Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Side 10

Fálkinn - 07.02.1962, Side 10
SAUTJAN ÁRA HUG LÆKNIR — Ekki svo ég muni. Einum man ég þó eftir. Ég var staddur í húsi hjá konu, sem ég þekkti. Frænka hennar var ný- dáin og þar sem hún vissi um þennan hæfileika minn, bað hún mig að grennsl- ast fyrir um hagi hennar. Þá kom mynd fyrir í huga mínum. Ég var eitthvað að fara, ég vissi ekki hvert. Leið ég út í buskann. En allt í einu er ég kominn að leiði. Ég fer niður í það. Þar sá ég kistu og rotnandi lík þar. Ég lýsti mann- inum og kom í ljós, að þetta var frændi hennar, sem var nýlega látinn. Lýsing mín á manninum kom að minnsta kosti heim við frænda hennar. — Hvað er hæft í því, að sömu svip- irnir fylgi mönnum? — Svipirnir koma og fara, en eink- um hef ég orðið var við, að framliðnir fylgdu nöfnum sínum. — Hefurðu lesið eitthvað um anda- trú? — Já, hef lesið nokkrar íslenzkar bækur, sem lúta að þessu efni. Og núna er ég með enska bók að láni, sem fjall- ar um þessi efni. Ég skal sýna þér hana á eftir. — Hvað segir þú um það, að fram- liðnir menn starfi í gegnum lifandi t. d. skáld og listamenn? — Ég held, að það sé alveg öruggt, að þeir geri það. Ég hef oft orðið var við það. Þá er eitthvað, sem hvíslar að mér og ég sezt niður og skrifa og skrifa eins og óður maður. Eina nóttina hér á skip- inu gerði ég ekkert annað en skrifa nið- ur ljóð, sem ég fékk hjá einhverju fram- liðnu skáldi. Ég átti þessi ljóð til skamms tíma, en ég held, að ég sé búinn að glata þeim. Ég á annars fullar skúffur af þessu heima. — Telur þú, að framliðnir menn hafi einhver áhrif til hins illa á lifandi per- sónur? — Það getur verið, t. d. með örgeðja fólk. Ég held áreiðanlega, að framliðnir hafi einhver áhrif á skapbreytingar þess, einkum ef það sleppir sér í vonzku eða því um líkt. Það er barið laust á klefadyrnar og síðan opnað hægt,- Fyrsti stýrimaður birtist í gættinni. — Má ég koma inn og spjalla við ykkur og hlusta, segir hann glaðlega. FYRSTI STÝRIMAÐUR. — Hann hefur séð eitthvað með okkur öllum hér um borð 10 — Það er bezt, að ég fari og nái í ensku bókina, segir Guðmundur. •— Ég kem strax aftur. Saga stýrimannsins. •— Hann hefur séð eitthvað með öll- um hér um borð, segir stýrimaðurinn. Hefur hann ekki sagt þér frá því, sem hann sá með 1. vélstjóra. Það var rétc eftir að hann kom um borð. Hann gaf sig þá á tal við 1. vélstjóra og segir við hann: — Það fylgir þér kona, miðaldra kona. Síðan lýsti hann konunni ná- kvæmlega og bætti við: — Hún heitir Rósa og hún er með barn í kjöltunni. — 1. vélstjóri þekkti konuna eftir lýs- ingu piltsins. Þetta var tengdamóðir hans, sem látizt hafði fyrir ári. En barn- ið, sem hún var með í fanginu, kann- aðist hann ekkert við. Þá kom í ljós, að andvana barn hafði verið jarðsett með henni. Enn fremur hefur Guðmund- ur séð hérna um borð. Bjarna heitinn Jónsson, sem var hér fyrsti stýrimaður um borð, en hann drukknaði á Helga frá Höfn í Hornafirði. Guðmundur hef- ur séð hann 3—4 sinnum hér um borð. Annars var ég svolítið efins á þessar sýnir hans fyrst. En svo bar til, að tengdamóðir mín veiktist mjög mikið í haust. Við vorum að fara í túr og átt- um að vera fimm daga. Þegar við sigld- um, var gamla konan mjög veik, henni hafði elnað sóttin. Hún var kona um sjötugt. Konan mín hafði heyrt um hæfileika Guðmundar og biður mig um að tala við hann í sambandi við veik- indi móður hennar. Ég minnist svo á þetta við Guðmund. Líður svo og bíð- ur, við komum aftur og hafði ég þá ekkert frétt af tengdamóður minni. Þeg- ar heim kom, þá var mér sagt, að vak- að hefði verið yfir gömlu konunni í þrjá sólarhringa, en á þriðja sólarhring FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.