Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Page 34

Fálkinn - 07.02.1962, Page 34
j Við lifum til morgnns Frh. aí bis. 29. bjargað, sagði Coffman. •— Það er um að gera, að við séum rólegir og missum ekki vonina. Við getum vel bjargað okkur í eina viku . . . kannski lengur, ef við minnkum matar- skammtinn. Þeir höfðu 27 hylki í ljós- byssuna. Einnig 3 pakka með mjólkurtöflum, 45 töflur í hverjum, 4 litlar dósir með kandíssykri og 12 vatns- skammta, % lítra í hverjum. Þar að auki voru þeir með lyfjakassa, gult merkjaflagg og málmspegil, sem nota mátti fyrir sólrita. Coffman ákvað, að þeir fengju sex mjólkurtöflur á dag hver, en þegar snjóstormurinn skall á, áleit hann nauðsynlegt að minnka skammtinn um helming, niður í þrjár töflur á dag. Hver þeirra hafði eina súkkulaðiplötu í vasanum sem neyðarforða. Og hver og einn réð, hvernig hann eyddi henni. En þeim veittist ekki erfitt að fara sparlega með súkkulaðið, því að það hafði nær leystst upp í saltvatni og síðan frosið. Það var því vægast sagt við- bjóðslegt. — Möguleikarnir eru því miður harla litlir, varð Coff- man flugstjóri að viðurkenna á fjórða degi. — En þrátt fyrir það, má örvæntingin ekki ná tökum á okkur. Við erum á lífi, og þó að við höfum drukk- ið allt okkar vatn, þurfum við ekki að þola þorsta. Það er nóg af snjó i kringum okkur. En það er verra með matinn ... og svo það, að við getum ekki þurrkað fötin okkar. En við reynum að halda það út. Það hefði verið verra, ef við hefðum lemstrazt við lending- una og lægjum í bátnum og köstuðumst til innan um ís- inn. í 48 klukkustundir sátu þeir samanhnipraðir undir gúm- bátnum á sama klettastallin- um, á meðan snjóstormurinn geisaði og kuldinn varð enn meiri. Að lokum hætti að snjóa, en stormurinn hélzt enn, og hann þeytti sjónum hátt í loft, svo að það skvett- ist yfir þá. Þeir urðu að fara enn hærra, og í 80 metra hæð fundu þeir sillu, sem var ber- sýnilega minni en sú, sem þeir höfðu verið á. Þarna höfðust þeir við fram á níunda dag eftir slysið. Það er óskiljanlegt, hvernig þeim tókst þetta. — Við töluðumst ekki mik- ið við, segir Coffman. — En þegar þögnin fór að verða ó- þolandi, fór einhver okkar að segja sögu . . . Að morgni hins níunda dags sáum við lítinn farkost í um það bil 25 kíló- metra fjarlægð frá ströndinni. SKIP SIGLIR FRAMHJÁ. Coffman reyndi að senda sólritunarmerki út í skipið, en sólritinn vann ekki. Himininn var skýjaður, svo að spegillinn gat ekki gefið frá sérgeisla. Þeir kveiktu á þrem ljóshylkj- um, en Ijósin voru of dauf. Eftir hálfa klukkustund breytti skipið um stefnu og sigldi á brott. Þessa nótt borð- uðu félagarnir síðustu mjólk- urtöflurnar. Nú biðu þeir dauðans, en enginn minntist á það. Þegar birti af tíunda degi, voru þeir orðnir svo rr\áttvana, að þeir gátu ekki einu sinni setið uppi. •—• Við lágum þarna niður- freðnir, en enginn okkar vildi viðurkenna að við værum að dauða komnir. Aður en orðið var alveg bjart af degi, heyrðu þeir vél- ardyn í lofti, eigi mjög hátt, og Coffman gleypti benzafen- yl-töflu. — Það vakti mig til lífsins, segir hann, — og mér tókst að kveikja á tveimur ljóshylkjum. En flugvélin varð að hækka flugið til að kom- ast íramhjá tindi fjallsins okk- ar, og því sáu þeir ekki merk- ið. Mennirnir sökktu sér aftur niður í snjókrapið undir gúm- bátnum og Greenaway baðst íyrir. Hann var ekki margorð- ur, en hann bað Guð um hjálp. — . . . og ef hjálpin berst ekki í dag, góði Guð, þá höfum við það ekki af . . . þá deyjum við, stamaði hann. Ég vil ekki heyra að talað sé um að deyja, tók Coffman fram í. — Þú átt fjölskyldu í Kanada og ég í Bandaríkjun- um, svo að við megum ekki deyja. Úr því að við höfum haft það af til þessa, þá held- ur það áfram að vera svo. Þeir eru að leita að okkur, og þeir finna okkur. — Iieldurðu annars að bæn- ir geri gagn? spurði Snow. — Áður hefði ég ekki trúað því, svaraði Greenaway, og honum tókst að reisa sig upp á olnbogann. — En ég komst að öðru í Frakklandi fyrir ein- um mánuði. — Hvernig var það? spurði Coffman. Hann var þegar bú- in að heyra söguna, en hann vildi láta Greenaway og Snow halda áfram að tala. Það gæti kannske haldið lífinu í þeim. Og þá fór Grennaway að segja frá því, þegar hann var á leið til Englands með laskaðri LANCASTER. Flugvélin flaug á tveimur hreyflum, og flestir af áhöfninni voru særðir. — Við vorum komnir svo langt, að við sáum til strand- arinnar. En þá réðust skyndi- lega á okkur þýzkar árásar- flugvélar og hefðu áreiðanlega skotið okkur niður. En þá birt- ust fjórar SPITFIRE fyrir of- an, og þeir ráku Þjóðverjana í burtu. — Og komust þið einhvern veginn niður? spurði Snow. — Ég heyrði flugmanninn tauta eitthvað, og þegar ég beygði mig yfir hann, heyrði ég greinilegt að hann sagði: „Góði guð, styddu þessa flug- vél heim, vegna félaga minna. Ég veit, að ég mun deyja sjálf- ur, en verndaðu hana, þar til ég hef lent henni.“ Og Greenaway hélt áfram: — Við fundum lendingarstað og okkur tókst að lenda, en ílugmaðurinn var látinn í sæti sínu. Sjúkrafólkið sagði, að hann hefði látizt fyrir heilli klukkustund, en bænin hafði haldið í honum lífi. Síðan trúi ég á mátt bænarinnar . . . en verður bara að biðja nógu inni- lega. NÓTTIN LANGA. Síðla kvölds lágu nauð- stöddu flugmennirnir þrír hljóðir. Það var orðið þeim yfirmannleg áreynsla að tala, en Coffman reyndi þó við og við að mæla fram eitt og eitt orð. Hann ætlaði að reyna að halda þeim lifandi einn dag enn og fékk þá til að leita í vösunum eftir bréfmiða, sem hann gæti skrifað orðsendingu á. En allt var blautt og ónot- hæft. Þeir voru svo hræðilega svangir, og Coffman hafði stranglega bannað þeim að minnast á mat. Sjálfur hafði hann gefið upp alla von. En svo töluðu þeir samt um mat þessa tíundu nótt. Þeir töluðu um góða buffið, sem þeir höfðu borðað heima og um verzlunina í Covent Garden í Lundúnum, sem alltaf var yfirfull af ávöxtum. Það var kannski allt í rústum um- hverfis hana, en í henni voru alltaf til ávextir. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.