinni tók þá vendingu, að sósíaldemókratíið mun nú hvergi standa fastari fótum á íslandi en í Neskaupstað. Það þarf enginn að efast um gildi ein- staklingsins í íslenzku þjóðlífi: Þórbergur og Laxness stýra flestum pennum á landinu þrátt fyrir fífldjarf- ar tilraunir manna til að skrifa öðruvísi. Sigurgeir heitinn biskup breytti radd- blæ íslenzkra presta til frambúðar hvort sem Káeffúmmistum líkaði betur eða ver. Lindi punktur viðhélt, einn og ó- studdur, óværð í heilu byggðarlagi aust- anlands í 62 ár, þrátt fyrir hatrammar hreinsunaratlögur f jögurra héraðslækna. Meg honum mun hafa dáið út konungs- lúsin svonefnda, en hún var afbrigði að því leyti, að blóðið myndaði ekki kross á bakinu á henni, heldur stórt X eins og það, sem Kristján konungur tíundi skrifaði með rómverskum tölustaf á eft- ir nafninu sínu, og enn getur að líta á gömlum íslenzkum fimmeyringum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.