Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 37

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 37
MODEL LIDO | NÝ TASKA ÚR NÝJU EFNI: SCION EINNIG LAKK CERES undirfötin Or -íiylon eöa prjónasilki tízkulitir NÆRFATAGERÐIN CERES SÍMI 1959D SEUÐ ÞER VEL KLÆDD VELJIÐ ÞÉR Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Gæfan er hverful og þér ætt.uð að skjóta öllum stór- virkjum á frest unz líða tekur á vikuna. Þeir, sem fá vetrarfrí innan skamms, munu fá gott og gleðilegt frí. Ekki er unnt að segja, að laugardagur verði til lukku í þessari viku, einkum hvað snertir ástamálin. Nautsmerkið (21. apríl—22. maí). Yfirleitt. virðist vofa yfir öllum þeim, sem undir þessu merki eru fæddir, dálítið peningaleysi. Sérstaklega er þessi mánuður, sem er að fara í hönd, hættulegur, hvað snertir fjárhaginn. Þessa dagana er að vænta mikilla breytinga á starfi yðar, sem verður yður til heilla. Tvíburamerkið (28. maí—21. júní). Fáir eru gæddir eins miklum yndisþokka og alúð sem þér, þess vegna mun yður fyrirgefast margt, sem ella ylli deilum og ýmis konar vandræðum. Stjörnurnar segja, að í vikunni munuð þér lenda í rómantísku ást- arævintýri, sem ekki varir þó lengi. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Gætið þess að notfæra yður þá hæfileika, sem þér hafið til hins ýtrasta. Enn fremur ættuð þér að vera svolítið samvinnuþýðari og þér gætuð reynt að koma yður dálítið betur við samstarfsmenn yðar. Undir lok vikunnar munuð þér verða beðinn um nokkuð, sem þér eigið erfitt með að leysa. Ljónsmerkið (23. júlí—22. ágúst). í þessari viku rekið þér endahnútinn á það, sem skapar yður vinsældir og gerir það að verkum, að þér verðið vinsæll gestur, hvar sem yður ber að garði. Ann- ars er unga fólkið mjög ánægt með lífið, og margt hugsar um að gifta sig innan skamms tíma. Jómfrúarmerkið (23. ágúst—22. sept.). Loksins fenguð þér byr undir báða vængi, vikan verður mjög hagstæð að öllu leyti. Einkum verður vik- an gleðileg þeim, sem einhvern snefil hafa af kímni- gáfu og ástamálin munu blómstra meir en nokkru sinni áður. Happatölur þessa viku eru 2, 9, 20, 25. Vogarskálamerkið (23. sept.—22. okt.). Að vísu er þessi vika ekkert sérlega hagstæð, en þér getið bráðlega vænzt betri tíma, einkum hvað snert.ir fjármál og ástamál. Þér þurfið að tileinka yður meiri sjálfsgagnrýni, því að til þessa hafið þér verið allt of hreykinn af svo að segja ekki neinu. Sporðdrekamerkið (23. okt.—21. nóv.). í þessari viku munu margir fá tækifæri til þess að hvílast og iðka sín sérstöku áhugamál. Þér æt.tuð að muna, að kurteisin kostar ekki peninga. Enn fremur ætt.uð þér að kosta kapps um að vera ætíð þér sjálfur og hætta allri sýndarmennsku. Bogmannsmerlcið (22. nóv.—22. des.). Þér ættuð hið fyrsta að reyna að skipuleggja tíma yðar betur en þér hafið gert hingað til. í þessari viku er margt góðra tækifæra og það ríður á því að grípa gæs- ina meðan hún gefst. Annars er vikan hagstæð, sérstak- lega fjármálin. Steingeitarmerkið (23. des.—20. jan.). í þessari viku er útlit fyrir að þér fáið aukatekjur og jafnvel getur komið fyrir, að þér græðið í happa- drætti eða einverju slíku spili. Þér, sem fæddir eru á tímabilinu frá 23—27. desember hefur ástagyðjan sér- stakt dálæti á. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. fcbr.). Ekki er laust við, að þér verðið fyrir nokkurri gagn- rýni í þessari viku, séstaklega hvað snertir starf yðar. Reynið því að vinna betur og gera eins vel og þér getið. í vikulokin getið þér svo tekið hlut.unum með ró. Happatölur þessa viku eru 3, 7, 10 og 24. Fiskmerkið (20. febr.—20. marz). Þér munuð að öllum líkindum lenda í deilu nokkurri, þar sem þér eigið í vök að verjast. En allt mun þó leys- ast fyrir aðstoð góðra manna. í ástamálunum er ýmis- legra stóratburða að vænta og þér megið ekki búast við, að allt fari vel í þeim efnum. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.