Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Qupperneq 29

Fálkinn - 07.02.1962, Qupperneq 29
 II 1 . ; ■ . - ' ■:'■■ ■■ ■ • '■" mm jté- ' r-.‘ ■ • . ■ Máninn var á lofti, og í sterku tunglsljósinu sáu þeir íshröngl og jaka á alla vegu, en þeim tókst að komast áfram eftir vökunum á milli. — Það var eins og við vær- um að róa í gegnum ísgöng, sagði Coffman. — Til beggja hliða voru himinhá ísfjöll, og það var eins og þau ætluðu að leggjast yfir okkur. Við mjökuðumst í áttina til Græn- lands, í allri okkar smæð. Við vorum eins og litlir maurar. Hinum megin við ísinn og jakahrönglið hvein æðisgeng- inn stormurinn, en báturinn var í skjóli fyrir honum. Hvað eftir annað hrundu stórar ís- myndanir saman með ógurleg- um þrumulátum, eins og heilt stórskotalið væri á ferðinni. — Þetta er eins ogsprengju- árás, sagði Greenaway. — Bara að það væri, svar- aði Coffman. — Maður veit þó, hvað sprengjur eru, en þetta er miklu hættulegra. í dögun gerði Greenaway á- gizkaða leiðarmiðun og hélt því fram, að þeir hefðu nokk- urn veginn haldið réttri stefnu um nóttina. Guli gúmbáturinn var orðinn hvítur eftir nótt- ina, en þeir tóku varla eftir því. Það var nóg annað að líta eftir. Þeir sáu strönd Græn- lands skammt undan. Þeir mundu koma að landi aðeins fáa kílómetra frá þeim stað, sem þeir höfðu reiknað út Það lá við að þeir hrópuðu húrra, en þá var báturinn snöggl&ga gripinn af öflugum straumi, sem þreif þá með sér meðfram ströndinni og lék sér að þeim eins og litlum knetti. Margsinnis voru þeir hræddir um að bátnum mundi hvolfa. Það var ógerningur að hafa stjórn á honum. Hættan vofði meira yfir þeim en nokkru sinni fyrr. — Aftur á bak! Aftur á bak! skipaði Coffman, og þeir réru eins og óðir, til að reyna að losa sig úr straumiðunni. — Við skulum reyna að sleppa þarna yfir. Þetta er eins og bjargtindur þarna eða eitt- hvað þess háttar. Við getum kannski krækt okkur fasta á meðan við ræðum framhaldið. Þetta var 1000 metra hár fjallstindur, sem gnæfði upp úr hafinu rétt fyrir utan sjálfa strandbreiðuna. Það var efsti hluti hins 4000 metra háa hvarfs, sem Grænlendingar kalla UMANARSUK, það er „hjartalagaða nesið“. Flugmönnunum tókst að komast þangað. og þeir fóru upp á nokkurn veginn örugg- an stall og drógu gúmbátinn með.sér. Þeir bundu hann vel fastan,en klifruðu síðan hærra upp eftir hálu fjallinu. Yfir mjótt sund sáu þeir inn yfir snæviþakta dali og fjöll Græn- lands. FANGAR Á EYÐIEYJU. Greenaway starði niður i hafið, sem var eitt froðufell- andi löður. Sundið á milli eyj- arinnar og meginlands Græn- lands var yfirfullt af ís. — Það er ekki langt yfir, sagði hann. — Nei, en við komumst aldrei þarna yfir, svaraði Coff- man. — Við höldum litlu fleyt- unni okkar aldrei á réttum kili, og enginn mennskur mað- ur getur synt í þessum kulda. Við verðum að vera hérna, þar til hjálp berst. Við skulum leita okkur að stað, þar sem við getum k'omið okkur fyrir. Ég býst við, að þeir sendi flug- vélar til að leita okkar, þegar líða tekur á daginn. — Ég hugsa, að það komi ekki fleiri skip hingað héðan af, sagði Greenway hægt. — Það líður ekki á löngu, þar til ísinn hefur lokað öllu. — Og hvernig ætti flugvél að bjarga okkur af þessum klettum hérna í miðju hafi? spurði Snow. — Það er ekki hægt úr flug- vél, svaraði Coffman. — En ef þeir finna okkur, fá þeir aðra til að sækja okkur . . . ísbrjót til dæmis. — Já, ef þeir finna okkur, sagði Grenaway biturlega. — Við skulum leita okkur að skjóli, stakkCoffman upp á. Þeir fundu aðeins eina laut í fjallinu, og hún var ekki einu sinni nógu stór fyrir einn mann. Timbur eða vogrek, til að kynda úr bál, var hvergi sjáanlegt. Fjallið var slípað al- veg slétt, og hvergi voru nein merki um gróður. — Við verðum að komast hærra upp, sagði Coffman, þegar myrkrið var að skella á. — Við erum of nálægt sjón- um. Þrjátíu metrum fyrir ofan sjávarmál fundu þeir stalþsem var nógu breiður fyrir þá alla. Þeir drógu gúmbátinn með sér, tæmdu úr honum loftið og höfðu hann fyrir eins kon- ar tjald. Á þann hátt vonuð- ust þeir til að geta lokað sig frá mesta kuldanum. Enginn þeirra mælti orð. Þeir höfðu það allir á tilfinn- ingunni, að það væri aðeins spurning um tíma, hvenær öllu væri lokið fyrir þeim, því að dökkir skýjabakkarnir og slæmt skyggni útilokaði bein- línis allar tilraunir til björg- unar. KULDI OG SULTUR. „Atlantshafsferjan“, eins og björgunarleiðangurinn frá RAF var kallaður, var þegar kominn á loft, til að leita hinna týndu flugmanna. Leit- inni var stjórnað frá Labrador, en flugvélar voru einnig send- ar frá Nýfundnalandi og ís- landi. Aðeins fáum tímum eft- ir að hinir þrír nauðstöddu höfðu útbúið hinn frumlega næturstað sinn, heyrðu þeir vélarhljóð í lofti. En það var byrjað að snjóa, og leitarflugvélin varð að halda sig í 2400 metra hæð, til að forðast fjöllin meðfram ströndinni. Félagarnir þrír á klettastallinum kveiktu VE- RY-ljós, en vissu mæta vel, að leitarflugvélin gæti ekki séð það. — Við verðum að vera við því búnir, að það líði langur tími, þar til okkur verður Frh. á bls. 34. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.