Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Side 32

Fálkinn - 07.02.1962, Side 32
var það þessum kvenmanni að kenna, hugsaði Wolfgang bálreiður. Julian gekk inn til sonar síns, en hann settist ekki. — Hvað var það? — Það er viðvíkjandi þessum and- styggilega söguburði ... — Hvaða söguburði? — Ég var í Stúdentafélaginu í gær, og þar heyrði ég — ég á við, að þú veizt, að það er talað heilmikið um Gabr.... um ungfrú Holthuys.... Wolfgíing gleymdi því, sem hann ætlaði að segja fleira, því að faðir hans horfði svo undarlega á hann. — Hvað er það, sem þú hefur heyrt? — Ég veit, hver hefur komið þessum orðrómi af stað. — Já einmitt, hver það? — Ég myndi ekki láta þetta slúður skipta mig neinu, ef ég væri þú, pabbi. Julian beið óþolinmóður. — Komdu þér að efninu, strákur, þú veizt, að mér geðjast ekki að rósamáli. Hvað heitir sögusmettan? — Hohenperch prins. Wolfgang starði hræddur á umskipt- in, sem urðu á föður hans. Hann roðn- aði og fölnaði á víxl. — Hohenperch, æpti hann. -— Já pabbi. — Sá ógeðslegi flagari, það andstyggi- lega svín. Julian d.ró hendurnar úr vösunum, og beygði höfuðið. Hann líktist helzt reið- um tarfi. Andartak leit út fyrir að hann ætlaði að ráðast á son sinn. Svo sneri hann sér við og flýtti sér út úr her- berginu. Wolfgang reyndi ekki að stanza hann. Andartaki síðar sat Julian við stýrið á bif.reið sinni. Hann ók eins og vitstola maður gegnum bæinn. Hann var ekki í vafa um leiðina . . . Það ískraði í heml- unum, er hann nam staðar fyrir framan hús Hohenperchs, og stökk út úr bif- reiðinni. Hann sparkaði upp hliðinu og flýtti sér upp trjágöngin. Síðan þrýsti hann fingrinum á dyrabjölluna ... Það liðu fáeinar sekúndur, ef til vill hálf mínúta. Svo glamraði í öryggis- keðjunni, dyrnar opnuðust, og prinsinn gægðist út eins og refur í greni. Þegar hann sá Julian, varð hann ná- fölur og hörfaði aftur á bak um leið og hann reyndi að loka dyrunum. En Julian varð á undan honum. Hohenperch hélt áfram að hörfa und- an honum, þar til hann rak sig á vegg- inn beint á móti. í fyrsta skipti í lífi sínu var hann reglulega dauðhræddur. — Mætti ég spyrja hvers vegna þér komið hingað? sagði hann. — Þér spyrjið að því, hvæsti Julian. Ég hef brátt lokið erindi mínu .. . Eldsnöggt lyfti hann hægri höndinni og veitti prinsinum högg í andlitið. Hann kveinaði um leið og hann féll aft- ur á bak. í fallinu lenti höfuð hans á horninu á dragkistu, er stóð þar. Julian gekk þungum skrefum að dyrunum. Áður en hann fór út, sneri hann sér 32 FÁLKINN við. Hohenperch lá á bakinu með út- rétta arma. Hörundsliturinn var orð- inn fjólublár, augun voru lokuð og hann átti erfitt með andardrátt. Julian stóð dálitla stund grafkyrr og starði á mann- inn, sem hreyfðist ekki. Það greip hann ógurleg hræðsla. Hvað hafði hann gert? Framh. í næsta blaði. 17 ára liuglæknir Frh. af bls. 11 andartak og sé þá tvo svipi sitt hvoru megin við höfuð hans. Sérstœðir svipir. — Segðu mér eitt, Guðmundur. Hvað fylgir mér? — Það fylgir þér miðaldra kona, hún er langleit og toginleit, en hefur kinn- beinin hátt. Hún er hæggerð í fasi, sýn- ist vera skapkona. Hún hefur mikið skap, en leynir því. Ennfremur er með þér lítill drenghnokki, hann er breið- leitur og hefur pétursspor á hökunni. Þessi lýsing er mjög furðuleg og merkileg. Lýsingin á konunni kemur alveg heim við lýsingu langömmu minn- ar, sem jarðsett var 30. marz 1949, en lýsingin á drengnum getur vel átt við móðurbróður minn, en hann lézt árs- gamall árið 1921 úr lun'gnabólgu. En gamla konan, langamma