Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Page 8

Fálkinn - 07.02.1962, Page 8
Um borð í olíuskipinu Kyndli er ungur piltur, Guðmundur Skarphéð- insson að nafni. Frá blautu barnsbeini hefur hann orðið fyrir merkilegri dulrænni reynslu. Hann hefur lýst voveiflegum atburðum fyrir fólki, at- burðum, sem hafa gerzt áður. Einnig hefur komið í ljós, að hann er furðu- legum huglækningamætti gæddur. 1 þessari grein er rætt við Guðmund og sagt frá atburðum, sem hinir dulrænu hæfileikar hans koma við sögu. / Aldan gjálfrar létt við bryggjustólp- ana á bryggjunni í Skerjafirði. Við enda bryggjunnar liggur Kyndill. Klukkan er tæplega sex að kvöldi og ljósin í Kópavogi speglast í firðinum. Það er verið að dæla olíu í skipið. Eftir þrjá tíma á skipið að fara. Ég stíg um borð og held rakleiðis upp í brú. Hið fyrsta, sem blasir við manni, þegar komið er um borð, er stórt rautt skilti, sem á stendur: Reykingar stranglega bannað- ar. Uppi í brú hitti ég skipstjórann, Pétur Guðmundsson. Hann er hár og myndarlegur maður með hökutopp. Ég ber upp erindið. — Bíddu andartak, ég skal ná í hann, segir hann og fer niður í skip. Fyrstu áhrifin. Innan stundar komur ungur piltur upp i fylgd með skipstjóranum. Þetta er meðalmaður á hæð,'skolhærður, með 8 FALKINN blá augu, sem líta ekki beint á mann, heldur svolítið til hliðar. Við heilsumst og ég segi honum erindi mitt. Hann spyr, hver hafi sagt mér frá honum. Ég segi honum það og hann er fús að skýra frá skyggnigáfu sinni og dulræn- um hæfileikum. — Ég er fæddur í Reykjavík 22. marz 1944, segir hann og horfir dálítið ein- kennilega á mig. -— Ég varð strax var við þennan hæfileika sem barn. Ég sá fólk og ýmislegt, sem aðrir sáu ekki Ég var hræddur við það og hafði óþæg- indi af því. Svo hvarf þessi skyggni allt í einu. En fyrir tveimur árum fór ég á miðilsfund. Þá kom læknir frá öðrum heimi til mín og spurði, hvort ég vildi vera skyggnigáfu gæddur eða ekki. Ég svaraði því til, að mér væri alveg sama, ef ég hefði engin óþægindi af því og ég yrði ekki hræddur við þetta. Hann sagði þá, að svo mundi verða. Og síðan hef ég haft þennan hæfileika. Hvernig gáfan kemur fram. — Hvernig lýsir skyggnigáfan sér? spyr ég. — Ég sendi frá mér eins konar geisla, sem vinna í gegnum aðrar stöðvar en venjulegar skyntaugar. Ég sé til dæmis fólkið í kringum mig, en skyndilega opnast eitthvað, það birtist önnur mynd; allt annað fólk birtist en er í raun og veru í kringum mig, og ég kemst í eins konar ástand, samt ekki alveg dá, en mjög nálægt því. Það starfa tveir menn í gegnum mig, annar er læknir, ensk- ur læknir, og hann talar tóma ensku. Ég fæ ekki að vita nafnið á honum. Og þegar hann hefur samband við mig, þá sé ég tómar myndir, misjafnlega skýrar. Hinn maðurinn, sem með mér er, segir mér nafn á fólki og svipum. Ég veit heldur ekki nafnið á honum. Eftir að ég hef séð sýnir og komizt í samband, verð ég geysilega þreyttur, höfuðið á mér er í mjög líku ástandi og menn lýsa timburmönnum. Þetta reynir mjög á mann. Hlutskyggni. — Sérðu fyrir óorðna hluti? — Nei, ég hef stundum spáð í kaffi- bolla fyrir stelpur, en það er ekkert að marka það. Ég sé bara liðna at- burði. Eitt sinn fékk maður mér kerta- stjaka, sem hann hafði nýlega eignazt.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.