Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 29.11.1961, Blaðsíða 27
n ýmaówia Nýru eru það kjötmeti, sem er tiltölulega ódýrt núna, rúm- lega 22 kr. kg., og því sjálf- sagt að nota það. Nýru hafa sitt sérkennandi bragð, eins og lifui. Ýmsum fellur það vel, öðrum miður, en bragðið má deyfa með því, að láta nýrun, er þau hafa verið hreinsuð, liggja í nægu ediksvatni í 15 —20 mínútur, og sé suðunni hleypt upp á þeim, hverfur bragðið alveg. Nota má bæði lamba, kálfa, nauta- og svínsnýru, en hér á landi eru það einkum lamba- nýru, sem notuð eru. Eins og áður er sagt, þá eru þau til- tölulega ódýr, auk þess þarf tiltölulega lítið af þeim, þar eð þau eru bezt blönduð með grænmeti, hrísgrjónum, makkaróni eða lauk. Nýru eru nokkuð auðug af B-vitamíni og járni. Þegar þau eru hreinsuð, er himnan, sem hylur þau fjarlægð og þau klofin. Sé ætlunin að útbúa nýrna- smásteik, eru nýrun skorin í þunnar sneiðar, sem velt er upp úr hveiti, sem í er bland- að salti og pipar. Steikt við frekar mikinn hita í smjörlíki eða annarri feiti, þar til allur vökvi 'hefur gufað upp úr þeim. Þetta tekur dálítinn tíma, og á meðan hreinsum við 4—5 litla lauka og gulræt- ur. Gulræturnar eru skornar í sneiðar, en laukarnir hafðir heitir. Sett í pott ásamt nýr- unum. Vatn látið á, þó ekki meira en svo, að það hylji tæp- lega matinn. Soðið við hægan eld í Vi klst., og þá er aðeins eftir að bragða á matnum, krydda hann meira, ef þörf gerist. Hellt á fat og mikið af' sax- aðri steinselju stráð yfir, einn- ig er gott og faliegt að skreyta réttinn með þunnum, steikt- um baconsneiðum. Góðar, hrærðar kartöflur bornar 4 egg 2 msk. smátt sax- aður laukur, 2 soðnar kartöflur 1 msk. smjörlíki eða smjör Salt, pipar Afgangur af soðnu grænmeti, kjöti, hangikjöti,pylsu o. s. frv. ðð( Laukurinn hitaður á pönnu í feitinni, ásamt kartöflun- um, sem skornar eru í fer- kantaða bita, má þó ekki brúnast. Eggin þeytt með kryddinu og kjötinu, sem er saxað. Eggjunum hellt yfir laukinn og kartöflurnar, þegar það er nægilega steikt. Látið stífna við meðalhita. Stingið í eggin með gaffli, svo að þau stífni jafnar. Eggja- kökunni rennt yfir á fat og brotin saman. Rifnum osti og sinnepi eða öðru grænu, ef til er, stráð yfir. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.