mín, hélt mjög upp á drenginn. Það er nú aðeins hálftími þangað til skipið á að láta frá bryggju. Ljósin glampa á firðinum og við og við fellur snjóflygsa á þilfarið. — Mér líkar bezt á sjónum, segir Guðmundur um leið og ég kveð hann. Þar er friður til þess að hugsa um þessa hluti. Og þar er ég ekki eins oft ónáð- aður og í landi. Skyggnir menn mega ekki ofkeyra sig á þessu, þótt maður reyni að hjálpa öllum sem til manns leita, þá er þessum hæfileikum tak- mörk sett og maður verður að stunda sína vinnu. Albert (iluAmiiiidiison Frh. af bls. 15 að augu mín opnuðust loks fyrir þessu smátt og smátt vegna þeirra uppeldis- áhrifa sem ég varð fyrir hjá K. F. U M. Ég var orðinn nítján ára þegar ég fór aftur í skóla. Mörg ár sem nota hefði mátt til nytsamra hluta voru liðin. íþróttahreyfingin og heimilið höfðu togast á og íþróttahreyfingin haft bet- ur framan af. Nú er þetta nokkuð breytt og ég held að sú starfsemi sem séra Bragi Friðriksson stjórnar fyrir Æskulýðs- ráð hafi bætt hér mikið um. — Hverjar ráðleggingar mundir þú vilja gefa ungum mönnum til þess að verða bjargálna? — Ég vildi leggja þeim þau ráð og leggja áherzlu á, að nota tímann vel meðan þeir eru ungir. Búa sig þá á sem beztan hátt undir lífsstarfið hvað svo sem það verður. Láta ekki áhuga- mál eins og t. d. íþróttaiðkanir draga úr námi á þeim árum, sem hverjum og einum er nauðsynlegt að byggja sig upp og búa sig undir lífsstarfið. — Hafa kynni þín af mönnum er- lendis meðan á knattspyrnuferli þínum stóð fært þér viðskiptasambönd eða auknar tekjur? — Ég eignaðist marga mjög góða vini erlendis. Ég er með umboð fyrir ýmis fyrirtæki í Frakklandi sem fram- leiða vélar og rafmagnstæki og eru í þungaiðnaðinum. Einn vinur minn og golf-félagi er einn af erfingjum að Hennessy koníaksverksmiðjunum. Hann bað mig að hafa umboð fyrir það hér. Við mundum halda betri kunningsskap í framtíðinni fyrir bragðið, sagði hann. Þessir vinir mínir eru allir vel settir menn og þeir gera allt sem þeir geta til þess að ég svelti ekki hérna, sagði Albert og hló. — Þú ert þá eftir allt hamingju- samur með þitt hlutskipti? — Já. því skyldi ég ekki vera það. Ég á góða konu og góð börn. Ágæta félaga víðsvegar, hér og annarsstaðar. Hefi átt glaða og skemmtilega daga, ferðast um og notið þess að sjá mig um. Því skyldi ég ekki vera ánægður með mitt hlutskipti? Sv. S. • L 0 L l ó V L / F A fí p 0 E F 5 'T U (2 H __________________/4 / /V /V / L H 'fl L F U /2 D UFLm'OdHHFllG /? SHE /dr'OV/Pfl/FS / U rtfl/V /? V L/£SfiELr//S/:ns///SH//?'o/ fí '0 <r fí T /? £ fl /? /n/fí /? E L fí s fí /V jc sj 'o v 'fí /< l a /y>m ujb/y/v/ 'tz> fí 'Ó U P P S // E /? fl '0//EIFrr/FIE>U/?r/ K.L B s S / Ct O /? Fr UE> U /n U M r) ff V KEHTfíCTUt/Er/D/ PfíD/flLE I U L R P 'o /? S R / £ /? • /? ff H U /? /n Gr fl U L / // • T'O /V N U fl / /y fí fí e r / lct/tf u l e cr R / Er/rJDr/ n F ■ K fl £F r 3/£T / /FSfl'OLEfí-N fl 5 / r/fl flSBSTÚES'OTffB/ S HflHDT'ÓKflP'O T£fC/?flcTriev s m'flT FE K u v 5 L /n? / fl r/ L / F R 'fl 12 V fl /C U P fí /? U 'fl L U F fl N£ fí LF£V / s fí SJCfl /?F / Nr/Bu ó / U \/EÐ fí s rs/?fí/?KflL/ 5 / S fl L fl íCrO A r/ '0 /< fl /v fl S /< e r/ flflP / /v CT u "o /2'fl'A /CUL£>/ L B Cr& /? / /?/v / /2 1T O F /< U /?L / /? ST fl U /?/YYfl / /p|- Geysimargar lausnir bárust við 50. krossgátu Fálkans. Að venju var dreg- ið úr réttum lausnum og verðlaun hlýt- ur að þessu sinni Rósa Jensdóttir Laug- arnesvegi 102. Reykjavík. Rétt ráðn- ing birtist hér að ofan.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.