Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Síða 35

Fálkinn - 07.02.1962, Síða 35
Enginn þeirra fékk leyfi til að gefast upp. Þegar einn var að falla í ómegin, hristi annar hann til meðvitundar aftur. — Gefðu okkur einn dag í viðbót, tautaði Coffman. •— Sjáið bara hvort hjálp berst ekki á morg- un. Farðu með bæn, Greena- way . . . Þú ert betri við það en Snow og ég. Greenaway muldraði eitt- hvað, en röddin var eins og hún kæmi upp úr gröf. Hinir gátu ekki vel fylgzt með orð- unum. •—• Guð skilur mig, sagði hann, og varir hans titr- uðu. — Guð skilur okkur alla. Okkur berst hjálp á morgun. Ég veit það . . því að Guð hefur lofað mér því. Alla nóttina héldu þeir hver öðrum vakandi, og næsti dag- ur rann upp eins og allir hin- ir, grár, ískaldur og útlit fyrir meiri snjó og storm. Þeir voru svo máttfarnir, að enginn þeirra hafði þrótt til að tala. Coffman tókst að reisa sig upp á olnbogann, til að aðgæta, hvort hinir svæfu eða hvort þeir hefðu fallið í ómegin. Hann sveið ofsalega í hálsinn, og Snow skreiddist út til að ná í snjó. Það leið ekki meira en hálf mínúta, en þá kom hann skríðandi á fjórum fót- um. — Hlustið nú, sagði hann móður og stynjandi. — Það getur verið, að það séu bara ofsjónir hjá mér . . . en mér sýndist ég sjá skip þarna úti . . . skip, sem liggur kyrrt. . . — Liggur kyrrt? endurtók Coffman og tókst með miklum erfiðismunum að komast á fætur. — Það getur ekki ver- ið annað en ímyndun . . . Þeir skriðu allir þrír út og skim- uðu út á grátt, ísilagt hafið. Það var alveg rétt . . . um það bil átta mílufjórðunga fyr- ir utan lá tvímastrað skip. Og í sömu andrá brauzt sólin fram undan skýjunum og skein yfir hafið og ísbreiðurnar. Þetta var eins og svar við bæninni, sem Greenaway hafði farið með. Og það átti eftir að vera enn merkilegra: Sólin skein áfram í þrjár heilar klukku- stundir, og á meðan studdu flugmennirnir þrír hvern ann- an og reyndu að senda merki með speglinum. Þeir kveiktu líka á síðustu ljósblysunum. Næstum þrjár klukkustund- ir liðu, áður en nokkurt lífs- merki kom frá áhöfninni á norska skipinu „POLAR- BJÖRN“. Það var á leið til Grænlands með ameríska liðs- foringja, og af einskærri til- viljup hafði það einmitt stanz- að þarna, til að lagfæra smá- vegis vélarbilun. Það var síð- asta skipið, sem á þessum tíma komst í gegnum ísinn til Græn- lands. Amerískum foringja, sem stóð á þilfari skipsins, sýndist hann sjá ljósgeisla ofan frá fjallinu, en í fyrstunni áleit hann að það væri endurskin frá ísnum, þegar sólin skini á hann. Hann brá sjónauka fyrir augun, og þá sá hann votta fyrir örlítilli reykjarrák og geislabroti, eins og eftir fljúg- andi máfa. í rauninni var það síðasta ljósblysið hjá Coffman, sem hann sá stíga upp í loftið. Foringinn var að því kom- inn að telja sér trú um að þetta væru máfar, en þá sá hann ljósið falla lóðrétt í haf- ið og hverfa. ■— Þetta var þó enginn máfur, sagði hann upp- hátt við sjálfan sig og leitaði með sjónaukanum upp með fjallinu. Honum varð fljótlega ljóst, að það voru menn þarna uppi, sem gáfu merki, og hann kall- aði á Mærö, skipstjóra, sem þegar sá sólritunarmerkin. — Þetta getur verið gildra . . . Þjóðverjar, sem ætla að fella okkur í gildru, sagði skip- stjórinn á íshafsskipinu. -— Við skulum fara innar og sjá, hvað þetta er, stakk foringinn upp á. Vélbátur var látinn útbyrð- is, og í hann fóru þrír norskir menn af áhöfninni ásamt for- ingjanum. Þeir voru vopnaðir rifflum og skammbyssum. Þeg- ar þeir voru komnir nálægt landi, leit foringinn í sjónauk- ann og sá flugmennina þrjá, sem lágu hjálparvana á kletta- sillunni . . . Hinum freðnu flugmönnum var síðan bjargáð og þeir flutt- ir um borð í norska skipið, þar sem þegar var farið að laga sterkt kaffi. En þeir voru með- vitundarlausir of áreynslunni og komu fyrst til sjálfra sín, þegar búið vax að leggja þá í ,,koju“ í heitum klefa og sveipa þá innan í ullarteppi. Síðan var þeim gefin sterk kjötsúpa. En þá var „POLAR- BJÖRN“ fyrir löngu lagður af stað áleiðis til Grænlands. ★ Gömul auglýsing. Tveir lítið notaðir trúlof- unarhringir til sölu. Enn frem- ur lítið brúkaður svefnsófi á sama stað til sölu. Selzt ódýrt, allt saman fyrir 400 kr. Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl). Ef yður finnst útlitið heldur uggvænlegt um þessar mundir, þá getið þér huggað yður við það, að allt mun færast í betra horf um miðjan þennan mánuö. Þér hafið valið rétta stefnu og skuluð halda áfram að berjast ót.rauður. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí). Rómantíkin mun blómstra hjá mörgum maíbörnum í þessari viku og einnig innan hjónabandsins og fjöl- skyldunnar er fyllsta jafnvægi og hamingja ríkjandi. Þeir, sem fæddir eru frá 21.—30. apríl, munu fá tæki- færi til að gera mjög góð viðskipti. Tíburamerkið (22. maí—21. júní). Gleði og hamingja eru einkennandi fyrir þessa viku, svo að þér hafið vissulega ástæðu til að vera í góðu skapi. Sérstaklega eru það hjartans málin, sem verða vel heppnuð í þessari viku og stærst.u óskir yðra í þeim efnum rætast. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Á föstudag og laugardag bjóðast yður beztu tæki- færin í þessari viku og þér skuluð ekki láta þau ganga yður úr greipum. Þér munuð komast að raun um, að þér hafið teflt djarft í ákveðnu máli, ef til vill einum of djarft.. Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst). Enda þótt svo virðist sem allar hamingjudísir hafi yfirgefið yður í svipinn, þá er engin ástæða til að ör- vænta. Stjörnurnar sjá ljósa punkta jafnvel strax í þessari viku, svo að hagur yðar hlýtur að vænkast von bráðar. Jómfrúarmerkið (2U. ágúst—23. sept.). Eitthvað í sambandi við fjármál yðar liggur yður mjög þungt á hjarta um þessar mundir. Heppilegasti tíminn til að kippa þeim í lag er á fimmtudag eða mánudag. Þér skuluð varast að gera of miklar kröfur til annarra. Vogarskálarmerkið (2U- sept.—23. okt.). Gæfan gerist. yður æ hliðhollari með hverri viku sem líður. Yður er alveg óhætt að gera ýmsar djarfar áætl- anir um framtíðina einmitt núna, enda þótt þær verði ef til vill ekki allar að veruleika. mm Sporðdrekamerkið (2U. okt.—22. nóv.). Á sviði, þar sem þér tölduð stöðu yðar fullkomlega örugga, kemur í ljós, að þér standið mjög höllum fæti. Þér skuluð átta yður á þessu tíma og bregða yður yfir í annað. Þér hafið mjög fjölbreytilega hæfileika og getið lagt hönd á margt. Bopmannsmerkið (23. nóv.—21. des.). I þessari viku munuð þér kynnast manni, sem hefur góð sambönd og mikil áhrif og mun geta greitt götu yðar einmit.t 1 því máli, sem þér þarfnizt. Varizt þó að smjaðra um of fyrir bessum manni. Þá mun hann fá fljótt leiða á yður. Steingeitarmerkið (22. des.—20. jan.). Tilfinningar yðar munu komast á mikið rót í þess- ari viku og ýmiss konar óþægindi og erfiðleikar verða á vegi yðar. Takið þessu af karlmennsku. Það hafa allir viö sitt að stríða og senn koma bjartari og gleði- ríkari dagar. Vatnsberamerkið (21. jan.—18. febr.). Nokkrir örðugleikar verða til að byrja með í þess- ari viku, en þér sigrizt fljótlega á þeim og hljótið mikið lof fyrir snarræði og hugrekki. Síðari hluti vik- unnar verður mjög hamingjuríkur og þér skemmtið yður mikið og vel. Fiskamerkið (19. febr.—20. marz). Þér eruð í mjög vafasömum hugleiðingum um þess- ar mundir og stjörnurnar ráðleggja yður að hugsa yður vel um og minnas|; þess, hverjum þér eigið mest að þakka fyrir allt það, sem áunnizt hefur undan- farin ár. Varið yður að gera ekki skissu! FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.