Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 31
Hlustað gegnum •. • Frh. af bls. 11 En nú sá hann hvar reyk lagði gegn- um rifu með hurðinni, veikan, gráan reyk, — svo veikan að hann aðeins gat greint hann. En lyktina fann hann vel. Þetta var sviðalykt. Eitthvað var að brenna. Hann vissi þegar hvernig í öllu lá Húsið átti að brenna til ösku, meðan þau voru öll fjarverandi. Það mundi brenna svo fljótt, að deyfður og lamað- ur maður mundi ekki verða neins var og ekki kenna meira til en feyskinn tré- drumbur. En svo varð hugsunarferill hans ekki lengri, því að þegar brunalyktina lagði að vitum hans, tók hann til athafna, án þess að hugsa. Hann reikaði fram úr rúminu og stóð svolitla stund á gólfinu skjálfandi. Svo rykkti hann upp hurð- inni og lá við að hann hlypi fram á ganginn. Ef til vill var honum lífs von enn. Reykurinn kom innan úr setustofunni og hann vissi að síminn var þar inni. Hann spyrnti upp hurðinni og stað- næmdist á þröskuldinum eins og steini lostinn. Þar stóðu þau öll þrjú: aðstoðar- læknirinn, læknirinn sjálfur og Dóra, en stórt járnker með eldglóð stóð á gólf- inu rétt við dyrnar á herbergi sjúklings- ins. Dóra fór til hans í einni svipan, tók báðum handleggjum utan um hann, þar sem hann gekk upp og niður af mæði, og þrýsti honum að sér. Rödd hennar skalf, er hún sagði: — Mér fannst þetta viðbjóðslegt, en þetta var einasta úrræðið, sem við átt- um. Mér þykir svo leitt, að við skyldum þurfa að hræða þig. Þá nefndi hann nafn hennar. Hannes Hafstein Frh. af bls. 9. Bólu-Hjálmar var þá orðinn 78 ára að aldri og kominn að fótum fram. Hann orti nú einnig ljóð, er hann lagði í munn Fjallkonunnar, og hefst á þessu erindi: Sjá nú, hvað ég er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar. Eldsteyptu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum ævi minnar. Kóróna mín er kaldur snjár, klömbrur hafísa mitt aðsetur, þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur. Þær voru margar andlegu hræring- arnar, sem orkuðu á nýsveinninn ey- firzka, sem var opinn fyrir hverjum blæ úr þeirri átt, svo sem siðar kom í ljós. III. Um haustið settist Hannes Hafstein í fyrsta bekk. Þar hófu nú 13 námið, en í skólanum voru alls 65 piltar. Við röð- unina 2. desember 1874 var Hannes hinn fjórði í röðinni. Þetta ár var það til nýmælis í lærða skólanum, að skólaskýrsla hans var þá í fyrsta sinn prentuð eingöngu á íslenzku, áður var önnur síðan á íslenzku, hin á dönsku. í byrjun næsta árs, þegar raðað var, var Hannes ‘hinn þriðji í röðinni, en 14 voru nú í bekknum. Næsta skólaár voru 78 piltar við nám í skólanum. Á afmælisdag Hannesar Hafsteins, 4. desember 1876, en þá varð hann 15 ára, var raðað í bekknum. Varð hann nú efstur. Enn var það næsta vetur, að barátt- an stóð um efstu sætin, og má nefna þrjá gáfaða pilta í þeirri sókn: Pálma Pálsson, Lárus Ó. Þorláksson og Jón Thorsteinssen. Hann var reyndar þeirra langyngstur, en hélt efsta sætinu við röðunina 3. desember 1877 í fjórða bekk. Þennan vetur kom Þorsteinn Erlings- son í skólann og settist í fyrsta bekk. Næsta ár varð Hannes hinn 5. við Kæri Astró! Ég les alltaf þætti þína og hef gaman af. Þess vegna lang- ar mig að skrifa þér. Ég er fædd í apríl 1946, klukkan 2 að degi til. Ég á heima í kaup- stað norðanlands, ásamt for- eldrum mínum og systkinum. Ég er í þriðja bekk gagnfræða- skólans í vetur. Ég hef mjög gaman af kindum og ‘hef ver- ið oft í sveit og þótt ágætt. Ég hef verið hrifin af strák, sem fæddur er einhvern tíma snemma í október 1944, og núna af öðrum, sem á heima fram í sveit. Hann er átján ára og hann er líka hrifinn af mér. Nú langar mig að vita eitthvað um framtíðina og þá helzt ást- armálin og heilsufarið. Vin- samlega sleppið fæðingardegi. Með beztu kveðju og þakklæti fyrir svarið. Sigga. Svar til Siggu: Þú fæddist þegar sól var 0°52' í merki Nautsins. Þetta gerir þig listræna hvað liti og tóna áhrærir. Þú hefur því næmleik fyrir list, en munt samt ekki stunda hana. í fæð- ingarkori þínu er sólin staðsett í níunda húsi, þannig að lang- skólanám eða nám við æðri skóla mundi liggja vel fyrir þér. Samt er ekki líklegt, að þú leggir þetta fyrir þig, en þú munt finna að hugur þinn hallast meir og meir að trúar- brögðum, dulfræðum og heim- speki og þér lætur vel að iðka slíkt. Eitt ber þér samt að var- ast í því sambandi, og það er að staðna í skoðunum. Því lífið er eilíf framvinda, og leiksen- ur lífsins breytast stöðugt. Af þessari afstöðu er mjög senni- legt að þú giftist manni, sem fæddur er erlendis eða að minnsta kosti á stað, sem mjög fjarlægur er þínum heimaslóðum. Sá maður verð- ur áhrifamaður eða starfar á vegum hins opinbera. í sambandi við vini þína vildi ég taka það fram, að þeir eru dálítið varasamir, og þér léti bezt að eignast vini af eldri kynslóðinni. Þú ættir að varast alla skjótfengna vini, en tileinka þér að kynnast fólki hægt og rólega, að öðr- um kosti er hætt við að þú eigir eftir að brenna þig illi- lega á því. Vissar afstöður benda til þess að þú munir eignast tví- bura þegar fram líða stundir, og verðir öðrum konum frjó- samari. Ef við ræðum nokkuð um framtíðina sérstaklega, þá muntu hitta þann, sem geng- ur að eiga þig þegar þú ert átján og hálfs árs. Þú mátt búast við að maður þinn verði af þeirri tegundinni, sem lætur skyldur ganga fyrir ánægj- unni, og ef þú sættir þig við þetta einkunnarorð hans, verð- ur hjónaband ykkar farsælt. Hvað viðkemur heilsufarinu er nokkuð erfið ár 27. 39 ára eru afstöður til stuttrar spít- alalegu og 57 ára. Þegar þú ert átján ára, hlýt- urðu góða fjánhagsaðstoð frá eldri vini og einnig þegar þú ert 29 ára. Þegar þú ert 36 ára, verður stutt sjóferð þér til mikils ábáta. 43 ár verður mik- ill stöðuávinningur hjá manni þínum, og þá verður hann hækkaður í tign. Þegar þú ert 50 ára, ehr ferðalag til útlanda í vændum í sambandi við skemmtiferðalag, sem þú ferð með manni þínum. Bezti tími ársins til athafna í fjármálunum hjá þér, er frá 7. september ár hvert til 29. sama mánaðar. Þá er heppi- legur tími til að rukka skuldir og ráðast í að kaupa ýmislegt, sem mann vanhagar um. 21. desember til 27. janúar er heppilegastur fyrir skemmtan- ir, ástamálin, börn o. fl. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.