Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Síða 28

Fálkinn - 07.02.1962, Síða 28
Sönn frásögn Tveggja hreyfla HAMPDEN- sprengjuflugvélin hallaðist skyndilega út í aðra hliðina, og það hvein í vinstri hreifl- inum, þegar Robert E. Coffman, flugstjóri, gaf fullt inn. Hann leit á hæðarmæl- inn, sem fyrir andartaki sýndi 3000 metra hæð . Nú titraði nálin við 1500 metra merkið. — Ég held, að ég hafi það ekki, öskraði Coffman til Nor- man E. Greenaway, liðþjálfa, sem var annar flugmaður. ■— Við verðum að lenda á sjón- um. — í öllum þessum ís? Ertu vitlaus, maður! Við frjósum í hel! Vinstri hreyfillinn hóstaði og kjamtaði, og vængurinn hallaðist niður á við. Allt í einu tók vélin hægri spin og hringsnérist í sívafningi niður í hafið milli íslands og Græn- lands. — Nú er úti um okkur, öskr- aði Coffman, þegar hæðar- mælirinn sýndi aðeins 300 metra, en þá tókst honum að ná stjórninni í sínar hendur aftur. Svitinn draup af hon- um, þegar vélin rétt straukst yfir ísilagðan hafflötinn. Vinstri hreyfillinn hafði stöðv- azt með miklum bresti. Háir ísjakar þutu ógnandi fram hjá þeim, en flugmaður- inn reyndi að halda flugvél- inni á réttum kili og hélt á- fram í renniflugi. Hann leit- aði að stað, þar sem hann gæti lent. — Hefurðu sent út neyðar- kall? kallaði hann yfir til loft- skeytamannsins, Ronald E. Snow, liðþjálfa. — Er ekki hægt, kallaði Snow aftur. — Við erum á takmörkum sendisviðsins. — Við hvað áttu? spurði Greenaway, — hefurðu ekki stuttbylgjusendi? Þú verður að kalla á hjálp þegar í stað. Á einhvern hátt. Strax! Við komumst kannske nokkurn veginn sæmilega niður, en við höldum oklcur ekki lengi á floti. Hafflöturinn var nú aðeins 50 metra fyrir neðan þá, og beint fyrir íraman gnæ.ði stór ísjaki, a.m.k. 30 rnetra hár. Með krampakcr.ndu íaki í stýrið tókst Coffman aa sneiða hjá honum á síðusfu stundu. Og í næstu andrá lát hann flugvélina setjast á nærri kyrran sjóinn í skjóli frá ís- jakanum. — Verið viðbúnir að kom- ast fljótlega út, sagði hann. Mennirnir þrír héldu sér vel á meðan flugvélin rann áfram í sjávarlöðrinu. Hafaldan féll á undirgrindina, og flugvélin breytti um stefnu. Skamma hríð leit helzt út fyrir að hún mundi skella þeim á ísjakann. En það varð ekki eins slæmt og þeir óttuðust. Undiraldan stöðvaði flugvélina af, og hún nam staðar skammt frá jak- anum. — Allir út! skipaði Coff- man. — Munið eftir gúmbátn- um! Greenaway og Snow voru þegar farnir að eiga við bát- inn, því að flugvélin var tekin að sökkva. Sjórinn flaut yfir vængina. Coffman greip með sér nestisdós og fór út á væng- inn, sem nú var á kafi í sjó. Gúmbáturinn var látinn út að aftan og blásinn upp. Hann flaut vel aðeins fáeina metra frá sökkvandi flugvélinni. Flugmennirnir þrír skriðu upp í hann, holdvotir af ís- köldum sjónum rétt áður en framhluti vélarinnar fór í kaf. Stélið stóð beint upp í loftið, og síðan sökk vélin skáhallt niður í djúpið. Aðeins blikandi olíurák gaf til kynna, hvari hún hafði sokkið. •— Mér er vel ljós aðstaða okkar, sagði flugstjórinn. — Þú ert góður stýrimaður, Greenaway, ég held að þú ætt- ir að vera skipstjóri núna. Við stefnum á strönd Grænlands. — Hve langt ætli geti verið þangað? spurði Snow. -—■ Nokkrir tugir kílómetra, hugsa ég. Snow andvarpaði léttilega og tautaði, að það væri Guðs mildi, að vera svona nálægt landi. — Vertu ekki allt of bjart- sýnn, sagði Coffman hvatlega. —■ Líttu í kringum þig. Það er ís á alla vegu! FYRSTA NÓTTIN. Coffman flugstjóri leit í kringum sig. — Það þarf heppni til að sleppa lifandi í gegnum allt þetta, sagði hann. — Við höfum ekki langan tíma, því að bráðum verður dimmt, svo að við sjáum ekki til að stýra. Allir voru þeir stirðir af kulda, en þeir reru eins og þeir gátu fram hjá ísjökunum. Allt í einu reis eitthvað dökkt upp úr sjónum fáeina metra frá bátnum. Þeir störðu skelfd- ir á ófreskjuna, en svo fór Greenaway snögglega að skellihlæja. Þetta var þá ekki annað en risastór rostungur, sem glápti forvitinn á þá, um leið og hann skvetti með bægslunum og hvarf í sjóinn. Eftir hláturskast Greena- ways rauf Snow þögnina og sagði: Bíddu, kunningi, getur þú ekki vísað okkur leiðina að Norðurpólnum? — Ef við hefðum nú getað klófest þennan, tautaði Coff- man. — Við hefðum verið birgir í marga mánuði, ef við hefðum getað skotið hann. Mér segir svo hugur um, að við eigum eftir að hafa þörf fyrir svolitlar varabirgðir af mat. .. Nóttin skall á, köld og ó- hugnanleg. í ísuðum fötunum hnipruðu mennirnir þrír sig saman í bátnum. Þá rak áfram í ísnum, sem stöðugt ógnaði lífi þeirra. Það var of kalt til að tala, en öllum þrem varð hugsað til flugvallarins, sem þeir höfðu yfirgefið fyrir að- eins fáeinum stundum, og þeir vonuðu, að flugvöllurinn á Labrador mundi senda út leið- angur til að leita þeirra . . . Þeir höfðu ekki verið nema um tveggja stunda flug frá ís- landi í átt að Labrador, þegar vinstri hreyfillinn bilaði í 3000 metra hæð. Eftir það hafði allt gerzt með svo miklum hraða, að það hafði naumast verið tími til að hugsa. Um nóttina var (ísinn oft- sinnis svo nálægt þeim, að þeir urðu að ýta frá með árunum. Einu sinni skipaði Coffman hinum tveim að leggjast niður og stinga fótunum inn í flug- mannabúning hvors annars og reyna þannig að fá örlítinn svefn. Efri myndin er af norska skipinu „Polarbjörn“, en á myndinni hér að neðan eru flugmennirnir þrír, Coffman, Greenway og Snow. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.