Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Qupperneq 11

Fálkinn - 07.02.1962, Qupperneq 11
GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINSSON: — Hann hefur verið gæddur ríkri skyggnigáfu allt frá barnæsku. fór henni að batna allt í einu. Ég þakka það Guðmundi. Og eftir viku fór tengda- móðir mín aftur að vinna. Hún vinnur við ræstingu á einhverjum skólanum. Öðru sinni er mér það minnisstætt, að lækningamáttur ófreskra manna eins og Guðmundar er furðulegur. Það var núna fyrir jólin. Fjölskylda mín vildi, að gömlu konunni liði vel um jólin og hefði engar kvalir. Svona viku fyrir jól, fær gamla konan kvalakast. Konan mín biður mig þá, að fara niður í skip og sækja eitthvað kvalastillandi, ópíum- dropa eða eitthvað. Ég fer niður í skip og sæki dropana. Uppi í brú hitti ég Guðmund og segi honum þetta. Fer síðan heim og gef tengdamóður minni dropana. Um nóttina batnaði henni mik- ið og morguninn eftir var hún alveg orðin hress. Mér finnst það ólíklegt, að einn skammtur að ópíum hafi læknað hana, því að slíkir skammtar gera varla annað en lækna smákveisur og lina verki. Ég þakka Guðmundi þetta. Varla hafði 1. stýrimaður lokið sögu sinni, fyrr en Guðmundur birtist aftur og var með ensku bókina. Ég spurði Guðmund um sögu 1. stýrimanns. — Við huglækningar ligg ég og hugsa um manneskjuna. Ég man það, að eitt kvöldið lá ég og hugsaði um tengdamóð- ur hans. Þetta hefur að öllum líkind- um verið þriðju nóttina, sem vakað var yfir henni. Ég fékk strax mjög sterkt samband og ég sá líkt og á myndskífu. Sennilega hefur þetta einhver áhrif haft. Annars er mjög erfitt að lýsa slíku ástandi. Guðmundur hafði komið með enska bók um andatrú. Þar var lýst ýmsum fyrirbrigðum, en einna merkilegast við bókina var, að þar voru sýndir geislar þeir, sem miðlar og ófreskir menn skynja í litum. Sérstakur litur var fyrir hvert skapgerðareinkenni eða geðbrigði. í bókinni voru svo geislarnir sýndir um- hverfis menn í sporöskjulöguðum hring, allt í kring um mannslíkamann. — Sjáðu, sagði Guðmundur, þetta hérna er klofinn persónuleiki. Litageisl- arnir eru klofnir af strikum, sem eru eins og eldingar. Þannig er talið, að per- sóna Hitlers hafi verið. Við flettum svo bókinni um stund. Við komum að mynd, þar sem hinir sporöskjulöguðu hringar voru alveg heil- ir og allir geislarnir áttu við hin góðu einkenni manna. — Þetta er fullkominn maður, þann- ig he'fur enginn maður verið. En full- víst er, að Kristur hafi haft svona geisla í kringum sig. Ýmis áhrif framliðinna á menn í þessu lífi. — Þú sagðir áðan, Guðmundur, að framliðnir störfuðu oft gegnum skáld og listamenn. En hvernig er það, geta framliðnir drukkið í gegnum menn? — Já, á því held ég sé enginn vafi, því að er drykkjumenn deyja, þá er nautnin orðin svo rík í þeim, að þeir geta ekki hætt í hinu lífinu. Drekka þeir þá oft í gegnum menn. Get ég nefnt þér dæmi máli mínu til sönn- unar. Ég var eitt sinn staddur inni á Kressingarskála ásamt kunningja mín- um. Kemur þá þar inn maður, sem kunn- ingi minn þekkti. Var þessi maður vel hífaður. Stefnir hann rakleiðis til okkar og sezt við boi'ðið hjá okkur. Hann hlammaði sér niður við hliðina á mér. Allt í einu fer ég að finna til annar- legra áhrifa. Ég verð eins og kenndur. Ég er viss um, að þau áhrif hafa staf- að frá svipum í kringum þennan mann, því að jafnskjótt og hann var farinn, hættu þessi áhrif. En ég varð dálítið þungur í höfðinu á eftir. Öðru sinni varð ég einnig var við slíka svipi. Ég vann þá í landi og á þeim vinnustað starfaði með mér maður, sem drakk mikið. Hann var alltaf að spyrja mig, hvort ég sæi ekki einhverja anda, sem drykkju í gegnum sig. En ég sá þá aldr- ei neitt. Nokkru seinna, þegar ég var hættur störfum á þessum stað, mætti ég manni þessum niðri í bæ. Ég var á gangi ásamt kunningja mínum. Mað- urinn er vel við skál. Ég horfi á hann Frh. á bls. 32 FALKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.